Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?

Ágúst Kvaran

Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllunum einn á móti tveimur (SiO2). Við hitunina blandast efnin saman á fljótandi formi og koltvíildi rýkur burt (CO2). Því næst er blandan kæld snögglega. Við slíka snöggkælingu ná frumeindir efnisins ekki að raða sér á reglubundinn hátt, sem er forsenda þess að mynda lögulega kristalla. Þess í stað heldur efnið formi vökvans eins og það var fyrir frystingu, sem einkennist af fremur óreglulegri niðurröðun frumeindanna. Gler er því í reynd frystur vökvi, afar seigfljótandi. Til marks um þetta má nefna að stundum sýnast hlutir handan við gamalt rúðugler eða í gömlum spegli vera örlítið óreglulegir, sem er komið til af því að glerið hefir sigið á löngum tíma og orðið ögn misþykkt.

Gler er undirkældur vökvi, það er vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark sitt. Megin uppistaðan í gleri er sandur og efni sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis.

Þegar nánar er að gætt kemur í ljós að niðurröðun frumeindanna í glerinu er ekki fullkomlega óregluleg og að ákveðnar frumeindir hafa náð að hópast saman með reglubundnum hætti. Annars vegar hafa myndast einingar þar sem frumeindir kísils og súrefnis koma fyrir í hlutfallinu einn á móti fjórum og mynda neikvætt hlaðnar jónir, til dæmis SiO44-. Í námunda við slíkar jónir er ætíð að finna jákvætt hlaðnar jónir af natríni og kalsíni (Na+, Ca2+).

Því er eins farið með gler og önnur ólituð gegnsæ efni, til dæmis vatn, að ljós kemst óhindrað gegnum það, andstætt því sem gerist með lituð efni. Hvíta ljósið, sem mannsaugað skynjar, er samsett úr öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum. Glært gler hleypir öllum litunum í gegn, meðan litað gler gerir það ekki. Þannig hleypir til dæmis rautt gler í fallegum kirkjuglugga rauða ljósinu í gegn, en gleypir aðra liti. Slík ljósgleyping er til komin vegna samverkana ljóss og frumeinda efnisins sem verður þess valdandi að ljósorkan yfirfærist á efniseindirnar, sem fá við það aukna orku. Fyrir gegnsæ efni á borð við gler á slík tilfærsla á orku sér hins vegar ekki stað. Litað gler, á hinn bóginn, hefur aðra samsetningu frumeinda og mismunandi eftir lit.

Heimild:

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Árni Ingi Jóhannesson

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=114.

Ágúst Kvaran. (2000, 16. febrúar). Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=114

Ágúst Kvaran. „Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=114>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?
Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllunum einn á móti tveimur (SiO2). Við hitunina blandast efnin saman á fljótandi formi og koltvíildi rýkur burt (CO2). Því næst er blandan kæld snögglega. Við slíka snöggkælingu ná frumeindir efnisins ekki að raða sér á reglubundinn hátt, sem er forsenda þess að mynda lögulega kristalla. Þess í stað heldur efnið formi vökvans eins og það var fyrir frystingu, sem einkennist af fremur óreglulegri niðurröðun frumeindanna. Gler er því í reynd frystur vökvi, afar seigfljótandi. Til marks um þetta má nefna að stundum sýnast hlutir handan við gamalt rúðugler eða í gömlum spegli vera örlítið óreglulegir, sem er komið til af því að glerið hefir sigið á löngum tíma og orðið ögn misþykkt.

Gler er undirkældur vökvi, það er vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark sitt. Megin uppistaðan í gleri er sandur og efni sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis.

Þegar nánar er að gætt kemur í ljós að niðurröðun frumeindanna í glerinu er ekki fullkomlega óregluleg og að ákveðnar frumeindir hafa náð að hópast saman með reglubundnum hætti. Annars vegar hafa myndast einingar þar sem frumeindir kísils og súrefnis koma fyrir í hlutfallinu einn á móti fjórum og mynda neikvætt hlaðnar jónir, til dæmis SiO44-. Í námunda við slíkar jónir er ætíð að finna jákvætt hlaðnar jónir af natríni og kalsíni (Na+, Ca2+).

Því er eins farið með gler og önnur ólituð gegnsæ efni, til dæmis vatn, að ljós kemst óhindrað gegnum það, andstætt því sem gerist með lituð efni. Hvíta ljósið, sem mannsaugað skynjar, er samsett úr öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum. Glært gler hleypir öllum litunum í gegn, meðan litað gler gerir það ekki. Þannig hleypir til dæmis rautt gler í fallegum kirkjuglugga rauða ljósinu í gegn, en gleypir aðra liti. Slík ljósgleyping er til komin vegna samverkana ljóss og frumeinda efnisins sem verður þess valdandi að ljósorkan yfirfærist á efniseindirnar, sem fá við það aukna orku. Fyrir gegnsæ efni á borð við gler á slík tilfærsla á orku sér hins vegar ekki stað. Litað gler, á hinn bóginn, hefur aðra samsetningu frumeinda og mismunandi eftir lit.

Heimild:

...