Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finnst leir á Íslandi sem hægt er að nota í byggingar?

Sigurður Steinþórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Erlendis er leirkenndur jarðvegur notaður sem byggingarefni. Er hægt að finna leir hér á landi - og þá hvar?
Leir til leirkera- eða tígulsteinagerðar myndast við efnaveðrun á löngum tíma, helst í hlýju og röku loftslagi. Ísland er jarðfræðilega ungt auk þess sem loftslag er fremur svalt. Einnig skófu ísaldarjöklar laus jarðefni sem voru á yfirborði á haf út, þannig að yfirborðslög nú eru öll yngri en 10.000 ára.

Þó finnst slíkur leir á einum stað hérlendis, við Búðardal í Dalasýslu. Þessi leir, svonefndur Búðardalsleir, hefur verið talsvert mikið rannsakaður og notaður dálítið til leirkeragerðar.Um 400.000 ára gamall leir í Eistlandi. Á Íslandi finnst lítill leir þar sem landið er ungt, veðurfar óhagstætt leirmyndun og jöklar hafa skafið laus jarðefni í burt.

Steinda- og efnasamsetning leirsins skiptir miklu máli ef hann á að nýtast og oftast er bætt í hann ýmsum efnum, til dæmis kísli, til að „laga“ samsetningu hans. Þrátt fyrir ýmis tilhlaup hefur Búðardalsleirinn ekki verið nýttur nema í litlum mæli til leirkeragerðar, enda mun innfluttur leir vera tiltölulega ódýr.

Mynd: Clay á Wikipedia, the free encyclopedia

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

4.10.2007

Spyrjandi

Þráinn Bertelsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Finnst leir á Íslandi sem hægt er að nota í byggingar?“ Vísindavefurinn, 4. október 2007, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6829.

Sigurður Steinþórsson. (2007, 4. október). Finnst leir á Íslandi sem hægt er að nota í byggingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6829

Sigurður Steinþórsson. „Finnst leir á Íslandi sem hægt er að nota í byggingar?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2007. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6829>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Finnst leir á Íslandi sem hægt er að nota í byggingar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Erlendis er leirkenndur jarðvegur notaður sem byggingarefni. Er hægt að finna leir hér á landi - og þá hvar?
Leir til leirkera- eða tígulsteinagerðar myndast við efnaveðrun á löngum tíma, helst í hlýju og röku loftslagi. Ísland er jarðfræðilega ungt auk þess sem loftslag er fremur svalt. Einnig skófu ísaldarjöklar laus jarðefni sem voru á yfirborði á haf út, þannig að yfirborðslög nú eru öll yngri en 10.000 ára.

Þó finnst slíkur leir á einum stað hérlendis, við Búðardal í Dalasýslu. Þessi leir, svonefndur Búðardalsleir, hefur verið talsvert mikið rannsakaður og notaður dálítið til leirkeragerðar.Um 400.000 ára gamall leir í Eistlandi. Á Íslandi finnst lítill leir þar sem landið er ungt, veðurfar óhagstætt leirmyndun og jöklar hafa skafið laus jarðefni í burt.

Steinda- og efnasamsetning leirsins skiptir miklu máli ef hann á að nýtast og oftast er bætt í hann ýmsum efnum, til dæmis kísli, til að „laga“ samsetningu hans. Þrátt fyrir ýmis tilhlaup hefur Búðardalsleirinn ekki verið nýttur nema í litlum mæli til leirkeragerðar, enda mun innfluttur leir vera tiltölulega ódýr.

Mynd: Clay á Wikipedia, the free encyclopedia...