
Vafalaust er að hinir miklu graníthleifar meginlandanna urðu til við uppbræðslu í fellingafjöllum, enda þyrfti ókjör af basalti til að mynda svo mikið magn; við „bestu aðstæður“ getur basaltbráð myndað 10% af graníti. Áhugasömum er bent á greinina Myndun meginlandsskorpu í Náttúrufræðingnum 2001 (70. árgangur, s. 165-174). Eins er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til? Mynd: Granite á Wikipedia, the free encyclopedia