Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er hraun og hvað er kvika?

Sigurður Steinþórsson

Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði).

Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess) um efnið niðri í jörðinni. Þegar efnið (mínus gosgufur) fer að renna á yfirborði, og eins þegar það er storkið, þá köllum við það hraun.

Bergkvika myndast við bráðnun bergs í möttli (basalt) og skorpu (ríólít) jarðar. Efnasamsetning hennar er mjög mismunandi eftir myndunarstað, en algengustu tegundir bráða innihalda 45-75% SiO2 og myndast við 1200-700°C á 100-3ja km dýpi í jörðinni.

Hraun (e. lava flow) merkir einkum breiðu eða lag af storknu bergi, en einnig ó- eða hálfstorknuð hraunbráð. Orðið höfðu landnámsmenn með sér frá Noregi þar sem það mun merkja grjóturð eða berghlaup, samanber Hraun í Öxnadal. Í Noregi eru engar eldstöðvar og Íslendingar yfirfærðu orðið til nýrrar merkingar eins og sést af frægum orðum Snorra goða frá Helgafelli á Þingvöllum árið 1000: „Um hvað reiddust goðin þá, er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Setningin sýnir að Íslendingar skildu snemma tilurð hrauna í eldgosum.

Dæmi um kviku og hraun: Kvikan í Surtseyjargosinu 1963-67 myndaðist við bráðnun í jarðmöttlinum undir Íslandi. Á leið til yfirborðsins kólnaði kvikan nokkuð og breytti ögn um efnasamsetningu við kristöllun ólivíns. Efnasamsetning við gosop mældist 46,5% SiO2 og um 1% gosgufur (mest vatn og CO2). Mestur hluti gosgufanna rauk út í andrúmsloftið þannig að í storknuðu berginu var aðeins um 0,1% vatn. Framan af gosinu, meðan sjór flæddi inn í gíginn, hraðkólnaði kvikan og myndaði sigðlaga eyju úr salla af basaltgleri. Í apríl 1964 lokaðist gígurinn og hraun tók að renna sem hlóð smám saman upp hraundyngju. Kvikan rann undir yfirborði í rásum frá gígnum í átt til sjávar og kólnaði nokkuð og kristallaðist á leiðinni: Hiti kvikunnar í gígnum mældist 1150-1160°C en í hraunlænum nær sjó um 1130°C.

Mynd:

Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona:
  • Hvað er hraun?
  • Hvað er kvika? Hver er skilgreining á kviku? Hvaðan kemur hún, hvernig myndast hún og hvernig birtist hún okkur?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

11.9.2013

Spyrjandi

Hekla, Stefán Jón Pétursson, Erla Hulda

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er hraun og hvað er kvika?“ Vísindavefurinn, 11. september 2013. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63785.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 11. september). Hvað er hraun og hvað er kvika? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63785

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er hraun og hvað er kvika?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2013. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63785>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hraun og hvað er kvika?
Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði).

Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess) um efnið niðri í jörðinni. Þegar efnið (mínus gosgufur) fer að renna á yfirborði, og eins þegar það er storkið, þá köllum við það hraun.

Bergkvika myndast við bráðnun bergs í möttli (basalt) og skorpu (ríólít) jarðar. Efnasamsetning hennar er mjög mismunandi eftir myndunarstað, en algengustu tegundir bráða innihalda 45-75% SiO2 og myndast við 1200-700°C á 100-3ja km dýpi í jörðinni.

Hraun (e. lava flow) merkir einkum breiðu eða lag af storknu bergi, en einnig ó- eða hálfstorknuð hraunbráð. Orðið höfðu landnámsmenn með sér frá Noregi þar sem það mun merkja grjóturð eða berghlaup, samanber Hraun í Öxnadal. Í Noregi eru engar eldstöðvar og Íslendingar yfirfærðu orðið til nýrrar merkingar eins og sést af frægum orðum Snorra goða frá Helgafelli á Þingvöllum árið 1000: „Um hvað reiddust goðin þá, er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Setningin sýnir að Íslendingar skildu snemma tilurð hrauna í eldgosum.

Dæmi um kviku og hraun: Kvikan í Surtseyjargosinu 1963-67 myndaðist við bráðnun í jarðmöttlinum undir Íslandi. Á leið til yfirborðsins kólnaði kvikan nokkuð og breytti ögn um efnasamsetningu við kristöllun ólivíns. Efnasamsetning við gosop mældist 46,5% SiO2 og um 1% gosgufur (mest vatn og CO2). Mestur hluti gosgufanna rauk út í andrúmsloftið þannig að í storknuðu berginu var aðeins um 0,1% vatn. Framan af gosinu, meðan sjór flæddi inn í gíginn, hraðkólnaði kvikan og myndaði sigðlaga eyju úr salla af basaltgleri. Í apríl 1964 lokaðist gígurinn og hraun tók að renna sem hlóð smám saman upp hraundyngju. Kvikan rann undir yfirborði í rásum frá gígnum í átt til sjávar og kólnaði nokkuð og kristallaðist á leiðinni: Hiti kvikunnar í gígnum mældist 1150-1160°C en í hraunlænum nær sjó um 1130°C.

Mynd:

Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona:
  • Hvað er hraun?
  • Hvað er kvika? Hver er skilgreining á kviku? Hvaðan kemur hún, hvernig myndast hún og hvernig birtist hún okkur?
...