Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að sjá súrefni?

Emelía Eiríksdóttir

Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er skilyrði fyrir bruna.

Súrefni í vökvaham.

Súrefni er í gasham fyrir ofan -183°C, í storkuham fyrir neðan -219°C og í vökvaham á milli þessara tveggja hitastiga. Í gasham er súrefni lit-, lyktar- og bragðlaust. Súrefni í gasham er því ósýnilegt eins og aðrar litlausar gastegundir. Þess vegna tökum við ekki beint eftir því að súrefni umlykur okkur á hverjum degi, en um 21% af lofthjúpi jarðar er súrefni.

Súrefni í vökva- og storkuham greinum við þó auðveldlega rétt eins og aðra fljótandi og frosna vökva. Fljótandi og frosið súrefni er fölblátt að lit eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Það fer því eftir ástandi súrefnis hvort við skynjum það með augunum.

Eðlismassi súrefnis í gasham (við 0°C og eina loftþyngd) er 1,429 g/l og á vökvaformi (við -183°C) 1141 g/l. Það eru því um 798 sinnum fleiri súrefnissameindir í einum lítra af fljótandi súrefni en í einum lítra af súrefni í gasham.

Heimildir og mynd:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvað er súrefni?
  • Hver er eðlismassi fljótandi súrefnis? Hvað er 1 lítri af súrefni þungur?

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.10.2010

Síðast uppfært

6.9.2021

Spyrjandi

Hannes Hauksson, Jóhannes Ari, Rúna Jóhannsdóttir, Hafrún Hlín Magnúsdóttir, Lilja Björk, Lovísa Lúðvíksdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að sjá súrefni?“ Vísindavefurinn, 22. október 2010, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21734.

Emelía Eiríksdóttir. (2010, 22. október). Er hægt að sjá súrefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21734

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að sjá súrefni?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2010. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21734>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að sjá súrefni?
Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er skilyrði fyrir bruna.

Súrefni í vökvaham.

Súrefni er í gasham fyrir ofan -183°C, í storkuham fyrir neðan -219°C og í vökvaham á milli þessara tveggja hitastiga. Í gasham er súrefni lit-, lyktar- og bragðlaust. Súrefni í gasham er því ósýnilegt eins og aðrar litlausar gastegundir. Þess vegna tökum við ekki beint eftir því að súrefni umlykur okkur á hverjum degi, en um 21% af lofthjúpi jarðar er súrefni.

Súrefni í vökva- og storkuham greinum við þó auðveldlega rétt eins og aðra fljótandi og frosna vökva. Fljótandi og frosið súrefni er fölblátt að lit eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Það fer því eftir ástandi súrefnis hvort við skynjum það með augunum.

Eðlismassi súrefnis í gasham (við 0°C og eina loftþyngd) er 1,429 g/l og á vökvaformi (við -183°C) 1141 g/l. Það eru því um 798 sinnum fleiri súrefnissameindir í einum lítra af fljótandi súrefni en í einum lítra af súrefni í gasham.

Heimildir og mynd:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvað er súrefni?
  • Hver er eðlismassi fljótandi súrefnis? Hvað er 1 lítri af súrefni þungur?
...