Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít?

Líparít eða ljósgrýti kallast rhyolite á ensku. Í seinni tíð er farið að nefna það rhýólít eða ríólít á íslensku vegna þess að hið upprunalega líparít – kísilríkt gosberg á eynni Líparí norðan við Sikiley — hefur aðra efnasamsetningu en hið íslenska.

Líparít er venjulega ljóst á lit, grátt, gulleit eða bleikt. Fjöll sem líparít er í bera gjarnan nöfn sem vísa til litarins og má þar nefna Ljósufjöll, Hvítserk og Smjörfjöll. Þó eru til líparítafbrigði sem ekki eru ljósleit, til dæmis hrafntinna sem eins og nafnið gefur til kynna er hrafnsvört. Fjallað er um hrafntinnu í svari Kristjáns Jónassonar við spurningunni Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?Fjallið Hvítserkur milli Húsavíkur og Borgarfjarðar eystri í Norður-Múlasýslu.

Líparít finnst í öllum jarðmyndunum á Íslandi, eingöngu í megineldstöðvum. Magn þess er nokkuð breytilegt eftir landshlutum og er minnst af því á Vestfjörðum. Erlendis finnst líparít í öllum heimsálfum en er að mestu bundið við fellingafjöll meginlandanna. Á úthafseyjum er það fremur sjaldgæft og því er það nokkuð merkilegt að líparít skuli finnast hér á landi. Til dæmis er slíkt berg nánast óþekkt á Hawaii eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?

Nánar má lesa um líparít í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er líparít?

Heimildir og mynd:


Spurningin í heild hljóðar svona:
Hvert er enska nafnið yfir steinategundina líparít? Er hún algeng um allan heim?

Útgáfudagur

2.9.2008

Spyrjandi

Júlía Brynjólfsdóttir

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Tilvísun

EDS og SSt. „Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít?“ Vísindavefurinn, 2. september 2008. Sótt 19. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=31266.

EDS og SSt. (2008, 2. september). Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31266

EDS og SSt. „Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2008. Vefsíða. 19. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31266>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnhildur Óskarsdóttir

1959

Gunnhildur Óskarsdóttir er dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun.