Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er granít og hvernig myndast það?

Granít er grófkristallað, kísilríkt (SiO2 = 70%) djúpberg með steindasamsetningu nálægt 25% kvars, 40% alkalífeldspat, 26% plagíóklas og 5-6% bíótít og/eða amfiból.

Granít er helsta bergtegund meginlandsskorpunnar. Lengi voru uppi deilur meðal bergfræðinga um uppruna þess og tókust þar á tvær meginkenningar; annars vegar að það hefði þróast frá basaltbráð með kristöllun, og hins vegar að það væri uppbrætt setberg, myndað í rótum fellingafjalla.

Sams konar skoðanaskipti áttu sér stað hér á landi um uppruna líparítsins (rhyólít) en niðurstaða þeirra deilna virðist vera sú að báðir höfðu rétt fyrir sér. Líparít rekbeltanna, til dæmis í Öskju og Kröflu, myndast við uppbræðslu á vötnuðu basalti en líparít eldstöðva utan rekbeltanna, til dæmis í Öræfajökli og Snæfellsjökli, myndast með kristöllun.Granítdrangurinn Stawamus Chief í Bresku Kólumbíu í Kanada.

Vafalaust er að hinir miklu graníthleifar meginlandanna urðu til við uppbræðslu í fellingafjöllum, enda þyrfti ókjör af basalti til að mynda svo mikið magn; við „bestu aðstæður“ getur basaltbráð myndað 10% af graníti.

Áhugasömum er bent á greinina Myndun meginlandsskorpu í Náttúrufræðingnum 2001 (70. árgangur, s. 165-174). Eins er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?

Mynd: Granite á Wikipedia, the free encyclopedia

Útgáfudagur

3.10.2007

Spyrjandi

Hafliði Halldórsson

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er granít og hvernig myndast það?“ Vísindavefurinn, 3. október 2007. Sótt 19. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6827.

Sigurður Steinþórsson. (2007, 3. október). Hvað er granít og hvernig myndast það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6827

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er granít og hvernig myndast það?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2007. Vefsíða. 19. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6827>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Kort Kristófersson

1978

Gísli Kort Kristófersson er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Hann hefur m.a. rannsakað núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis og vímuefnanotkun íslenskra unglinga.