Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á basaltkviku og basískri kviku?

Sigurður Steinþórsson

Basaltkvika merkir bergbráð sem myndar basalt við kólnun. Basísk kvika gæti svo sem merkt nánast hið sama en lýsingarorðið er samt óheppilegt vegna þess að það byggist á misskilningi: fyrrum var litið á bergbráð sem kísilsýrulausn (kísilsýra = H4SiO4) sem ýmist væri „súr“ eða „basísk“ eftir styrk kísils (hlutfalli SiO2) í bráðinni. Svo er sem sagt ekki, enda hefur bergtegundarheitið basalt ekkert með efnafræði að gera heldur er það ævafornt, dregið af egypsku orði, basanos, eins og fram kemur í svari Haraldar Sigurðssonar við spurningunni Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?

Stuðlar geta myndast þegar basaltkvika kólnar.

Í stað hinna annars ágætu íslensku lýsingarorða basískur – ísúr – súr væri því réttara að nota kísilrýr (basaltískur) – kísiljafn (andesískur) – kísilríkur (ríólískur) þótt sannlega séu þau risminni.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

22.1.2013

Spyrjandi

Viktoría Mjöll Snorradóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á basaltkviku og basískri kviku?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2013, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63840.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 22. janúar). Hver er munurinn á basaltkviku og basískri kviku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63840

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á basaltkviku og basískri kviku?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2013. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63840>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á basaltkviku og basískri kviku?
Basaltkvika merkir bergbráð sem myndar basalt við kólnun. Basísk kvika gæti svo sem merkt nánast hið sama en lýsingarorðið er samt óheppilegt vegna þess að það byggist á misskilningi: fyrrum var litið á bergbráð sem kísilsýrulausn (kísilsýra = H4SiO4) sem ýmist væri „súr“ eða „basísk“ eftir styrk kísils (hlutfalli SiO2) í bráðinni. Svo er sem sagt ekki, enda hefur bergtegundarheitið basalt ekkert með efnafræði að gera heldur er það ævafornt, dregið af egypsku orði, basanos, eins og fram kemur í svari Haraldar Sigurðssonar við spurningunni Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?

Stuðlar geta myndast þegar basaltkvika kólnar.

Í stað hinna annars ágætu íslensku lýsingarorða basískur – ísúr – súr væri því réttara að nota kísilrýr (basaltískur) – kísiljafn (andesískur) – kísilríkur (ríólískur) þótt sannlega séu þau risminni.

Mynd:...