Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Svitamyndun er aðferð líkamans til að kæla sig. Þess vegna svitnum við meira í heitu veðri en köldu. Einnig svitnum við meira ef við erum undir andlegu eða tilfinningalegu álagi. Aðrar orsakir fyrir svita eru lágur blóðsykur, kryddaður matur, áfengi, ýmis lyf, koffín, líkamleg áreynsla, tíðahvörf hjá konum, krabbamein, ofvirkur skjaldkirtill og fleiri sjúkdómar.

Hversu mikið einstaklingur svitnar fer eftir því hve marga svitakirtla hann er með. Hver einstaklingur fæðist með 2-4 milljónir svitakirtla. Konur hafa fleiri svitakirtla en karlar en svitakirtlar eru virkari í körlum. Svitakirtlar verða fullvirkir á kynþroskaaldri.

Ofsvitnun (e. hyperhidrosis) er ástand, þar sem einstaklingur svitnar mikið og þegar síst skyldi, til dæmis í svölu veðri. Einstaklingar sem svitna of mikið virðast vera með ofvirka svitakirtla og getur ofsvitnun valdið bæði líkamlegri og andlegri vanlíðan.

Sumir einstaklingar þjást af ofsvitnun og svitna mikið þegar síst skyldi.

Ef ofsvitnun er bundin höndum, fótum og handarkrikum er talað um fyrsta stigs ofsvitnun. Talið er að 2-3% manna séu haldin kvillanum, en samt leita innan við 40% þeirra til læknis. Ekki hefur fundist orsök fyrir fyrsta stigs ofsvitnun en hún virðist vera arfgeng. Ofsvitnun telst vera annars stigs ef hún fylgir öðru læknisfræðilegu ástandi, eins og þeim sem talin eru upp hér að ofan. Í slíkum tilfellum getur svitnunin ýmist orðið út um allan líkamann eða staðbundin.

Leita þarf til læknis til að staðfesta að um ofsvitnun sé að ræða. Ýmis próf eru notuð til að greina ástandið, svo og spurningalistar. Nokkur meðferðarúrræði eru til. Eitt þeirra felst í sterkum andsvitaefnum (e. anti-perspirants) sem eru lyfseðilskyld. Þau geta þó valdið húðertingu. Venjulegir svitalyktareyðar (e. deoderants) innihalda ekki slík efni, enda er þeirra hlutverk að eyða svitalykt, ekki stífla svitakirtla sem andsvitaefni gera.

Ýmis lyf hindra örvun svitakirtlanna, en þau eru ekki eins vel rannsökuð og önnur meðferðarúrræði og geta valdið aukaverkunum. Einnig er hægt að slökkva tímabundið á svitakirtlum með því að beita rafstraumi. Enn fremur má sprauta örlitlum skömmtum af bótoxi í handarkrikana ef ofsvitnun er bundið þeim en bótox hindrar taugaboðin tímabundið sem örva svitakirtlana. Verra er að beita þessari aðferð ef ofsvitnun er bundin höndum og fótum, þar sem sársaukafullt er að sprauta í þessa líkamshluta. Í mjög alvarlegum tilfellum má beita kviðsjá til að klippa á þær taugar sem örva svitakirtlana. Þetta er einkum notað ef ofsvitnunin er í andliti eða lófum, en kviðsjáin fer þá í gegnum litla skurði í handarkrikunum.

Mynd:

Sweat - flickr.com. Myndrétthafi Ryan Hyde. Birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 15. 7. 2016).

Heimild:

MedlinePlus, skoðað 16. 3. 2010:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita? Til dæmis ef maður svitnar rosalega í skólanum en er samt ekki að hreyfa sig?

Höfundur

Útgáfudagur

4.6.2010

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55167.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2010, 4. júní). Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55167

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55167>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?
Svitamyndun er aðferð líkamans til að kæla sig. Þess vegna svitnum við meira í heitu veðri en köldu. Einnig svitnum við meira ef við erum undir andlegu eða tilfinningalegu álagi. Aðrar orsakir fyrir svita eru lágur blóðsykur, kryddaður matur, áfengi, ýmis lyf, koffín, líkamleg áreynsla, tíðahvörf hjá konum, krabbamein, ofvirkur skjaldkirtill og fleiri sjúkdómar.

Hversu mikið einstaklingur svitnar fer eftir því hve marga svitakirtla hann er með. Hver einstaklingur fæðist með 2-4 milljónir svitakirtla. Konur hafa fleiri svitakirtla en karlar en svitakirtlar eru virkari í körlum. Svitakirtlar verða fullvirkir á kynþroskaaldri.

Ofsvitnun (e. hyperhidrosis) er ástand, þar sem einstaklingur svitnar mikið og þegar síst skyldi, til dæmis í svölu veðri. Einstaklingar sem svitna of mikið virðast vera með ofvirka svitakirtla og getur ofsvitnun valdið bæði líkamlegri og andlegri vanlíðan.

Sumir einstaklingar þjást af ofsvitnun og svitna mikið þegar síst skyldi.

Ef ofsvitnun er bundin höndum, fótum og handarkrikum er talað um fyrsta stigs ofsvitnun. Talið er að 2-3% manna séu haldin kvillanum, en samt leita innan við 40% þeirra til læknis. Ekki hefur fundist orsök fyrir fyrsta stigs ofsvitnun en hún virðist vera arfgeng. Ofsvitnun telst vera annars stigs ef hún fylgir öðru læknisfræðilegu ástandi, eins og þeim sem talin eru upp hér að ofan. Í slíkum tilfellum getur svitnunin ýmist orðið út um allan líkamann eða staðbundin.

Leita þarf til læknis til að staðfesta að um ofsvitnun sé að ræða. Ýmis próf eru notuð til að greina ástandið, svo og spurningalistar. Nokkur meðferðarúrræði eru til. Eitt þeirra felst í sterkum andsvitaefnum (e. anti-perspirants) sem eru lyfseðilskyld. Þau geta þó valdið húðertingu. Venjulegir svitalyktareyðar (e. deoderants) innihalda ekki slík efni, enda er þeirra hlutverk að eyða svitalykt, ekki stífla svitakirtla sem andsvitaefni gera.

Ýmis lyf hindra örvun svitakirtlanna, en þau eru ekki eins vel rannsökuð og önnur meðferðarúrræði og geta valdið aukaverkunum. Einnig er hægt að slökkva tímabundið á svitakirtlum með því að beita rafstraumi. Enn fremur má sprauta örlitlum skömmtum af bótoxi í handarkrikana ef ofsvitnun er bundið þeim en bótox hindrar taugaboðin tímabundið sem örva svitakirtlana. Verra er að beita þessari aðferð ef ofsvitnun er bundin höndum og fótum, þar sem sársaukafullt er að sprauta í þessa líkamshluta. Í mjög alvarlegum tilfellum má beita kviðsjá til að klippa á þær taugar sem örva svitakirtlana. Þetta er einkum notað ef ofsvitnunin er í andliti eða lófum, en kviðsjáin fer þá í gegnum litla skurði í handarkrikunum.

Mynd:

Sweat - flickr.com. Myndrétthafi Ryan Hyde. Birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 15. 7. 2016).

Heimild:

MedlinePlus, skoðað 16. 3. 2010:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita? Til dæmis ef maður svitnar rosalega í skólanum en er samt ekki að hreyfa sig?
...