Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er efnasamsetning kviku/hrauns?

Sigurður Steinþórsson

Storkuberg er flokkað annars vegar eftir efnasamsetningu og hins vegar kornastærð, það er hraða kristöllunar. Þannig er efnasamsetning basaltglers (til dæmis í móbergi), basalts (blágrýtis), grágrýtis og gabbrós hin sama, en kornastærðin ólík eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Sömuleiðis hafa hrafntinna, líparít og granít eins efnasamsetning en ólíka kornastærð.

Taflan hér að neðan sýnir efnasamsetningu fjögurra gosbergstegunda sem algengar eru hér á landi:

Ólivín-þóleiít(basalt)ÍslandítDasítRhýólít (líparít)
SiO249,261,869,773,2
TiO22,31,30,40,2
Al2O313,315,415,214,0
Fe2O31,32,41,10,6
FeO9,75,81,9 1,7
MgO10,41,80,9 0,4
CaO10,95,02,71,3
Na2O2,24,44,53,9
K2O0,51,63,04,1
P2O50,20,40,10,1

Samkvæmt fornri hefð eru efnin gefin sem þungahlutföll oxíða hinna ýmsu frumefna. Eins og glöggt sést af töflunni er kísill (SiO2) meginuppistaðan í þessum bergtegundum. Styrkur efna eins og FeO, MgO og CaO minnkar með vaxandi kísli en styrkur alkalímálmanna (einkum K2O) eykst. Þægilegt graf til að flokka gosberg er hér að neðan, þar sem Na2O+K2O er varpað móti SiO2 (í prósentum af þunga).

Pc - pikrít basalt S1 - trakýbasalt
B - basaltS2 - basaltískt trakýandesít
O1 - basaltísk íslandítS3 - trakýandesít
O2 - íslandítU1 - basanít
O3 - dasítU2 - fónólít-tefrít
R - rhýólít (líparít)U3 - tefró-fónólít
T - trakýtF - foidít
Ph - fónólít

Bergtegundirnar skiptast í þrjár syrpur: lág-alkalíska (O), alkalíska (S) og há-alkalíska (U). Hér á landi finnast hinar fyrstnefndu tvær, lág-alkalísk á rekbeltunum en alkalísk á Snæfellsnesi og Vestmannaeyjum.

Til frekari fróðleiks má benda á svar sama höfundar við spurningunni Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151?

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.10.2007

Síðast uppfært

8.2.2024

Spyrjandi

Sindri Heiðarsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er efnasamsetning kviku/hrauns?“ Vísindavefurinn, 15. október 2007, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6847.

Sigurður Steinþórsson. (2007, 15. október). Hver er efnasamsetning kviku/hrauns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6847

Sigurður Steinþórsson. „Hver er efnasamsetning kviku/hrauns?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2007. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6847>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er efnasamsetning kviku/hrauns?
Storkuberg er flokkað annars vegar eftir efnasamsetningu og hins vegar kornastærð, það er hraða kristöllunar. Þannig er efnasamsetning basaltglers (til dæmis í móbergi), basalts (blágrýtis), grágrýtis og gabbrós hin sama, en kornastærðin ólík eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Sömuleiðis hafa hrafntinna, líparít og granít eins efnasamsetning en ólíka kornastærð.

Taflan hér að neðan sýnir efnasamsetningu fjögurra gosbergstegunda sem algengar eru hér á landi:

Ólivín-þóleiít(basalt)ÍslandítDasítRhýólít (líparít)
SiO249,261,869,773,2
TiO22,31,30,40,2
Al2O313,315,415,214,0
Fe2O31,32,41,10,6
FeO9,75,81,9 1,7
MgO10,41,80,9 0,4
CaO10,95,02,71,3
Na2O2,24,44,53,9
K2O0,51,63,04,1
P2O50,20,40,10,1

Samkvæmt fornri hefð eru efnin gefin sem þungahlutföll oxíða hinna ýmsu frumefna. Eins og glöggt sést af töflunni er kísill (SiO2) meginuppistaðan í þessum bergtegundum. Styrkur efna eins og FeO, MgO og CaO minnkar með vaxandi kísli en styrkur alkalímálmanna (einkum K2O) eykst. Þægilegt graf til að flokka gosberg er hér að neðan, þar sem Na2O+K2O er varpað móti SiO2 (í prósentum af þunga).

Pc - pikrít basalt S1 - trakýbasalt
B - basaltS2 - basaltískt trakýandesít
O1 - basaltísk íslandítS3 - trakýandesít
O2 - íslandítU1 - basanít
O3 - dasítU2 - fónólít-tefrít
R - rhýólít (líparít)U3 - tefró-fónólít
T - trakýtF - foidít
Ph - fónólít

Bergtegundirnar skiptast í þrjár syrpur: lág-alkalíska (O), alkalíska (S) og há-alkalíska (U). Hér á landi finnast hinar fyrstnefndu tvær, lág-alkalísk á rekbeltunum en alkalísk á Snæfellsnesi og Vestmannaeyjum.

Til frekari fróðleiks má benda á svar sama höfundar við spurningunni Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151?

Mynd:...