Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar eldfjall er Torfajökull?

Kristján Sæmundsson

Torfajökull á sér ekki hliðstæðu meðal eldfjalla á Íslandi. Hann gýs svo til eingöngu ríólíti. Slík eldfjöll eru stundum nefnd ríólít-eldfjöll, og eru sum af stærstu eldfjöllum jarðar af þeirri gerð. Þau hafa sjaldnast miðlægt gígsvæði, en öskjur eru þar og í þeim verða stórgos með löngu (tugþúsunda-hundruðþúsunda ára) millibili. Síðasta goslota af því tagi varð í Torfajökli fyrir um 70.000 árum. Þessu hefur líkast til verið eins háttað fyrr, og mikil gos myndað stórar, einsleitar einingar eða syrpur er hafa greinst við kortlagningu.

Skýringarmynd sem sýnir Torfajökulskerfið og hraun frá nútíma. Á nútíma hafa gos í Torfajökulsöskjunni orðið vegna kvikuinnrása úr nærliggjandi eldstöðvakerfum.

Eftir síðasta stórgos fóru kvikusendingar frá megineldstöðvum í Vatnajökli að brjótast inn í Torfajökulsöskjuna, og síðan hafa einungis orðið þar smærri gos. Sprungusveimar frá eldstöðvunum í Vatnajökli eru ólíkir. Sá eystri hefur ekki verið virkur eftir ísöld og þar er fátt um misgengi. Honum tilheyra móbergshryggir milli Tungnaár og Skaftár og á Torfajökulssvæðinu suðaustanverðu og sunnan þess. Sá vestari, Bárðarbungusveimurinn, er miklu virkari með fjölda gígaraða og misgengissprungna, auk móbergshryggja. Í báðum sveimunum hafa komið upp blandhraun úr basalti og ríólíti á jöðrum svæðisins og næstum hrein ríólíthraun innar. Að öðru leyti er Torfajökull sjálfstætt eldfjall með líflegri skjálfta- og hveravirkni.

Mynd:

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Kristján Sæmundsson

jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun

Útgáfudagur

21.8.2023

Spyrjandi

Sara B.

Tilvísun

Kristján Sæmundsson. „Hvers konar eldfjall er Torfajökull?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2023, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85388.

Kristján Sæmundsson. (2023, 21. ágúst). Hvers konar eldfjall er Torfajökull? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85388

Kristján Sæmundsson. „Hvers konar eldfjall er Torfajökull?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2023. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85388>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar eldfjall er Torfajökull?
Torfajökull á sér ekki hliðstæðu meðal eldfjalla á Íslandi. Hann gýs svo til eingöngu ríólíti. Slík eldfjöll eru stundum nefnd ríólít-eldfjöll, og eru sum af stærstu eldfjöllum jarðar af þeirri gerð. Þau hafa sjaldnast miðlægt gígsvæði, en öskjur eru þar og í þeim verða stórgos með löngu (tugþúsunda-hundruðþúsunda ára) millibili. Síðasta goslota af því tagi varð í Torfajökli fyrir um 70.000 árum. Þessu hefur líkast til verið eins háttað fyrr, og mikil gos myndað stórar, einsleitar einingar eða syrpur er hafa greinst við kortlagningu.

Skýringarmynd sem sýnir Torfajökulskerfið og hraun frá nútíma. Á nútíma hafa gos í Torfajökulsöskjunni orðið vegna kvikuinnrása úr nærliggjandi eldstöðvakerfum.

Eftir síðasta stórgos fóru kvikusendingar frá megineldstöðvum í Vatnajökli að brjótast inn í Torfajökulsöskjuna, og síðan hafa einungis orðið þar smærri gos. Sprungusveimar frá eldstöðvunum í Vatnajökli eru ólíkir. Sá eystri hefur ekki verið virkur eftir ísöld og þar er fátt um misgengi. Honum tilheyra móbergshryggir milli Tungnaár og Skaftár og á Torfajökulssvæðinu suðaustanverðu og sunnan þess. Sá vestari, Bárðarbungusveimurinn, er miklu virkari með fjölda gígaraða og misgengissprungna, auk móbergshryggja. Í báðum sveimunum hafa komið upp blandhraun úr basalti og ríólíti á jöðrum svæðisins og næstum hrein ríólíthraun innar. Að öðru leyti er Torfajökull sjálfstætt eldfjall með líflegri skjálfta- og hveravirkni.

Mynd:

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi....