Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann?

Björn Sigurður Gunnarsson

Koffein, eða öðru nafni trímetýlxantín, er í ýmsum plöntum í náttúrunni, svo sem kaffiplöntunni og guarana. Það er því koffein sem er hinn eiginlegi virki þáttur í guarana, en styrkur koffeins í hinum rauðu guaranaberjum er 7 sinnum meiri en í kaffibauninni.

Koffein hefur örvandi áhrif á líkamann, það örvar meðal annars heilann og eflir vökuástand. Virkni koffeins í miðtaugakerfinu er ekki ljós, en kenningar eru uppi um tengsl við aukinn styrk cAMP (hring-adenósín einfosfat) í frumum, lokun klóríðganga og að það sé antagónisti adenósíns, sem hefur áhrif á taugaboð í miðtaugakerfinu. Við mikla langvarandi koffeininntöku virðist adenósín-viðtökum fjölga á frumuyfirborði og sé koffeininntöku skyndilega hætt getur það orsakað fráhvarfseinkenni vegna ýktra adenósínáhrifa, sem verða vegna þess að koffein er ekki lengur bundið hluta adenósín-viðtaka.

Koffein virðist stuðla að hækkuðum blóðþrýstingi og það hefur þvaglosandi áhrif. Mikil inntaka koffeins getur leitt til magaóþæginda, taugaveiklunar, aukins hjartsláttar, höfuðverks, niðurgangs og svefnleysis, svo að eitthvað sé nefnt.

Niðurstöður sumra rannsókna hafa stutt notkun koffeins til að auka þol íþróttamanna, en aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt jákvæð áhrif á þol. Ef koffein hefur þolaukandi áhrif, er það líklega vegna þess að koffein örvar losun fitusýra til brennslu, og dregur þannig úr notkun glýkógens. Önnur hentugri leið til að auka fitusýrubrennslu er að hita létt upp fyrir æfingu, en auk þess að örva losun fitusýra til brennslu og spara glýkógen, hjálpar það við að hita vöðvana upp og gerir þá teygjanlegri og þar af leiðandi ónæmari fyrir meiðslum í æfingunni sjálfri. Að auki er þá engin hætta á ofannefndum neikvæðum áhrifum koffeininntöku.

Mælt er með að þeirra drykkja sem innihalda koffein sé neytt í hófi og þá til viðbótar við aðra drykki, ekki í staðinn fyrir þá. Drykkir sem innihalda koffein eru til dæmis kaffi, te, kóladrykkir og ýmsir orkudrykkir. Börn ættu að varast að neyta slíkra drykkja, en koffeinmagnið sem þau innbyrða við mikla gosdrykkjaneyslu eða neyslu orkudrykkja getur verið gífurlegt, sérstaklega ef reiknað er á hvert kílógramm líkamsþyngdar. Þannig er til dæmis hægt að sjá að sex ára gamalt barn sem drekkur tvær meðalstórar flöskur af kóladrykk (rúmlega hálfan lítra) í barnaafmæli, innbyrðir jafnmikið magn koffeins á hvert kílógramm líkamsþyngdar og fullorðinn karlmaður sem drekkur um það bil 6-7 kaffibolla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

23.8.2000

Spyrjandi

Jóhannes Snorrason

Efnisorð

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=848.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 23. ágúst). Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=848

Björn Sigurður Gunnarsson. „Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=848>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann?
Koffein, eða öðru nafni trímetýlxantín, er í ýmsum plöntum í náttúrunni, svo sem kaffiplöntunni og guarana. Það er því koffein sem er hinn eiginlegi virki þáttur í guarana, en styrkur koffeins í hinum rauðu guaranaberjum er 7 sinnum meiri en í kaffibauninni.

Koffein hefur örvandi áhrif á líkamann, það örvar meðal annars heilann og eflir vökuástand. Virkni koffeins í miðtaugakerfinu er ekki ljós, en kenningar eru uppi um tengsl við aukinn styrk cAMP (hring-adenósín einfosfat) í frumum, lokun klóríðganga og að það sé antagónisti adenósíns, sem hefur áhrif á taugaboð í miðtaugakerfinu. Við mikla langvarandi koffeininntöku virðist adenósín-viðtökum fjölga á frumuyfirborði og sé koffeininntöku skyndilega hætt getur það orsakað fráhvarfseinkenni vegna ýktra adenósínáhrifa, sem verða vegna þess að koffein er ekki lengur bundið hluta adenósín-viðtaka.

Koffein virðist stuðla að hækkuðum blóðþrýstingi og það hefur þvaglosandi áhrif. Mikil inntaka koffeins getur leitt til magaóþæginda, taugaveiklunar, aukins hjartsláttar, höfuðverks, niðurgangs og svefnleysis, svo að eitthvað sé nefnt.

Niðurstöður sumra rannsókna hafa stutt notkun koffeins til að auka þol íþróttamanna, en aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt jákvæð áhrif á þol. Ef koffein hefur þolaukandi áhrif, er það líklega vegna þess að koffein örvar losun fitusýra til brennslu, og dregur þannig úr notkun glýkógens. Önnur hentugri leið til að auka fitusýrubrennslu er að hita létt upp fyrir æfingu, en auk þess að örva losun fitusýra til brennslu og spara glýkógen, hjálpar það við að hita vöðvana upp og gerir þá teygjanlegri og þar af leiðandi ónæmari fyrir meiðslum í æfingunni sjálfri. Að auki er þá engin hætta á ofannefndum neikvæðum áhrifum koffeininntöku.

Mælt er með að þeirra drykkja sem innihalda koffein sé neytt í hófi og þá til viðbótar við aðra drykki, ekki í staðinn fyrir þá. Drykkir sem innihalda koffein eru til dæmis kaffi, te, kóladrykkir og ýmsir orkudrykkir. Börn ættu að varast að neyta slíkra drykkja, en koffeinmagnið sem þau innbyrða við mikla gosdrykkjaneyslu eða neyslu orkudrykkja getur verið gífurlegt, sérstaklega ef reiknað er á hvert kílógramm líkamsþyngdar. Þannig er til dæmis hægt að sjá að sex ára gamalt barn sem drekkur tvær meðalstórar flöskur af kóladrykk (rúmlega hálfan lítra) í barnaafmæli, innbyrðir jafnmikið magn koffeins á hvert kílógramm líkamsþyngdar og fullorðinn karlmaður sem drekkur um það bil 6-7 kaffibolla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...