Líparít, sem einnig nefnist ljósgrýti (samanber blágrýti og grágrýti), en sumir nefna „rhýólít" eftir enska heitinu, er súrt gosberg. „Gosberg" þýðir að það hefur myndast í eldgosi og þess vegna storknað tiltölulega hratt, en „súrt" merkir að hlutfall kísils (SiO2) í berginu er hærra en 65% af þunga, og oft um 70%...
Storkuberg er flokkað annars vegar eftir efnasamsetningu og hins vegar kornastærð, það er hraða kristöllunar. Þannig er efnasamsetning basaltglers (til dæmis í móbergi), basalts (blágrýtis), grágrýtis og gabbrós hin sama, en kornastærðin ólík eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er mun...
Í stuttu máli eru ekki til neinir „sérstakir íslenskir steinar“ í þeim skilningi að þeir finnist hvergi nema hér. Hins vegar eru nokkrir steinar sem mætti kalla einkennandi fyrir Ísland. Með steinum er hér annars vegar átt við berg (grjót) og hins vegar steindir (steintegundir).
Steind er skilgreind sem krist...
Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að ágætt er að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti?
Það er ekki vitað til þess að pólskipti hafi orðið á sögulegum tíma, og ekki heldur frá lokum ísaldar fyrir um 12 þúsund árum. Það þekktasta af þeim mjög stuttu segulskeiðum sem nú er vit...
Spurningarnar hljóðuðu svona í heild sinni:
Af hverju er Grænihryggur svona grænn á litinn? Af hverju stafar græni liturinn? Hvaða efni eða efnasamband gerir bergið grænt í Grænagili inn í Landmannalaugum?
Grænn litur á bergi bendir oftast til ummyndunar, því steindir sem einkenna ummyndun eru iðulega græna...
Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og raunar á jörðinni allri. Úthafsbotninn er til að mynda að mestu úr basalthrauni og einnig úthafseyjar eins og Ísland. Á meginlöndunum er einnig að finna miklar basaltmyndanir, til dæmis á Indlandi, í Eþíópíu og Síberíu. Basalt finnst einnig víðar í sólkerfinu, til að ...
Líparít eða ljósgrýti kallast rhyolite á ensku. Í seinni tíð er farið að nefna það rhýólít eða ríólít á íslensku vegna þess að hið upprunalega líparít – kísilríkt gosberg á eynni Líparí norðan við Sikiley — hefur aðra efnasamsetningu en hið íslenska.
Líparít er venjulega ljóst á lit, grátt, gulleit eða bleik...
Rúmmál Íslands ofansjávar er um 50.000 km3 þar sem flatarmál landsins er 103.000 km2 og meðalhæð Íslands yfir sjó er um 0,5 km. Framleiðsla gosbergs í eldgosum miðað við síðustu 10.000 ár er hins vegar áætluð um 4,3 km3 á öld. Þetta svarar til þess að 43.000 km3 af gosbergi hafi myndast á milljón árum (m.á.), sem ...
Berg er flokkað eftir myndunarhætti í þrennt: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast úr glóandi bergbráð (1200-700°C), setberg við hörðnun sets (leir, sandur, skeljasandur og svo framvegis) ofarlega í jarðskorpunni, og myndbreytt berg við umkristöllun eldra bergs yfirleitt djúpt í jörðu.
Or...
Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...
Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess.
Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...
Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Í seinni tíð hefur maðurinn að vísu átt stærstan hlut í þeim breytingum sem orðið hafa, en á móti kemur að náttúran hefur haft miklu lengri tíma til sinna verka – og svo mun væntanlega verða í framtíðinni. Við mótun landsins takast ...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!