Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?

Sigurður Steinþórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Hvers vegna er grágrýti mismunandi á milli myndunarstaða?

Storkuberg er annars vegar flokkað eftir efnasamsetningu og hins vegar eftir myndunarháttum. Þannig getur bergkvika sömu samsetningar myndað basaltgler (sem oft ummyndast í móberg), blágrýti, grágrýti og gabbró eftir því hve hröð kólnunin er. Hraðari kólnun þýðir að kristallar í berginu verða minni.

Basaltgler myndast við hraðasta kælingu, oftast í vatni, þannig að engin kristöllun getur átt sér stað. Þeir kristallar, eða dílar, sem þar finnast voru fyrir í bráðinni þegar hún storknaði. Gabbró er hins vegar grófkristallað vegna þess að það storknar djúpt í jörðinni og kristallarnir hafa nægan tíma til að vaxa.

Þarna á milli koma blágrýti og grágrýti. Blágrýti er dulkornótt basalt en storkuberg er dulkornótt ef kristalkornin eru svo smá að þau eru ekki sjáanleg með berum augum. Grágrýti er aftur á móti smákornótt basalt sem þýðir að kristalkornin eru það stór að þau eru greinanleg með berum augum.

Grágrýti (dolerite).

Ísöldin breytti mjög landslagi á Ísland þar sem jöklar surfu djúpa dali niður í blágrýtisstaflann og eldgos undir jökli mynduðu fjöll og hryggi. Fyrir ísöld var landið flatt, og rúmmálsmikil hraun runnu langar leiðir og dreifðust yfir mikil svæði. Tertíeru blágrýtishraunin eru því fremur þunn og þar af leiðandi hraðkæld.

Ólíkt tertíeru blágrýtishraununum, sem runnu yfir flatt land, mynduðu hraunin sem runnu á hlýskeiðum ísaldar dalfyllingar; þau eru þess vegna tiltölulega þykk og kólnuðu þau hægar. Vegna hægari kólnunar hefur kristöllun verið meiri í þessum hraunum og því hefur myndast grágrýti.

Munurinn á grágrýti og blágrýti er því fyrst og fremst afleiðing myndunarhátta, ekki efnasamsetningar.

Það er einkum þrennt sem getur skýrt það að grágrýti er mismunandi eftir myndunarstað; mismunandi landslag (og þar með þykkt hrauna), mismunandi fjarlægð frá gíg og mismunandi samsetning eftir landshlutum.

Varðandi síðastnefnda þáttinn hefur komið í ljós að efnasamsetning basalts er nokkuð mismunandi eftir rekbeltunum. Einnig hefur komið í ljós að efnasamsetning basalts frá þessum tíma (ísöld) á Snæfellsnesi og Suðurlandi er önnur en á rekbeltunum — alkalíbasalt á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum, en lág-alkalíbasalt á rekbeltunum.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

11.12.2002

Síðast uppfært

28.4.2022

Spyrjandi

Þorkell Einarsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2002, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2949.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 11. desember). Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2949

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2002. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2949>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Hvers vegna er grágrýti mismunandi á milli myndunarstaða?

Storkuberg er annars vegar flokkað eftir efnasamsetningu og hins vegar eftir myndunarháttum. Þannig getur bergkvika sömu samsetningar myndað basaltgler (sem oft ummyndast í móberg), blágrýti, grágrýti og gabbró eftir því hve hröð kólnunin er. Hraðari kólnun þýðir að kristallar í berginu verða minni.

Basaltgler myndast við hraðasta kælingu, oftast í vatni, þannig að engin kristöllun getur átt sér stað. Þeir kristallar, eða dílar, sem þar finnast voru fyrir í bráðinni þegar hún storknaði. Gabbró er hins vegar grófkristallað vegna þess að það storknar djúpt í jörðinni og kristallarnir hafa nægan tíma til að vaxa.

Þarna á milli koma blágrýti og grágrýti. Blágrýti er dulkornótt basalt en storkuberg er dulkornótt ef kristalkornin eru svo smá að þau eru ekki sjáanleg með berum augum. Grágrýti er aftur á móti smákornótt basalt sem þýðir að kristalkornin eru það stór að þau eru greinanleg með berum augum.

Grágrýti (dolerite).

Ísöldin breytti mjög landslagi á Ísland þar sem jöklar surfu djúpa dali niður í blágrýtisstaflann og eldgos undir jökli mynduðu fjöll og hryggi. Fyrir ísöld var landið flatt, og rúmmálsmikil hraun runnu langar leiðir og dreifðust yfir mikil svæði. Tertíeru blágrýtishraunin eru því fremur þunn og þar af leiðandi hraðkæld.

Ólíkt tertíeru blágrýtishraununum, sem runnu yfir flatt land, mynduðu hraunin sem runnu á hlýskeiðum ísaldar dalfyllingar; þau eru þess vegna tiltölulega þykk og kólnuðu þau hægar. Vegna hægari kólnunar hefur kristöllun verið meiri í þessum hraunum og því hefur myndast grágrýti.

Munurinn á grágrýti og blágrýti er því fyrst og fremst afleiðing myndunarhátta, ekki efnasamsetningar.

Það er einkum þrennt sem getur skýrt það að grágrýti er mismunandi eftir myndunarstað; mismunandi landslag (og þar með þykkt hrauna), mismunandi fjarlægð frá gíg og mismunandi samsetning eftir landshlutum.

Varðandi síðastnefnda þáttinn hefur komið í ljós að efnasamsetning basalts er nokkuð mismunandi eftir rekbeltunum. Einnig hefur komið í ljós að efnasamsetning basalts frá þessum tíma (ísöld) á Snæfellsnesi og Suðurlandi er önnur en á rekbeltunum — alkalíbasalt á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum, en lág-alkalíbasalt á rekbeltunum.

Mynd: ...