Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?

Matvælastofnun

Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni.

Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð og er notað sem bragðefni meðal annars í kóladrykki. Því er einnig bætt í sum matvæli til dæmis orkudrykki.

Matvæli
Magn vöru
Magn koffíns
Kaffi*
Bolli (200 ml)
100 mg
Svart te
Bolli (200 ml)
35 mg
Kóladrykkur
1/2 lítri (500 ml)
65 mg
Orkudrykkur
Dós (250 ml)
38-80 mg
Mjólkursúkkulaði
100 g
15 mg
Dökkt súkkulaði
100 g
65 mg
Kakódrykkur
Ferna (250 ml)
4,5 mg

*Mismunandi eftir vörutegundum og lögun kaffis. Hægt er sjá nánar um koffínmagn á innihaldslýsingu.

Koffín hefur margvísleg áhrif en sé þess neytt innan hóflegra marka verkar það fyrst og fremst örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið.

Örvandi áhrif koffíns á líkamann veldur útvíkkun æða, hjartsláttur verður örari og blóðflæðið eykst til allra líffæra. Þar að auki hefur koffín áhrif á öndun, örvar meltingu og eykur þvagmyndun.

Koffínríkir drykkir eins og kaffi og orkudrykkir eru vinsælir þar sem koffín getur dregið úr einkennum þreytu og virðist geta aukið einbeitingu. Hafa ber í huga að neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamann og andlegt ástand, ekki síst hjá börnum og unglingum.

Til þess að draga úr koffínneyslu má kannski fá sér hálfan bolla af kaffi í staðinn fyrir heilan.

Ef koffíns er neytt í of miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á heilsu og líðan fólks. Það getur valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíðatilfinningu.

Börn, unglingar og barnshafandi konur eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en aðrir. Áhrif koffíns á börn eru meiri en hjá öðrum þar sem taugakerfi þeirra er enn að þroskast. Óæskileg áhrif geta komið fram hjá börnum jafnvel eftir tiltölulega litla neyslu koffíns.

Þegar barnshafandi kona neytir koffíns berst það í gegnum fylgjuna til fóstursins. Fóstrið verður fyrir sömu áhrifum og móðir þess en hjá fóstrinu vara áhrifin lengur. Rannsóknir hafa sýnt neikvæða fylgni millli fæðingarþyngdar og mikillar koffínneyslu móður á meðgöngu. Mikil koffínneysla virðist einnig auka líkur á fósturláti.

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um koffín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

8.1.2010

Spyrjandi

Sigurður Ólafsson

Tilvísun

Matvælastofnun. „Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29263.

Matvælastofnun. (2010, 8. janúar). Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29263

Matvælastofnun. „Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29263>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?
Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni.

Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð og er notað sem bragðefni meðal annars í kóladrykki. Því er einnig bætt í sum matvæli til dæmis orkudrykki.

Matvæli
Magn vöru
Magn koffíns
Kaffi*
Bolli (200 ml)
100 mg
Svart te
Bolli (200 ml)
35 mg
Kóladrykkur
1/2 lítri (500 ml)
65 mg
Orkudrykkur
Dós (250 ml)
38-80 mg
Mjólkursúkkulaði
100 g
15 mg
Dökkt súkkulaði
100 g
65 mg
Kakódrykkur
Ferna (250 ml)
4,5 mg

*Mismunandi eftir vörutegundum og lögun kaffis. Hægt er sjá nánar um koffínmagn á innihaldslýsingu.

Koffín hefur margvísleg áhrif en sé þess neytt innan hóflegra marka verkar það fyrst og fremst örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið.

Örvandi áhrif koffíns á líkamann veldur útvíkkun æða, hjartsláttur verður örari og blóðflæðið eykst til allra líffæra. Þar að auki hefur koffín áhrif á öndun, örvar meltingu og eykur þvagmyndun.

Koffínríkir drykkir eins og kaffi og orkudrykkir eru vinsælir þar sem koffín getur dregið úr einkennum þreytu og virðist geta aukið einbeitingu. Hafa ber í huga að neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamann og andlegt ástand, ekki síst hjá börnum og unglingum.

Til þess að draga úr koffínneyslu má kannski fá sér hálfan bolla af kaffi í staðinn fyrir heilan.

Ef koffíns er neytt í of miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á heilsu og líðan fólks. Það getur valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíðatilfinningu.

Börn, unglingar og barnshafandi konur eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en aðrir. Áhrif koffíns á börn eru meiri en hjá öðrum þar sem taugakerfi þeirra er enn að þroskast. Óæskileg áhrif geta komið fram hjá börnum jafnvel eftir tiltölulega litla neyslu koffíns.

Þegar barnshafandi kona neytir koffíns berst það í gegnum fylgjuna til fóstursins. Fóstrið verður fyrir sömu áhrifum og móðir þess en hjá fóstrinu vara áhrifin lengur. Rannsóknir hafa sýnt neikvæða fylgni millli fæðingarþyngdar og mikillar koffínneyslu móður á meðgöngu. Mikil koffínneysla virðist einnig auka líkur á fósturláti.

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um koffín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi....