Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að búa til gler úr íslenskum fjörusandi og hvar er hægt að fá kalsín og natrín á Íslandi?

Sigurður Steinþórsson

Gler er undirkældur vökvi, nefnilega vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark sitt. Þetta efnisform fæst með snöggkælingu á heitum fljótandi efnismassa. Náttúrlegt gler er til dæmis hrafntinna og basaltgler – efni sem myndu kristallast í granófýr/granít og grágrýti/gabbró ef þau kólnuðu niðri í jörðinni.

Sandur er meginuppistaðan í tilbúnu gleri en ekki er sama hvernig efnainnihald sandsins er. Íslenskur fjörusandur er að miklu leyti fínir molar úr basalti. Sandurinn hentar til framleiðslu basaltsglers en tilbúið basaltgler má nota til ýmissa hluta. Basaltgler hentar hins vegar ekki sem rúðugler eða glært gler – þetta sem við eigum venjulega við þegar talað er um gler – væntanlega meðal annars vegna þess hve dökkt það er. Rúðugler er bræddur kísill, SiO2, með ýmsum íblöndunarefnum sem meðal annars lækka bræðslumark þess, en íslenski fjörusandurinn er ekkert sérlega kísilríkur.

Íslenskur fjörusandur hentar ekki vel í glært gler.

Basaltgler er búið til í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Hún hóf starfsemi 1985 og, eins og segir á heimasíðu hennar, var við undirbúning verksmiðjunnar alltaf miðað við að notað yrði rafmagn til bræðslu hráefnanna til þess að nýta mætti svarta fjörusandinn við Sauðárkrók og vatnsafl íslensku fallvatnanna, en nær allar steinullarverksmiðjur nota kol sem orkugjafa og vinna hráefnið úr bergi.

Hér er spurt sérstaklega um kalsín og natrín þar sem nota má þessi efni sem íbótarefni til þess að lækka bræðslumark glers. Kalsín má til dæmis fá úr skeljasandi en natrín þyrfti sennilega að flytja inn þótt salt (NaCl) hafi að vísu verið unnið hér um aldir í litlum mæli úr sjó. Sementsverksmiðjan á Akranesi framleiddi sement með frumlegum og nýstárlegum hætti frá stofnun 1958 þar til framleiðslu var hætt árið 2012. Hráefni voru skeljasandur úr botni Faxaflóa (kalsín) og líparít úr Hvalfirði (kísill). Eftir að járnblendiverksmiðjan í Hvalfirði hóf göngu sína, var kísilryki úr hreinsitækjum verksmiðjunnar bætt í sementið sem þótti bæta gæði þess. Erlendis er sement unnið úr kalksteini og kvartsíti, sem er hreinna hráefni en hin íslensku.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Þar sem það er mjög mikið af sandi á Íslandi, af hverju hefur ekki þróast gleriðnaður á landinu þar sem mér skilst að sandur sé aðalinnihaldið í venjulegu gleri. Er „íslenskur“ sandur ekki nothæfur til glergerðar og ef svo er, af hverju ekki?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

20.2.2013

Spyrjandi

Marteinn Haraldsson, Rúnar Logi Ingólfsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Er hægt að búa til gler úr íslenskum fjörusandi og hvar er hægt að fá kalsín og natrín á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2013, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61576.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 20. febrúar). Er hægt að búa til gler úr íslenskum fjörusandi og hvar er hægt að fá kalsín og natrín á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61576

Sigurður Steinþórsson. „Er hægt að búa til gler úr íslenskum fjörusandi og hvar er hægt að fá kalsín og natrín á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2013. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61576>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að búa til gler úr íslenskum fjörusandi og hvar er hægt að fá kalsín og natrín á Íslandi?
Gler er undirkældur vökvi, nefnilega vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark sitt. Þetta efnisform fæst með snöggkælingu á heitum fljótandi efnismassa. Náttúrlegt gler er til dæmis hrafntinna og basaltgler – efni sem myndu kristallast í granófýr/granít og grágrýti/gabbró ef þau kólnuðu niðri í jörðinni.

Sandur er meginuppistaðan í tilbúnu gleri en ekki er sama hvernig efnainnihald sandsins er. Íslenskur fjörusandur er að miklu leyti fínir molar úr basalti. Sandurinn hentar til framleiðslu basaltsglers en tilbúið basaltgler má nota til ýmissa hluta. Basaltgler hentar hins vegar ekki sem rúðugler eða glært gler – þetta sem við eigum venjulega við þegar talað er um gler – væntanlega meðal annars vegna þess hve dökkt það er. Rúðugler er bræddur kísill, SiO2, með ýmsum íblöndunarefnum sem meðal annars lækka bræðslumark þess, en íslenski fjörusandurinn er ekkert sérlega kísilríkur.

Íslenskur fjörusandur hentar ekki vel í glært gler.

Basaltgler er búið til í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Hún hóf starfsemi 1985 og, eins og segir á heimasíðu hennar, var við undirbúning verksmiðjunnar alltaf miðað við að notað yrði rafmagn til bræðslu hráefnanna til þess að nýta mætti svarta fjörusandinn við Sauðárkrók og vatnsafl íslensku fallvatnanna, en nær allar steinullarverksmiðjur nota kol sem orkugjafa og vinna hráefnið úr bergi.

Hér er spurt sérstaklega um kalsín og natrín þar sem nota má þessi efni sem íbótarefni til þess að lækka bræðslumark glers. Kalsín má til dæmis fá úr skeljasandi en natrín þyrfti sennilega að flytja inn þótt salt (NaCl) hafi að vísu verið unnið hér um aldir í litlum mæli úr sjó. Sementsverksmiðjan á Akranesi framleiddi sement með frumlegum og nýstárlegum hætti frá stofnun 1958 þar til framleiðslu var hætt árið 2012. Hráefni voru skeljasandur úr botni Faxaflóa (kalsín) og líparít úr Hvalfirði (kísill). Eftir að járnblendiverksmiðjan í Hvalfirði hóf göngu sína, var kísilryki úr hreinsitækjum verksmiðjunnar bætt í sementið sem þótti bæta gæði þess. Erlendis er sement unnið úr kalksteini og kvartsíti, sem er hreinna hráefni en hin íslensku.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Þar sem það er mjög mikið af sandi á Íslandi, af hverju hefur ekki þróast gleriðnaður á landinu þar sem mér skilst að sandur sé aðalinnihaldið í venjulegu gleri. Er „íslenskur“ sandur ekki nothæfur til glergerðar og ef svo er, af hverju ekki?

...