Sólin Sólin Rís 05:31 • sest 21:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:49 • Sest 17:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:12 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík

Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fremur í tvær deildir - drifkerfið og sefkerfið.

Þegar streita nær tökum á fólki verður drifkerfi sjálfvirka taugakerfisins virkt. Drifkerfið örvar alls konar starfsemi eins og nafnið gefur til kynna, til dæmis hjartsláttinn, öndunina og svitamyndun. Streita er skilgreind sem viðbrögð líkamans við utanaðkomandi áreiti eða kröfum, jafnvel hættu. Streituviðbrögð eru talin hafa komið fram mjög snemma á þróunarbraut okkar og gera okkur kleift að berjast eða flýja af hólmi þegar hætta steðjar að, stundum kallað "flótta- eða árásarviðbragð" (e. fight or flight response).Þegar fólk verður stressað eða óttaslegið fara ákveðin líffræðileg ferli af stað í líkamanum sem búa hann undir átök, hvort sem þau felast í flótta eða árás. Þessu fylgir meðal annars aukin svitamyndun.

Streituviðbrögðin stuðla að því að viðhalda samvægi líkamans. Aukin svitamyndun þýðir aukin kæling vöðva sem ofhitna þá ekki við aukna spennu og starfsemi. Nútímamaðurinn lendir kannski ekki oft í þannig lífshættu að hann verði að berjast eða flýja, en andlegt álag er oft mikið og vekur sömu streituviðbrögð og lýst var hér að ofan. Þannig getur kvíði eða önnur andleg streitueinkenni meðal annars haft í för með sér aukna svitamyndun.

Svitamyndun vegna streitu verður eingöngu í svokölluðum fráseytnum (e. apocrine) svitakirtlum sem seyta fitukenndum svita í píplu svitakirtilsins. Við streitu dregst veggur píplunnar saman og svitinn þrýstist upp á yfirborð húðarinnar. Þar eru bakteríur sem brjóta hann niður og við það myndast illa lyktandi efnasambönd sem valda svitalyktinni. Þessa svitakirtla er að finna þar sem mikið er um hársekki; á höfði, handarkrikum og við kynfæri. Hægt er að lesa meira um svitakirtla í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

28.9.2006

Spyrjandi

Arnór Ingi Sigurðsson, f. 1991

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður? “ Vísindavefurinn, 28. september 2006. Sótt 19. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6215.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 28. september). Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6215

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður? “ Vísindavefurinn. 28. sep. 2006. Vefsíða. 19. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6215>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?
Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fremur í tvær deildir - drifkerfið og sefkerfið.

Þegar streita nær tökum á fólki verður drifkerfi sjálfvirka taugakerfisins virkt. Drifkerfið örvar alls konar starfsemi eins og nafnið gefur til kynna, til dæmis hjartsláttinn, öndunina og svitamyndun. Streita er skilgreind sem viðbrögð líkamans við utanaðkomandi áreiti eða kröfum, jafnvel hættu. Streituviðbrögð eru talin hafa komið fram mjög snemma á þróunarbraut okkar og gera okkur kleift að berjast eða flýja af hólmi þegar hætta steðjar að, stundum kallað "flótta- eða árásarviðbragð" (e. fight or flight response).Þegar fólk verður stressað eða óttaslegið fara ákveðin líffræðileg ferli af stað í líkamanum sem búa hann undir átök, hvort sem þau felast í flótta eða árás. Þessu fylgir meðal annars aukin svitamyndun.

Streituviðbrögðin stuðla að því að viðhalda samvægi líkamans. Aukin svitamyndun þýðir aukin kæling vöðva sem ofhitna þá ekki við aukna spennu og starfsemi. Nútímamaðurinn lendir kannski ekki oft í þannig lífshættu að hann verði að berjast eða flýja, en andlegt álag er oft mikið og vekur sömu streituviðbrögð og lýst var hér að ofan. Þannig getur kvíði eða önnur andleg streitueinkenni meðal annars haft í för með sér aukna svitamyndun.

Svitamyndun vegna streitu verður eingöngu í svokölluðum fráseytnum (e. apocrine) svitakirtlum sem seyta fitukenndum svita í píplu svitakirtilsins. Við streitu dregst veggur píplunnar saman og svitinn þrýstist upp á yfirborð húðarinnar. Þar eru bakteríur sem brjóta hann niður og við það myndast illa lyktandi efnasambönd sem valda svitalyktinni. Þessa svitakirtla er að finna þar sem mikið er um hársekki; á höfði, handarkrikum og við kynfæri. Hægt er að lesa meira um svitakirtla í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?

Heimildir og mynd:...