Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu?

Ármann Höskuldsson

Hér er einnig svar við spurningunni:
Hvaða áhrif hefði eldgos í Bláfjöllum á höfuðborgarsvæðið?

Ef eldgos kæmi upp í Bláfjöllum myndi það að öllum líkindum tengjast basískri kviku en það er sú bráð sem alla jafna myndar hraun og litla gosmekki. Ætla má að í byrjun yrði gosið öflugt sem gæti leitt til þess að flugumferð í kringum Reykjavík og Keflavík myndi stöðvast um sinn. Fljótlega drægi þó úr gosinu og hraun færi að renna.

Bláfjöll.

Væri um lítið gos að ræða myndu hraun ekki geta teygt sig inn á Reykjavíkursvæðið en hugsanlega yrðu einhver landspjöll í Heiðmörk. Líklegt má telja að skíðasvæðið í Bláfjöllum yrði fyrir einhverjum skakkaföllum, en við erum jú vön því að komast ekki alltaf á skíði vegna veðurs, svo að það getur ekki talist alvarlegt. Hins vegar myndi leggja yfir Reykjavík mikinn og sterkan brennisteinsþef af gosstöðvunum ef vindar blésu af Bláfjöllum og til Reykjavíkur. Í slíkum veðrum mætti einnig gera ráð fyrir einhverju öskufalli, þó í litlum mæli yrði.

Hraun gætu eingöngu náð inn á Reykjavíkursvæðið í stærri eldgosum og kæmu þau þá annað hvort niður Elliðaárdal eða rynnu niður í Hafnarfjörð. Raunar er yngsta hverfi Hafnarfjarðar, næst álverinu í Straumsvík, byggt á 1000 ára gömlu hrauni. Því má ljóst vera að ef hraun færi inn í Reykjavík yrði skaðinn ekki mikill heldur frekar óþægindi. Rynni hraunið hins vegar til Hafnarfjarðar gæti orðið einhver skaði í nýju hverfunum þar og á iðnaðarsvæðinu.

Líklegast er þó að eldgos í Bláfjöllum yrði stórfenglegt „ferðamannagos“ og myndi auka verulega ferðamannastraum til höfuðborgasvæðisins.

Mynd:

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

1.10.2003

Spyrjandi

Sigríður Jónsdóttir
Anton Örn Sandholt, f. 1993

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu?“ Vísindavefurinn, 1. október 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3767.

Ármann Höskuldsson. (2003, 1. október). Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3767

Ármann Höskuldsson. „Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3767>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri höfuðborgarsvæðið í hættu ef gos hefst í Bláfjöllum? Hvaða svæði væru í mestri hættu?
Hér er einnig svar við spurningunni:

Hvaða áhrif hefði eldgos í Bláfjöllum á höfuðborgarsvæðið?

Ef eldgos kæmi upp í Bláfjöllum myndi það að öllum líkindum tengjast basískri kviku en það er sú bráð sem alla jafna myndar hraun og litla gosmekki. Ætla má að í byrjun yrði gosið öflugt sem gæti leitt til þess að flugumferð í kringum Reykjavík og Keflavík myndi stöðvast um sinn. Fljótlega drægi þó úr gosinu og hraun færi að renna.

Bláfjöll.

Væri um lítið gos að ræða myndu hraun ekki geta teygt sig inn á Reykjavíkursvæðið en hugsanlega yrðu einhver landspjöll í Heiðmörk. Líklegt má telja að skíðasvæðið í Bláfjöllum yrði fyrir einhverjum skakkaföllum, en við erum jú vön því að komast ekki alltaf á skíði vegna veðurs, svo að það getur ekki talist alvarlegt. Hins vegar myndi leggja yfir Reykjavík mikinn og sterkan brennisteinsþef af gosstöðvunum ef vindar blésu af Bláfjöllum og til Reykjavíkur. Í slíkum veðrum mætti einnig gera ráð fyrir einhverju öskufalli, þó í litlum mæli yrði.

Hraun gætu eingöngu náð inn á Reykjavíkursvæðið í stærri eldgosum og kæmu þau þá annað hvort niður Elliðaárdal eða rynnu niður í Hafnarfjörð. Raunar er yngsta hverfi Hafnarfjarðar, næst álverinu í Straumsvík, byggt á 1000 ára gömlu hrauni. Því má ljóst vera að ef hraun færi inn í Reykjavík yrði skaðinn ekki mikill heldur frekar óþægindi. Rynni hraunið hins vegar til Hafnarfjarðar gæti orðið einhver skaði í nýju hverfunum þar og á iðnaðarsvæðinu.

Líklegast er þó að eldgos í Bláfjöllum yrði stórfenglegt „ferðamannagos“ og myndi auka verulega ferðamannastraum til höfuðborgasvæðisins.

Mynd:...