Sólin Sólin Rís 04:48 • sest 22:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:07 • Sest 22:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:30 • Síðdegis: 16:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:35 • Síðdegis: 23:14 í Reykjavík

Hvernig myndast hraundrýli?

Sigurður Steinþórsson

Hraundrýli – hornito á máli eldfjallafræðinnar – eru nokkurs konar strompar eða strýtur í kringum göt í þaki hraunrása. Hraundrýli myndast við það að lofttegundir, sem losna úr bráðinni, streyma út um gatið með miklum hraða og bera með sér hraunflyksur sem límast í kringum loftrásina.Hraundrýli hjá Kröflu, til samanburðar er Bryndís Brandsdóttir vísindamaður á jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ.

Hraundrýli geta verið allhá og mjó, eða lægri og gildvaxnari, og stundum mynda þau röð yfir hraunrás sem undir er. Lesa má um hraunrásir í svari saman höfundar við spurningunni Hvernig myndast hraunhellar?

Hraundrýli eru algeng á hraundyngjum, til dæmis í Surtsey og á Selvogsheiði. Tröllabörn í Lækjarbotnum í Kópavogi eru líka gott dæmi um hraundrýli. Tröllabörn voru í eina tíð notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Landsvæði umhverfis Tröllabörn og þar með talið hraundrýlin sjálf var friðlýst sem náttúruvætti árið 1983.

Mynd: Lamont-Doherty Earth Observatory.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

1.10.2003

Spyrjandi

Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, f. 1986

Efnisorð

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast hraundrýli?“ Vísindavefurinn, 1. október 2003. Sótt 5. ágúst 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=3768.

Sigurður Steinþórsson. (2003, 1. október). Hvernig myndast hraundrýli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3768

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast hraundrýli?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2003. Vefsíða. 5. ágú. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3768>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast hraundrýli?
Hraundrýli – hornito á máli eldfjallafræðinnar – eru nokkurs konar strompar eða strýtur í kringum göt í þaki hraunrása. Hraundrýli myndast við það að lofttegundir, sem losna úr bráðinni, streyma út um gatið með miklum hraða og bera með sér hraunflyksur sem límast í kringum loftrásina.Hraundrýli hjá Kröflu, til samanburðar er Bryndís Brandsdóttir vísindamaður á jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ.

Hraundrýli geta verið allhá og mjó, eða lægri og gildvaxnari, og stundum mynda þau röð yfir hraunrás sem undir er. Lesa má um hraunrásir í svari saman höfundar við spurningunni Hvernig myndast hraunhellar?

Hraundrýli eru algeng á hraundyngjum, til dæmis í Surtsey og á Selvogsheiði. Tröllabörn í Lækjarbotnum í Kópavogi eru líka gott dæmi um hraundrýli. Tröllabörn voru í eina tíð notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Landsvæði umhverfis Tröllabörn og þar með talið hraundrýlin sjálf var friðlýst sem náttúruvætti árið 1983.

Mynd: Lamont-Doherty Earth Observatory....