Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?

Sigurður Steinþórsson

Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C.

Ólíkt þessum efnum er hraunkvika blanda af mörgum efnum og því hefur hún ekki eitt skilgreint bræðslumark heldur storknar eða kristallast yfir langt hitabil, stundum stærra en 100°C. Sem dæmi má taka Búðahraun á Snæfellsnesi: fyrstu kristallar (ólivín og ágít) byrjuðu að falla út við 1210°C, þriðji kristall (plagíóklas) bættist við um 1190°C, en fullstorkið var hraunið ekki fyrr en við 1117°C.

Hraunkvika er blanda af mörgum efnum og því hefur hún ekki eitt skilgreint bræðslumark heldur storknar eða kristallast yfir langt hitabil. Horft yfir Búðahraun á Snæfellsnesi.

Burtséð frá þessu er hraun orðið að "hörðum steini" löngu áður en það er fullstorkið. Reynslan er sú að hörð skorpa myndast á glóandi hrauni eftir fáeinar sekúndur og fljótlega er hægt að ganga á hrauninu á góðum skóm vegna þess hve slæmur varmaleiðari (eða góður einangrari) berg er. Varminn frá 1200 stiga heitri kviku streymir sem sagt hægt út gegnum storknuðu skorpuna.

Storknun tekur þannig mjög mislangan tíma eftir ytri aðstæðum: Gjóska (eldfjallaaska, gjall og vikur) kólnar á fáeinum sekúndum, ekki síst ef gosið verður í vatni eða undir jökli. Hraun verða að "hörðum steini" á skömmum tíma þótt glóðin geti varað í 10 ár inni í hrauninu, eins og gerðist í Eldfellshrauninu í Vestmannaeyjum þar sem varminn í hrauninu var nýttur til húshitunar í áratug. Kvika sem er djúpt niðri í jörðinni tekur aldir að storkna.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

29.1.2002

Síðast uppfært

14.6.2021

Spyrjandi

Elías Þorsteinn Elíasson,
Færeyjum

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2002, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2079.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 29. janúar). Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2079

Sigurður Steinþórsson. „Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2002. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2079>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?
Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C.

Ólíkt þessum efnum er hraunkvika blanda af mörgum efnum og því hefur hún ekki eitt skilgreint bræðslumark heldur storknar eða kristallast yfir langt hitabil, stundum stærra en 100°C. Sem dæmi má taka Búðahraun á Snæfellsnesi: fyrstu kristallar (ólivín og ágít) byrjuðu að falla út við 1210°C, þriðji kristall (plagíóklas) bættist við um 1190°C, en fullstorkið var hraunið ekki fyrr en við 1117°C.

Hraunkvika er blanda af mörgum efnum og því hefur hún ekki eitt skilgreint bræðslumark heldur storknar eða kristallast yfir langt hitabil. Horft yfir Búðahraun á Snæfellsnesi.

Burtséð frá þessu er hraun orðið að "hörðum steini" löngu áður en það er fullstorkið. Reynslan er sú að hörð skorpa myndast á glóandi hrauni eftir fáeinar sekúndur og fljótlega er hægt að ganga á hrauninu á góðum skóm vegna þess hve slæmur varmaleiðari (eða góður einangrari) berg er. Varminn frá 1200 stiga heitri kviku streymir sem sagt hægt út gegnum storknuðu skorpuna.

Storknun tekur þannig mjög mislangan tíma eftir ytri aðstæðum: Gjóska (eldfjallaaska, gjall og vikur) kólnar á fáeinum sekúndum, ekki síst ef gosið verður í vatni eða undir jökli. Hraun verða að "hörðum steini" á skömmum tíma þótt glóðin geti varað í 10 ár inni í hrauninu, eins og gerðist í Eldfellshrauninu í Vestmannaeyjum þar sem varminn í hrauninu var nýttur til húshitunar í áratug. Kvika sem er djúpt niðri í jörðinni tekur aldir að storkna.

Mynd: