Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?

Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen. Þessar steindir (kristallar) mynda gjarna díla í dökku basaltinu; ólivín er græn-gulur, pýroxen dökkgrænn og plagíóklas glær eða hvítur.Hraunið sem kemur upp í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi er alkalí-ólivín-basalt.

Alkalí-ólivín-basalt er um 1200°C heitt í gosrásinni og getur runnið í helluhraun og myndað hrauntraðir þar sem framleiðslan er mikil. Þar sem aðrennsli er lítið kólnar kvikan nokkuð í gosstrókum eða í gígnum og byrjar að storkna þannig að hraunin verða úfin apalhraun. Alkalí-ólivín-basalt gýs oft á stuttum sprungum og þar myndast gjarna gjallgígar. Gígurinn Grábrók í Borgarfirði er dæmi um slíkan gjallgíg.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Veðurstofa Íslands © Ólafur Sigurjónsson. Sótt 24. 3. 2010.


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvernig hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi? T.d. basískt eða súrt, helluhraun eða apalhraun?

Útgáfudagur

26.3.2010

Spyrjandi

Guðjón Reykdal Óskarsson

Höfundur

Níels Óskarsson

sérfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans

Tilvísun

Níels Óskarsson. „Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2010. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=55798.

Níels Óskarsson. (2010, 26. mars). Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55798

Níels Óskarsson. „Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2010. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55798>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.