Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?

Sigurður Steinþórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar?

Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjórum ríólíthraunum[1] sem runnu innan Torfajökuls-öskjunnar í stórgosi árið 877 – gosinu sem myndaði landnámslagið svonefnda.[2]

Hrafntinna í Landmannalaugum.

Eins og fram kemur í spurningunni myndar hröð storknun bergbráðar gler, hrafntinnu í tilviki kísilríkrar kviku. Gler telst vera undirkældur vökvi, það er vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark (kristöllunarmark) efnisins. Flókin efnasamsetning bergbráðar gerir það að verkum að kristöllun kallar á talsverðan hreyfanleika frumefnanna í bráðinni því hinar ýmsu steindir geta þurft að „sækja“ nauðsynleg efni í kristalgrind sína út fyrir nánasta umhverfi sitt. Þar kemur inn í dæmið seigja bráðarinnar sem ræðst af hitastigi, efnasamsetningu (til dæmis hlutfalli kísils) og uppleystu vatni í henni. Á dýpi er ríólítbráð tiltölulega vatnsrík og sæmilega þunnfljótandi en við afvötnun eykst seigjan og jafnframt minnkar hreyfanleiki frumefnanna í kvikunni þannig að kristallar myndast ekki þrátt fyrir allháan hita.

Tilvísanir:
  1. ^ Orðið ríólít, íslenskun enska orðsins rhyolite, er í seinni tíð notað fyrir kísilríkt gosberg á Íslandi í stað hins gamalkunna líparíts. Íslenskt storkuberg tilheyrir þóleísku bergsyrpunni sem einkennir gliðnunarsvæði jarðar, en storkuberg á Líparí-eyjum (í Tyrrenahafi norðan við Sikiley) hins vegar kalk-alkalínu syrpunni sem einkennir niðurstreymisbeltin.
  2. ^ Um árið 877 sjá svar við spurningunni Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

19.9.2023

Spyrjandi

Unnur Sveinsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?“ Vísindavefurinn, 19. september 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85351.

Sigurður Steinþórsson. (2023, 19. september). Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85351

Sigurður Steinþórsson. „Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85351>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar?

Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjórum ríólíthraunum[1] sem runnu innan Torfajökuls-öskjunnar í stórgosi árið 877 – gosinu sem myndaði landnámslagið svonefnda.[2]

Hrafntinna í Landmannalaugum.

Eins og fram kemur í spurningunni myndar hröð storknun bergbráðar gler, hrafntinnu í tilviki kísilríkrar kviku. Gler telst vera undirkældur vökvi, það er vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark (kristöllunarmark) efnisins. Flókin efnasamsetning bergbráðar gerir það að verkum að kristöllun kallar á talsverðan hreyfanleika frumefnanna í bráðinni því hinar ýmsu steindir geta þurft að „sækja“ nauðsynleg efni í kristalgrind sína út fyrir nánasta umhverfi sitt. Þar kemur inn í dæmið seigja bráðarinnar sem ræðst af hitastigi, efnasamsetningu (til dæmis hlutfalli kísils) og uppleystu vatni í henni. Á dýpi er ríólítbráð tiltölulega vatnsrík og sæmilega þunnfljótandi en við afvötnun eykst seigjan og jafnframt minnkar hreyfanleiki frumefnanna í kvikunni þannig að kristallar myndast ekki þrátt fyrir allháan hita.

Tilvísanir:
  1. ^ Orðið ríólít, íslenskun enska orðsins rhyolite, er í seinni tíð notað fyrir kísilríkt gosberg á Íslandi í stað hins gamalkunna líparíts. Íslenskt storkuberg tilheyrir þóleísku bergsyrpunni sem einkennir gliðnunarsvæði jarðar, en storkuberg á Líparí-eyjum (í Tyrrenahafi norðan við Sikiley) hins vegar kalk-alkalínu syrpunni sem einkennir niðurstreymisbeltin.
  2. ^ Um árið 877 sjá svar við spurningunni Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?

Mynd:...