Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?

Sigurður Steinþórsson

Í heild var spurningin svona:
Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan.

Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið er ~2200 ára gamalt, um 60 km langt og því meðal lengri hraunstrauma á landinu. Skýringin á því að hraun geti runnið svo langa leið án þess að „frjósa“ er meðal annars sú að þau renna að mestu „neðanjarðar“: varma-einangrandi skorpa myndast næstum samstundis ofan á yfirborði glóandi hraunbráðarinnar og þykknar smám saman uns fast yfirborð eða þak hefur myndast sem bráðin streymir undir. Aðstreymi kvikunnar að framrás hraunsins fer þannig fram eftir vel einöngruðum pípulaga göngum eða æðum sem með tímanum geta setið eftir sem hraunhellar.

Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni.

Hraundrýli myndast við það að glóðheit eldfjallagufa sem losnar úr bráðinni, streymir með miklum hraða upp um gat á þaki hraunrásarinnar og ber með sér kvikuflyksur sem límast í kringum opið og byggja upp drýlið. Munurinn á myndun hraundrýla og hinna velþekktu gervigíga er sá, að hin fyrrnefndu hlaðast upp úr kvikuflygsum knúðum af eldfjallagufu en hin síðarnefndu af vatnsgufu.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

4.4.2022

Spyrjandi

Marika Sochorová

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2022. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82636.

Sigurður Steinþórsson. (2022, 4. apríl). Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82636

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2022. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82636>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?
Í heild var spurningin svona:

Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan.

Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið er ~2200 ára gamalt, um 60 km langt og því meðal lengri hraunstrauma á landinu. Skýringin á því að hraun geti runnið svo langa leið án þess að „frjósa“ er meðal annars sú að þau renna að mestu „neðanjarðar“: varma-einangrandi skorpa myndast næstum samstundis ofan á yfirborði glóandi hraunbráðarinnar og þykknar smám saman uns fast yfirborð eða þak hefur myndast sem bráðin streymir undir. Aðstreymi kvikunnar að framrás hraunsins fer þannig fram eftir vel einöngruðum pípulaga göngum eða æðum sem með tímanum geta setið eftir sem hraunhellar.

Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni.

Hraundrýli myndast við það að glóðheit eldfjallagufa sem losnar úr bráðinni, streymir með miklum hraða upp um gat á þaki hraunrásarinnar og ber með sér kvikuflyksur sem límast í kringum opið og byggja upp drýlið. Munurinn á myndun hraundrýla og hinna velþekktu gervigíga er sá, að hin fyrrnefndu hlaðast upp úr kvikuflygsum knúðum af eldfjallagufu en hin síðarnefndu af vatnsgufu.

Mynd:...