Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað er eldgos heitt?

EDS

Efnasamsetning gosefna er gjarnan notuð til að flokka bergkvikuna sem kemur upp í eldgosum og gosbergið sem til verður þegar hún storknar á yfirborð jarðar. Þannig er talað um basíska, ísúra eða súra kviku og/eða storkuberg. Ræður þar mestu kísilsýrumagn kvikunnar eða bergsins, sem er lægst í basísku bergi og hæst í súru bergi.

Hiti bergkvikunnar sem kemur upp í eldgosum fer eftir efnasamsetningu hennar. Basalthraun eru algengustu hraun á Íslandi, þau eru yfirleitt á bilinu 1150 – 1250 gráðu heit þegar þau ná til yfirborðs jarðar.

Hiti kvikunnar þegar hún streymir upp á yfirborð jarðar fer eftir efnasamsetningu hennar. Þannig eru basalthraun, en þau eru basísk og algengasta gerð hrauna á Íslandi, yfirleitt á bilinu 1150 – 1250 gráðu heit þegar þau ná til yfirborðs jarðar. Kvika sem inniheldur meira kísilmagn (og er því súrari) er kaldari þegar hún berst upp á yfirborð. Sem dæmi má nefna að andesít, sem er ísúrt berg, er á bilinu 900-1050 gráðu heitt og súra kvikan sem líparít myndast úr er talin vera á bilinu 800-900 gráðu heit.

Heimildir og mynd:


Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, fær bestu þakkir fyrir góðar ábendingar við gerð þessa svars.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.10.2006

Spyrjandi

Sindri Ingimundarson, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hvað er eldgos heitt?“ Vísindavefurinn, 2. október 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6230.

EDS. (2006, 2. október). Hvað er eldgos heitt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6230

EDS. „Hvað er eldgos heitt?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6230>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er eldgos heitt?
Efnasamsetning gosefna er gjarnan notuð til að flokka bergkvikuna sem kemur upp í eldgosum og gosbergið sem til verður þegar hún storknar á yfirborð jarðar. Þannig er talað um basíska, ísúra eða súra kviku og/eða storkuberg. Ræður þar mestu kísilsýrumagn kvikunnar eða bergsins, sem er lægst í basísku bergi og hæst í súru bergi.

Hiti bergkvikunnar sem kemur upp í eldgosum fer eftir efnasamsetningu hennar. Basalthraun eru algengustu hraun á Íslandi, þau eru yfirleitt á bilinu 1150 – 1250 gráðu heit þegar þau ná til yfirborðs jarðar.

Hiti kvikunnar þegar hún streymir upp á yfirborð jarðar fer eftir efnasamsetningu hennar. Þannig eru basalthraun, en þau eru basísk og algengasta gerð hrauna á Íslandi, yfirleitt á bilinu 1150 – 1250 gráðu heit þegar þau ná til yfirborðs jarðar. Kvika sem inniheldur meira kísilmagn (og er því súrari) er kaldari þegar hún berst upp á yfirborð. Sem dæmi má nefna að andesít, sem er ísúrt berg, er á bilinu 900-1050 gráðu heitt og súra kvikan sem líparít myndast úr er talin vera á bilinu 800-900 gráðu heit.

Heimildir og mynd:


Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, fær bestu þakkir fyrir góðar ábendingar við gerð þessa svars....