Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eiga orðin kerlingartár, groms og nærbuxnavatn sameiginlegt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Þessi orð eiga það sameiginlegt að vera notuð um kaffisopa. Margvíslegt orðafar er til um kaffisopann. Annaðhvort er kaffið of sterkt eða of veikt eða þá að menn fá sér aukasopa milli máltíða.

Aukasopinn á sér nokkur heiti. Sumir kalla hann Guddusopa en langflestir kerlingarsopa, kerlingarkaffi eða kerlingartár og þá fremur í neikvæðri merkingu. Einnig er aukasopinn nefndur laumukaffi og gestakaffi.

Sterka kaffið á sér einnig mörg heiti. Sumir tala um spákaffi þar sem ekki þykir vænlegt að spá í bolla nema kaffið sé vel sterkt. Aðrir tala um rotsopa, blek, grogg, groms og eitur. Þá er sterkt kaffi nefnt lútur en sjaldgæfust eru heitin doðakaffi og vatnssóttarkaffi. Þau tvö síðastnefndu eru vafalítið orðin til af því að gott ráð þótti að gefa skepnum með doða eða vatnssótt mjög sterkt kaffi.

Einhverjir gætu kallað þetta kaffi ærmigu í sólskini, steinbítshland eða baunaskol.

Fæstum þykir mjög þunnt kaffi gott og eru því valin ýmis háðuleg heiti. Vel þekkt eru meyjarhland, nærbuxnavatn, nærbuxnaskol og nærbuxnaskolp. Fyrir norðan og vestan þekkist að þunnt kaffi sé nefnt ærmiga í sólskini eða ærpissa í götu. Það er notað ef sést í botninn á bollanum þótt hann sé fullur af kaffi. Á Vestfjörðum þekkjast orðin æðahland og æðarhland, í Þingeyjarsýslu fuglahland og lómahland og úr Breiðafirði náhland og steinbítshland. Þá þekkjast einnig orðin glerjavatn, skjávatn og baunaskol um mjög þunnt kaffi. Að lokum þekkja mjög margir orðasambandið það sér í botn á sextugu sem notað er ef sér í botn á fullum kaffibolla. Þetta er fengið úr sjómannamáli, það er á sextíu faðma dýpi.

Heimild og mynd


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.3.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eiga orðin kerlingartár, groms og nærbuxnavatn sameiginlegt?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2015, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69098.

Guðrún Kvaran. (2015, 12. mars). Hvað eiga orðin kerlingartár, groms og nærbuxnavatn sameiginlegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69098

Guðrún Kvaran. „Hvað eiga orðin kerlingartár, groms og nærbuxnavatn sameiginlegt?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2015. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eiga orðin kerlingartár, groms og nærbuxnavatn sameiginlegt?
Þessi orð eiga það sameiginlegt að vera notuð um kaffisopa. Margvíslegt orðafar er til um kaffisopann. Annaðhvort er kaffið of sterkt eða of veikt eða þá að menn fá sér aukasopa milli máltíða.

Aukasopinn á sér nokkur heiti. Sumir kalla hann Guddusopa en langflestir kerlingarsopa, kerlingarkaffi eða kerlingartár og þá fremur í neikvæðri merkingu. Einnig er aukasopinn nefndur laumukaffi og gestakaffi.

Sterka kaffið á sér einnig mörg heiti. Sumir tala um spákaffi þar sem ekki þykir vænlegt að spá í bolla nema kaffið sé vel sterkt. Aðrir tala um rotsopa, blek, grogg, groms og eitur. Þá er sterkt kaffi nefnt lútur en sjaldgæfust eru heitin doðakaffi og vatnssóttarkaffi. Þau tvö síðastnefndu eru vafalítið orðin til af því að gott ráð þótti að gefa skepnum með doða eða vatnssótt mjög sterkt kaffi.

Einhverjir gætu kallað þetta kaffi ærmigu í sólskini, steinbítshland eða baunaskol.

Fæstum þykir mjög þunnt kaffi gott og eru því valin ýmis háðuleg heiti. Vel þekkt eru meyjarhland, nærbuxnavatn, nærbuxnaskol og nærbuxnaskolp. Fyrir norðan og vestan þekkist að þunnt kaffi sé nefnt ærmiga í sólskini eða ærpissa í götu. Það er notað ef sést í botninn á bollanum þótt hann sé fullur af kaffi. Á Vestfjörðum þekkjast orðin æðahland og æðarhland, í Þingeyjarsýslu fuglahland og lómahland og úr Breiðafirði náhland og steinbítshland. Þá þekkjast einnig orðin glerjavatn, skjávatn og baunaskol um mjög þunnt kaffi. Að lokum þekkja mjög margir orðasambandið það sér í botn á sextugu sem notað er ef sér í botn á fullum kaffibolla. Þetta er fengið úr sjómannamáli, það er á sextíu faðma dýpi.

Heimild og mynd


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...