Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er koffín í appelsíni?

EDS

Koffín er notað sem bragðefni í kóladrykki, en það er yfirleitt ekki að finna í appelsíni, allavega ekki því sem algengast er í verslunum á Íslandi. Það er til dæmis ekkert koffín í Egils appelsíni og heldur ekki í Fanta, sítrónu- og límónu-drykkjum eins og Sprite og 7-Up eða Mix. Hins vegar er það ekki undantekningarlaust að gosdrykkir með ávaxtabragði séu koffínlausir, til dæmis er koffín í gosdrykknum Sunkist.



Ávaxtagosdrykkir eru oft koffínlausir en það er alls ekki algilt.

Koffín er náttúrlegt og örvandi efni sem finnst í um það bil 60 plöntutegundum. Flestir tengja það við kaffi enda er töluvert stór hluti af koffínneyslu tilkominn vegna kaffidrykkju.

Koffín er einnig í telaufi, kakóbaunum, gúaranakjörnum og kólahnetum og einnig í afurðum sem unnar eru úr þessum jurtum.

Koffín er ekki aðeins að finna í drykkjarvörum, eins og kóladrykkjum og orkudrykkjum, heldur er það oft sett í fæðubótarefni og er jafnframt að finna í ýmsum lyfjum, til dæmis lyfjum við mígreni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.9.2010

Spyrjandi

Karen Rut

Tilvísun

EDS. „Er koffín í appelsíni?“ Vísindavefurinn, 21. september 2010, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57035.

EDS. (2010, 21. september). Er koffín í appelsíni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57035

EDS. „Er koffín í appelsíni?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2010. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57035>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er koffín í appelsíni?
Koffín er notað sem bragðefni í kóladrykki, en það er yfirleitt ekki að finna í appelsíni, allavega ekki því sem algengast er í verslunum á Íslandi. Það er til dæmis ekkert koffín í Egils appelsíni og heldur ekki í Fanta, sítrónu- og límónu-drykkjum eins og Sprite og 7-Up eða Mix. Hins vegar er það ekki undantekningarlaust að gosdrykkir með ávaxtabragði séu koffínlausir, til dæmis er koffín í gosdrykknum Sunkist.



Ávaxtagosdrykkir eru oft koffínlausir en það er alls ekki algilt.

Koffín er náttúrlegt og örvandi efni sem finnst í um það bil 60 plöntutegundum. Flestir tengja það við kaffi enda er töluvert stór hluti af koffínneyslu tilkominn vegna kaffidrykkju.

Koffín er einnig í telaufi, kakóbaunum, gúaranakjörnum og kólahnetum og einnig í afurðum sem unnar eru úr þessum jurtum.

Koffín er ekki aðeins að finna í drykkjarvörum, eins og kóladrykkjum og orkudrykkjum, heldur er það oft sett í fæðubótarefni og er jafnframt að finna í ýmsum lyfjum, til dæmis lyfjum við mígreni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...