
Frostveðrun verður með þeim hætti að vatn seytlar inn í gljúpt berg og þegar vatnið frýs sprengir það bergið vegna þess að ís er rúmmálsmeiri en vatn. Þessi eiginleiki var einmitt notaður fyrrum til þess að kljúfa berg: holur voru meitlaðar í bergið og fylltar vatni, og frostið sá svo um afganginn. Alkunnugt dæmi um frostveðrun má sjá á Alþingishúsinu við Austurvöll þar sem steypan milli grágrýtissteinanna, sem húsið er hlaðið úr, stendur sem hryggir út úr veggnum, en hið gljúpa grágrýti hefur eyðst af völdum frostveðrunar með tímanum. Af hæð hryggjanna má sjá hve mikil þessi veðrun hefur verið síðan húsið var byggt á árunum 1880-81.

- Hvað er vatnsrof?
- Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?
- Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu?
- Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?
- Hvers vegna er sjórinn saltur?
Mynd af frostveðrun á Suðurskautslandinu: West Virginia University - Department of Geology and Geography Mynd af steini í sýru: San Diego State University - Department of Geological Sciences