Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju er möttull jarðar?

Sigurður Steinþórsson

Möttull jarðar er úr ýmsum samböndum kísils, magnesíns, kalsíns, áls, járns og fleiri frumefna við súrefni.

Þótt enginn hafi séð jarðmöttulinn höfum við ýmsa vitneskju um hann. Við þekkjum eðlismassa jarðar og hljóðhraða jarðskjálftabylgna um jarðmöttulinn. Við höfum haft í höndunum brot úr möttlinum sem berast stundum til yfirborðsins með hraunkviku. Við vitum að basalt myndast þegar bergið í efstu 100 km möttulsins bráðnar og víða í fellingafjöllum eru jarðmyndanir sem nefnast „ófíólít“ og eru hlunkar af hafsbotnsskorpu og efsta hluta möttulsins.

Auk þess fela hugmyndir manna um uppruna jarðarinnar í sér að meðalsamsetning hennar sé líkust loftsteinategund sem nefnist „kondrítar“. Samkvæmt þessu er efri hluti möttulsins gerður úr ólivíni (Mg2SiO4), pýroxeni (MgSiO3 og CaMgSi2O6) og spínli (MgAl2O4), neðar hvarfast spínillinn í granat (Mg3Al2Si3O12) vegna þrýstingsins, og enn þá neðar taka aðrar háþrýstisteindir við.

Af þessu sést að helstu efni í möttli jarðar, fyrir utan súrefni (O), eru kísill (Si), magnesín (Mg), kalsín (Ca) og ál (Al), en að auki er verulegt járn (Fe) í flestum þessara steinda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

21.6.2000

Spyrjandi

Lena Snorradóttir, f. 1987

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Úr hverju er möttull jarðar?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2000, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=560.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 21. júní). Úr hverju er möttull jarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=560

Sigurður Steinþórsson. „Úr hverju er möttull jarðar?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2000. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=560>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er möttull jarðar?
Möttull jarðar er úr ýmsum samböndum kísils, magnesíns, kalsíns, áls, járns og fleiri frumefna við súrefni.

Þótt enginn hafi séð jarðmöttulinn höfum við ýmsa vitneskju um hann. Við þekkjum eðlismassa jarðar og hljóðhraða jarðskjálftabylgna um jarðmöttulinn. Við höfum haft í höndunum brot úr möttlinum sem berast stundum til yfirborðsins með hraunkviku. Við vitum að basalt myndast þegar bergið í efstu 100 km möttulsins bráðnar og víða í fellingafjöllum eru jarðmyndanir sem nefnast „ófíólít“ og eru hlunkar af hafsbotnsskorpu og efsta hluta möttulsins.

Auk þess fela hugmyndir manna um uppruna jarðarinnar í sér að meðalsamsetning hennar sé líkust loftsteinategund sem nefnist „kondrítar“. Samkvæmt þessu er efri hluti möttulsins gerður úr ólivíni (Mg2SiO4), pýroxeni (MgSiO3 og CaMgSi2O6) og spínli (MgAl2O4), neðar hvarfast spínillinn í granat (Mg3Al2Si3O12) vegna þrýstingsins, og enn þá neðar taka aðrar háþrýstisteindir við.

Af þessu sést að helstu efni í möttli jarðar, fyrir utan súrefni (O), eru kísill (Si), magnesín (Mg), kalsín (Ca) og ál (Al), en að auki er verulegt járn (Fe) í flestum þessara steinda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...