Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka.

Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegundirnar eru Coffea arabica og Coffea canephora. Kaffiplöntur vaxa í rúmlega 70 löndum í Mið- og Suður-Ameríku, Suðaustur-Asíu og í Afríku.



Coffea arabica.

Talið er að kaffiplantan sé upprunnin í norðaustur Eþíópíu en kaffidrykkja varð fyrst almenn meðal Araba. Með þeim barst kaffi til Ítalíu og þaðan um alla Evrópu, síðan til Indónesíu og svo til Ameríku. Þegar kaffi er búið til eru þroskuð berin tínd af runnunum og síðan unnin og þurrkuð. Baunirnar eru þvínæst ristaðar (brenndar), mismikið eftir því hvernig bragðið á að vera. Að lokum eru þær svo malaðar og heitu vatni hellt yfir til að fá kaffi til drykkju.

Flestir hafa líklega heyrt að sé mjög hressandi að fá sér kaffibolla, einkum á morgnana. Ástæðan er sú að í kaffi er efnið koffín sem hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið, hjartað og vöðva. Koffín finnst einnig í laufi eða berjum annarra plantna og er því einnig í öðrum drykkjum eins og tei, kóladrykkjum, kakói og orkudrykkjum.

Helstu áhrif koffíns eru að bæði andleg og líkamleg, þreytutilfinning minnkar og einbeiting eykst, auk þess sem hjartsláttur verður hraðari, blóðþrýstingur hækkar og einnig grunnefnaskiptahraðinn, þvaglát verða tíðari og stundum slaknar á vöðvaspennu. En það er ekkert í kaffinu sem veldur því að börn hætti að stækka. Hins vegar er engin næring í kaffi. Î 100 g af löguðu kaffi eru aðeins 2 hitaeiningar og nánast ekkert af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum.



Það hefur ekki áhrif á vöxt þessara drengja þó þeir fái sér 10 dropa við og við.

Einn eða tveir kaffibollar á dag virðast ekki hafa slæm áhrif á fólk. Þeir sem drekka meira geta fundið fyrir óreglulegum hjartslætti, höfuðverk, flökurleika, vöðvaspennu og svefnleysi. Öll einkenni sem fylgja kaffineyslu fara að sjálfsögðu eftir tegund og styrkleika kaffisins og ekki síður eftir líkamsstærð neytandans. Þannig eru aukaverkanir meiri eftir því sem neytandinn er minni. Því er ekki æskilegt að börn drekki kaffi þótt það sé varla skaðlegt að fá smásopa einstaka sinnum. Þetta á einnig við um aðra drykki sem innihalda koffín, ekki síst kóladrykki og orkudrykki.

Fólk byggir fljótt upp þol fyrir koffíni. Samkvæmt rannsóknum hætta þeir sem eru vanir kaffidrykkju til dæmis að finna fyrir svefnleysi eftir að fá þrjá 400 mg skammta af koffíni á dag í viku. Einnig er hætta á að fólk sem drekkur mikið af koffíndrykkjum eins og kaffi verði háð koffíni og finni fyrir fráhvarfseinkennum ef það hættir neyslu þess skyndilega, en þau helstu eru taugaveiklun, pirringur, kvíði, skjálfti, höfuðverkur, syfja og kviðverkir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir, frekari fróðleikur og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Er einhver næring í kaffi?

Aðrir spyrjendur voru:
Helgi Ragnar Jensson, Sindri Stefánsson, Gunnar Thorsteinsson, Paul Smelt og Hilmar Gunnarsson

Höfundur

Útgáfudagur

29.3.2011

Spyrjandi

Ívan Árni Róbertsson, Kristleifur Daðason, Sindri Geirsson og fleiri spyrjendur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2011, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56972.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 29. mars). Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56972

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2011. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56972>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?
Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka.

Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegundirnar eru Coffea arabica og Coffea canephora. Kaffiplöntur vaxa í rúmlega 70 löndum í Mið- og Suður-Ameríku, Suðaustur-Asíu og í Afríku.



Coffea arabica.

Talið er að kaffiplantan sé upprunnin í norðaustur Eþíópíu en kaffidrykkja varð fyrst almenn meðal Araba. Með þeim barst kaffi til Ítalíu og þaðan um alla Evrópu, síðan til Indónesíu og svo til Ameríku. Þegar kaffi er búið til eru þroskuð berin tínd af runnunum og síðan unnin og þurrkuð. Baunirnar eru þvínæst ristaðar (brenndar), mismikið eftir því hvernig bragðið á að vera. Að lokum eru þær svo malaðar og heitu vatni hellt yfir til að fá kaffi til drykkju.

Flestir hafa líklega heyrt að sé mjög hressandi að fá sér kaffibolla, einkum á morgnana. Ástæðan er sú að í kaffi er efnið koffín sem hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið, hjartað og vöðva. Koffín finnst einnig í laufi eða berjum annarra plantna og er því einnig í öðrum drykkjum eins og tei, kóladrykkjum, kakói og orkudrykkjum.

Helstu áhrif koffíns eru að bæði andleg og líkamleg, þreytutilfinning minnkar og einbeiting eykst, auk þess sem hjartsláttur verður hraðari, blóðþrýstingur hækkar og einnig grunnefnaskiptahraðinn, þvaglát verða tíðari og stundum slaknar á vöðvaspennu. En það er ekkert í kaffinu sem veldur því að börn hætti að stækka. Hins vegar er engin næring í kaffi. Î 100 g af löguðu kaffi eru aðeins 2 hitaeiningar og nánast ekkert af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum.



Það hefur ekki áhrif á vöxt þessara drengja þó þeir fái sér 10 dropa við og við.

Einn eða tveir kaffibollar á dag virðast ekki hafa slæm áhrif á fólk. Þeir sem drekka meira geta fundið fyrir óreglulegum hjartslætti, höfuðverk, flökurleika, vöðvaspennu og svefnleysi. Öll einkenni sem fylgja kaffineyslu fara að sjálfsögðu eftir tegund og styrkleika kaffisins og ekki síður eftir líkamsstærð neytandans. Þannig eru aukaverkanir meiri eftir því sem neytandinn er minni. Því er ekki æskilegt að börn drekki kaffi þótt það sé varla skaðlegt að fá smásopa einstaka sinnum. Þetta á einnig við um aðra drykki sem innihalda koffín, ekki síst kóladrykki og orkudrykki.

Fólk byggir fljótt upp þol fyrir koffíni. Samkvæmt rannsóknum hætta þeir sem eru vanir kaffidrykkju til dæmis að finna fyrir svefnleysi eftir að fá þrjá 400 mg skammta af koffíni á dag í viku. Einnig er hætta á að fólk sem drekkur mikið af koffíndrykkjum eins og kaffi verði háð koffíni og finni fyrir fráhvarfseinkennum ef það hættir neyslu þess skyndilega, en þau helstu eru taugaveiklun, pirringur, kvíði, skjálfti, höfuðverkur, syfja og kviðverkir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir, frekari fróðleikur og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Er einhver næring í kaffi?

Aðrir spyrjendur voru:
Helgi Ragnar Jensson, Sindri Stefánsson, Gunnar Thorsteinsson, Paul Smelt og Hilmar Gunnarsson
...