
Hiti kvikunnar þegar hún streymir upp á yfirborð jarðar fer eftir efnasamsetningu hennar. Þannig eru basalthraun, en þau eru basísk og algengasta gerð hrauna á Íslandi, yfirleitt á bilinu 1150 – 1250 gráðu heit þegar þau ná til yfirborðs jarðar. Kvika sem inniheldur meira kísilmagn (og er því súrari) er kaldari þegar hún berst upp á yfirborð. Sem dæmi má nefna að andesít, sem er ísúrt berg, er á bilinu 900-1050 gráðu heitt og súra kvikan sem líparít myndast úr er talin vera á bilinu 800-900 gráðu heit. Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um eldgos, til dæmis:
- Hvað er eldgos? eftir Ármann Höskuldsson
- Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini? eftir Sigurð Steinþórsson
- Af hverju eru eldgos svona heit? eftir Sigurð Steinþórsson
- Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus? eftir Sigurð Steinþórsson
- Ari Trausti Guðmundsson. 1986. Íslandseldar. Reykjavík: Vaka-Helgafell
- Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning
- Volcano World
- Mynd: Iceland.is
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, fær bestu þakkir fyrir góðar ábendingar við gerð þessa svars.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.