Þessi orð eiga það sameiginlegt að vera notuð um kaffisopa. Margvíslegt orðafar er til um kaffisopann. Annaðhvort er kaffið of sterkt eða of veikt eða þá að menn fá sér aukasopa milli máltíða.
Aukasopinn á sér nokkur heiti. Sumir kalla hann Guddusopa en langflestir kerlingarsopa, kerlingarkaffi eða kerlingartár...
Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu.
Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...
Upphaflega spurningin var svona:
Ef ég er með kaffibolla og risastóra kaffikönnu, helli heitu kaffi í bollann, tæmi hann strax og helli aftur heitu kaffi í hann, hitna ytri mörk rúmsins sem kaffið tekur (þar sem bollinn er heitur þegar kaffið lendir á honum), og ef svo er, væri hægt að bræða bollann með því að ...
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...
Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka.
Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegun...
Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...
Kaffitré vaxa villt á nokkrum svæðum í Afríku og sú tegund (Coffea arabica) sem fyrst nýttist til kaffigerðar rekur upphafleg heimkynni sín til fjalla í Eþíópíu. Ekki er ólíklegt að þar hafi menn lengi tuggið kaffiber sér til hressingar, en þess verður fyrst vart í Jemen (handan við Rauðahaf) um eða fyrir miðja 15...
Þvagmagn sem myndast hverju sinni fer fyrst og fremst eftir því hversu mikinn vökva maður drekkur en það er rétt hjá spyrjanda að það er ekki alveg sama hver vökvinn er.
Í kaffi og bjór eru efni sem hafa bein áhrif á þvagmyndun. Þessi efni virka þó á ólíkan hátt. Manneken Pis er eitt þekktasta kennileitið í B...
Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þ...
Upprunalega spurningin var:
Oft getur maður fundið á lyktinni að kaffið er orðið of kalt til að drekka. Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?
Við finnum lykt þegar nógu margar sameindir á gasformi berast inn í nasir okkar og bindast þar viðtökum sem senda boð til heilans. Ef þetta er í fyrsta ...
Orðið tebolla er tökuorð úr dönsku frá fyrri hluta 20. aldar. Í Den danske ordbog stendur:luftig bolle bagt med hvedemel, sukker og evt. rosiner
Tebollur voru gjarnan hafðar sem meðlæti með síðdegistei eða kaffi og sumir grípa til þeirra enn. Þær eru oftast skornar eftir endilöngu og borðaðar með smjöri og sult...
Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni.
Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð ...
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...
Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan kemur orðið "splæsa" í þeirri merkingu að borga fyrir einhvern, því við þekkjum það frá að splæsa saman kaðal en hvernig þróast það í hina merkinguna?
Sögnin að splæsa hefur tvær merkingar. Annars vegar er hún notuð um að tengja saman tvo víra eða tvo kaðla en hi...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!