Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja.
Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun.
Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er tal...
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvaða áhrif hefði eldgos í Bláfjöllum á höfuðborgarsvæðið?
Ef eldgos kæmi upp í Bláfjöllum myndi það að öllum líkindum tengjast basískri kviku en það er sú bráð sem alla jafna myndar hraun og litla gosmekki. Ætla má að í byrjun yrði gosið öflugt sem gæti leitt til þess að flugu...
Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar.
Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir.
Kortið gefur góða mynd af...
Hraunrennsli frá Eyjafjallajökli sem næði niður að Seljalandsfossi kæmi helst úr gossprungum vestan til á þessu eldstöðvakerfi, vestan jökulhettunnar, en þar hefur ekki gosið í mörg þúsund ár og engin merki eru um að kvika sé að leita þangað. Hraun úr gosi á þeim slóðum, ef til kæmi, gæti breytt árfarvegi og fossi...
Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C.
Ólík...
Í heild var spurningin svona:Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan.
Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið e...
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið?
Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...
Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni.
Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...
Til að byrja með er rétt að fjalla aðeins um jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis. Berggrunnur á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins myndaðist í eldgosum sem urðu á hlýskeiðum ísaldar. Það þýðir að þau eru öll eldri en 11 þúsund ára gömul. Frá lokum ísaldar hafa nokkur hraun runnið um svæði á höfuðborgarsvæðinu sem nú...
Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...
Í heild hljóðaði spurningin svona:Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar?
Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjóru...
Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen....
Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði).
Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...
Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan.
Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það get...
Til að svara þessari spurningu er vænlegast að skoða jarðfræðikort (mynd). Þar eru sýnd gosbelti landsins og innan þeirra hraun runnin eftir ísöld, með yngri hraun frá því eftir landnám merkt sérstaklega. Bæja, það er þéttbýliskjarna, sem byggðir eru á hrauni er þarna að leita.
Gosbelti á Íslandi og hraun runnin...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!