Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.

Guðrún Kvaran

Árið 1979 birti Höskuldur Þráinsson prófessor grein í tímaritinu Íslenskt mál undir heitinu „Hvað merkir orðið bolli?“ Þar studdist hann við tilraun sem bandaríski málvísindamaðurinn William Labov hafði gert 1973. Hann gerði könnun með því að sýna þátttakendum 28 myndir af einhvers konar drykkjarílátum og spyrja hvað þeir mundu kalla hvert ílát. Þessi könnun verður ekki rakin hér en vísað til hennar um frekari fróðleik. Af henni sést þó að menn voru hreint ekki sammála um hvað kalla skyldi ílátin.

Það má segja um þessi fjögur orð og önnur um drykkjarílát að notkun þeirra er oft einstaklingsbundin og helguð af venju á heimilum eða landsvæðum.

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002) eru skýringarnar á orðunum sem spurt var um þessar:
  • Bolli: ‛drykkjarílát’. Engin frekari skýring fylgdi en nefnt orðið kaffibolli og bollapar. Kaffibolli hygg ég að sé nær alltaf úr gleri eða leir, fremur lágur og með hanka. Oftast fylgir undirskál kaffibolla. Tebolli er víðari.
  • Fantur: ‛(leir)krukka’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989) er aðeins ítarlegri skýring: ‛(lítil) leirkrukka eða krús (oft notuð sem drykkjarílát á seglskútum)’. Ef skoðuð eru dæmi í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er ekki með góðu móti unnt að sjá hvort fanturinn er með hanka eða ekki. Þó er eitt öruggt dæmi um hankann:
    hann tók fant ofan af snaga og hellti í hann vín.
    Í öðru dæmi sést að gerður er greinarmunur á fanti og krús:
    Sumir höfðu þykkvar leirkrukkur (fanta), aðrir leirkönnur eða járnkönnur emaeleraðar.
    Í þessu dæmi hefði ég talið fantinn hankalausan, líkan sultukrukku. Af dæmunum í Ritmálssafni að merkja var talsvert algengt til sjós að drekka úr föntum. Í ritinu Íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson (II:469) er mynd af drykkjarfanti. Hann virðist nokkuð hár og er hankalaus. Orðið er nú vel þekkt um allt land.
  • Krús: ‛krukka’. Í Íslenskri orðsifjabók ‛drykkjarílát, krukka’. Algengt er að tala um ölkrús eða ölkollu og er þá átt við nokkuð hátt drykkjarílát með hanka. Í Íslenskum sjávarháttum (II:470) er mynd af kaffikrús, öðru nafni kaffihnalli. Enginn hanki er á því íláti.
  • Mál: Hvorki í Íslenskri orðabókÍslenskri orðsifjabók er lýsing á (drykkjar)máli. Upphaflega hefur líklega verið átt við ‛það sem mælt er’. Oftast er mál úr málmi eða plasti og meðal annars notað til að gefa litlum börnum að drekka.

Það má segja um þessi fjögur orð og önnur um drykkjarílát að notkun þeirra er oft einstaklingsbundin og helguð af venju á heimilum eða landsvæðum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er einhver munur á milli orðanna krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.9.2013

Spyrjandi

Dominika Madajczak

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst..“ Vísindavefurinn, 4. september 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65102.

Guðrún Kvaran. (2013, 4. september). Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65102

Guðrún Kvaran. „Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst..“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65102>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.
Árið 1979 birti Höskuldur Þráinsson prófessor grein í tímaritinu Íslenskt mál undir heitinu „Hvað merkir orðið bolli?“ Þar studdist hann við tilraun sem bandaríski málvísindamaðurinn William Labov hafði gert 1973. Hann gerði könnun með því að sýna þátttakendum 28 myndir af einhvers konar drykkjarílátum og spyrja hvað þeir mundu kalla hvert ílát. Þessi könnun verður ekki rakin hér en vísað til hennar um frekari fróðleik. Af henni sést þó að menn voru hreint ekki sammála um hvað kalla skyldi ílátin.

Það má segja um þessi fjögur orð og önnur um drykkjarílát að notkun þeirra er oft einstaklingsbundin og helguð af venju á heimilum eða landsvæðum.

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002) eru skýringarnar á orðunum sem spurt var um þessar:
  • Bolli: ‛drykkjarílát’. Engin frekari skýring fylgdi en nefnt orðið kaffibolli og bollapar. Kaffibolli hygg ég að sé nær alltaf úr gleri eða leir, fremur lágur og með hanka. Oftast fylgir undirskál kaffibolla. Tebolli er víðari.
  • Fantur: ‛(leir)krukka’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989) er aðeins ítarlegri skýring: ‛(lítil) leirkrukka eða krús (oft notuð sem drykkjarílát á seglskútum)’. Ef skoðuð eru dæmi í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er ekki með góðu móti unnt að sjá hvort fanturinn er með hanka eða ekki. Þó er eitt öruggt dæmi um hankann:
    hann tók fant ofan af snaga og hellti í hann vín.
    Í öðru dæmi sést að gerður er greinarmunur á fanti og krús:
    Sumir höfðu þykkvar leirkrukkur (fanta), aðrir leirkönnur eða járnkönnur emaeleraðar.
    Í þessu dæmi hefði ég talið fantinn hankalausan, líkan sultukrukku. Af dæmunum í Ritmálssafni að merkja var talsvert algengt til sjós að drekka úr föntum. Í ritinu Íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson (II:469) er mynd af drykkjarfanti. Hann virðist nokkuð hár og er hankalaus. Orðið er nú vel þekkt um allt land.
  • Krús: ‛krukka’. Í Íslenskri orðsifjabók ‛drykkjarílát, krukka’. Algengt er að tala um ölkrús eða ölkollu og er þá átt við nokkuð hátt drykkjarílát með hanka. Í Íslenskum sjávarháttum (II:470) er mynd af kaffikrús, öðru nafni kaffihnalli. Enginn hanki er á því íláti.
  • Mál: Hvorki í Íslenskri orðabókÍslenskri orðsifjabók er lýsing á (drykkjar)máli. Upphaflega hefur líklega verið átt við ‛það sem mælt er’. Oftast er mál úr málmi eða plasti og meðal annars notað til að gefa litlum börnum að drekka.

Það má segja um þessi fjögur orð og önnur um drykkjarílát að notkun þeirra er oft einstaklingsbundin og helguð af venju á heimilum eða landsvæðum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er einhver munur á milli orðanna krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.
...