Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?

Emelía Eiríksdóttir

Upprunalega spurningin var:

Oft getur maður fundið á lyktinni að kaffið er orðið of kalt til að drekka. Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?

Við finnum lykt þegar nógu margar sameindir á gasformi berast inn í nasir okkar og bindast þar viðtökum sem senda boð til heilans. Ef þetta er í fyrsta skiptið sem við nemum þessa lykt mun heilinn reyna að geyma minningu um hana. Ef við höfum fundið lyktina áður er mögulegt að heilinn geti kallað fram minningar um hvar og hvenær við fundum lyktina eða um hvaða lykt er að ræða. Því fleiri sameindir af sama efninu sem viðtakarnir nema, þeim mun sterkari finnst okkur lyktin vera. Ef við finnum ekki lykt af einhverju efni eru mögulega allt of fáar sameindir af efninu í loftinu eða viðtakarnir í nösunum þekkja ekki sameindirnar.

Við getum fundið lykt af ýmsu í kringum okkur, ekki bara vökvum og lofttegundum heldur líka hlutum. Ástæðan fyrir því að við finnum lykt er alltaf sú sama: sameindir efnisins fara út í loftið og berast inn í nasirnar. Upplifun á bragði og lykt af mat og drykk er oft samspili af bragð- og lyktarskyninu. Prófaðu til dæmis að drekka kaffi og halda fyrir nefið á meðan, upplifunin verður örugglega allt önnur en þegar ekki er haldið fyrir nefið.

Þegar kaffi er rjúkandi heitt gufar meira upp af rokgjörnum efnum en þegar kaffið er kalt. Þessi rokgjörnu efni skynjum við sem lykt.

Í kaffi eru rúmlega 1000 ilmefni, það er efni sem við finnum lykt af. Um 40 af þessum efnum ráða mestu um ilminn af kaffinu. Flest þessara efna myndast þegar kaffibaunirnar eru ristaðar en þá umbreytast meðal annars ýmis konar sykrur í önnur efni. Þessi efni gefa kaffibaununum meðal annars dökkan lit og mismunandi bragð. Við umbreytingu sykranna myndast einnig rokgjörn efni sem gufa auðveldlega upp og þau skynjum við sem lykt.

Þegar hellt er upp á kaffi er heitt vatn venjulega látið renna á malaðar kaffibaunir. Vatnið er haft heitt af því að meira efni leysist upp í heitu vatni en köldu, þá verður sterkara bragð af kaffinu og þannig nýtist kaffiduftið best. En hiti vatnsins hefur einnig áhrif á lyktina af kaffinu. Við vitum flest að vatn gufar upp langt undir suðumarki þess. Ef vatnið er hitað, gufar það hraðar upp og það myndast þéttari vatnsgufa fyrir ofan vatnsyfirborðið. Það sama á við um rokgjörnu efnin í kaffinu, því heitara sem kaffið er, þeim mun meira gufar upp af rokgjörnu efnunum og við finnum meiri lykt. Þegar kaffið er heitt, gufa rokgjörnustu efnin mun hraðar upp en þau sem eru minna rokgjörn. Það verður því hlutfallslega minna af rokgjörnustu efnunum eftir í kaffinu þegar það kólnar. Þetta breytta hlutfall, ásamt því að rokgjörnu efnin gufa minna upp þegar kaffið er kalt, er ástæða þess að lyktin af köldu kaffi er önnur og daufari en af heitu kaffi.

Heimild og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.12.2021

Spyrjandi

Guðmundur Kári Þorgrímsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2021. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79181.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 9. desember). Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79181

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2021. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79181>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?
Upprunalega spurningin var:

Oft getur maður fundið á lyktinni að kaffið er orðið of kalt til að drekka. Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?

Við finnum lykt þegar nógu margar sameindir á gasformi berast inn í nasir okkar og bindast þar viðtökum sem senda boð til heilans. Ef þetta er í fyrsta skiptið sem við nemum þessa lykt mun heilinn reyna að geyma minningu um hana. Ef við höfum fundið lyktina áður er mögulegt að heilinn geti kallað fram minningar um hvar og hvenær við fundum lyktina eða um hvaða lykt er að ræða. Því fleiri sameindir af sama efninu sem viðtakarnir nema, þeim mun sterkari finnst okkur lyktin vera. Ef við finnum ekki lykt af einhverju efni eru mögulega allt of fáar sameindir af efninu í loftinu eða viðtakarnir í nösunum þekkja ekki sameindirnar.

Við getum fundið lykt af ýmsu í kringum okkur, ekki bara vökvum og lofttegundum heldur líka hlutum. Ástæðan fyrir því að við finnum lykt er alltaf sú sama: sameindir efnisins fara út í loftið og berast inn í nasirnar. Upplifun á bragði og lykt af mat og drykk er oft samspili af bragð- og lyktarskyninu. Prófaðu til dæmis að drekka kaffi og halda fyrir nefið á meðan, upplifunin verður örugglega allt önnur en þegar ekki er haldið fyrir nefið.

Þegar kaffi er rjúkandi heitt gufar meira upp af rokgjörnum efnum en þegar kaffið er kalt. Þessi rokgjörnu efni skynjum við sem lykt.

Í kaffi eru rúmlega 1000 ilmefni, það er efni sem við finnum lykt af. Um 40 af þessum efnum ráða mestu um ilminn af kaffinu. Flest þessara efna myndast þegar kaffibaunirnar eru ristaðar en þá umbreytast meðal annars ýmis konar sykrur í önnur efni. Þessi efni gefa kaffibaununum meðal annars dökkan lit og mismunandi bragð. Við umbreytingu sykranna myndast einnig rokgjörn efni sem gufa auðveldlega upp og þau skynjum við sem lykt.

Þegar hellt er upp á kaffi er heitt vatn venjulega látið renna á malaðar kaffibaunir. Vatnið er haft heitt af því að meira efni leysist upp í heitu vatni en köldu, þá verður sterkara bragð af kaffinu og þannig nýtist kaffiduftið best. En hiti vatnsins hefur einnig áhrif á lyktina af kaffinu. Við vitum flest að vatn gufar upp langt undir suðumarki þess. Ef vatnið er hitað, gufar það hraðar upp og það myndast þéttari vatnsgufa fyrir ofan vatnsyfirborðið. Það sama á við um rokgjörnu efnin í kaffinu, því heitara sem kaffið er, þeim mun meira gufar upp af rokgjörnu efnunum og við finnum meiri lykt. Þegar kaffið er heitt, gufa rokgjörnustu efnin mun hraðar upp en þau sem eru minna rokgjörn. Það verður því hlutfallslega minna af rokgjörnustu efnunum eftir í kaffinu þegar það kólnar. Þetta breytta hlutfall, ásamt því að rokgjörnu efnin gufa minna upp þegar kaffið er kalt, er ástæða þess að lyktin af köldu kaffi er önnur og daufari en af heitu kaffi.

Heimild og mynd:...