Sólin Sólin Rís 03:05 • sest 23:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:00 • Sest 10:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:32 í Reykjavík

Hvað er frumstæð kvika og hvað er þróuð kvika?

Snæbjörn Guðmundsson og JGÞ

Þegar jarðfræðingar tala um frumstæða kviku merkir það einfaldlega að efnasamsetning kvikunnar gefi til kynna að hún hafi borist af miklu dýpi án þess að staldra við í jarðskorpunni á leið sinni upp á yfirborðið.

Þróuð kvika er síðan andstæðan, það er kvika sem hefur stöðvast um hríð á nokkru dýpi í jarðskorpunni og myndað þar kvikuhólf. Kvikuhólf geta verið misstór og á mismiklu dýpi og ef kvikan liggur lengi í þeim án þess að berast upp á yfirborðið getur efnasamsetningin smám saman breyst. Kvikan getur til dæmis aðskilið sig, svolítið eins og mjólk sem skilur sig í undanrennu og rjóma, og hún getur einnig brætt berg út frá sér. Þegar það gerist bætast iðulega önnur frumefni við kvikuna. Við þessi ferli er kvikan sögð hafa þróast.

Basaltið sem kemur upp í Geldingadölum er mun frumstæðara heldur en mestallt basalt sem komið hefur upp á Reykjanesskaga síðustu þúsundir ára. Helsta efnafræðilega einkenni frumstæðrar kviku er hátt hlutfall frumefnisins magnesíns. Litlir flöskugrænir dílar í hrauni nefnast ólivín og þeir eru að miklu leyti úr magnesíni. Á hraunmolanum á myndinni sem er úr Geldingadölum má vel greina ólivín.

Berg í möttli jarðar hefur aðra samsetningu en megnið af jarðskorpunni. Þess vegna er mögulegt að sjá á efnasamsetningu hrauna hversu skyld þau eru möttulberginu neðan við jarðskorpuna. Helsta efnafræðilega einkenni frumstæðrar kviku er hátt hlutfall frumefnisins magnesíns, en ókjör eru af því í möttlinum. Önnur frumefni kvikunnar eru einnig í ólíkum hlutföllum eftir því hvort kvika er frumstæð eða þróuð.

Oft er hægt að sjá magnesín í hraunmolum ef rýnt er í þá. Kristallar, sem skera sig úr gráleitum hraunmassanum, eru kallaðir dílar. Litlir flöskugrænir dílar í hrauni nefnast ólivín[1] og þeir eru að miklu leyti úr magnesíni. Sjáist þeir í bergi er það góð vísbending um að kvikan hafi verið frumstæð.

Hitastig kviku þegar hún kemur upp á yfirborðið er einnig vísbending um hversu frumstæð eða þróuð hún er. Á ferðalagi sínu upp á yfirborðið kólnar kvika. Kvika sem hefur dvalið lengur í jarðskorpunni getur kólnað meira en kvika sem berst hraðar upp á yfirborðið. Frumstæð kvika er því yfirleitt heitari en þróuð kvika.

Tilvísun:
  1. ^ Heitið er dregið af litnum. Ólivín er ólífugrænt að lit.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Sæmundi Ara Halldórssyni, fræðimanni við Jarðvísindastofnun HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Spurningu Guðlaugar er hér svarað að hluta.

Höfundar

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.4.2021

Spyrjandi

Guðlaug

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson og JGÞ. „Hvað er frumstæð kvika og hvað er þróuð kvika?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2021. Sótt 9. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=81497.

Snæbjörn Guðmundsson og JGÞ. (2021, 8. apríl). Hvað er frumstæð kvika og hvað er þróuð kvika? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81497

Snæbjörn Guðmundsson og JGÞ. „Hvað er frumstæð kvika og hvað er þróuð kvika?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2021. Vefsíða. 9. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81497>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er frumstæð kvika og hvað er þróuð kvika?
Þegar jarðfræðingar tala um frumstæða kviku merkir það einfaldlega að efnasamsetning kvikunnar gefi til kynna að hún hafi borist af miklu dýpi án þess að staldra við í jarðskorpunni á leið sinni upp á yfirborðið.

Þróuð kvika er síðan andstæðan, það er kvika sem hefur stöðvast um hríð á nokkru dýpi í jarðskorpunni og myndað þar kvikuhólf. Kvikuhólf geta verið misstór og á mismiklu dýpi og ef kvikan liggur lengi í þeim án þess að berast upp á yfirborðið getur efnasamsetningin smám saman breyst. Kvikan getur til dæmis aðskilið sig, svolítið eins og mjólk sem skilur sig í undanrennu og rjóma, og hún getur einnig brætt berg út frá sér. Þegar það gerist bætast iðulega önnur frumefni við kvikuna. Við þessi ferli er kvikan sögð hafa þróast.

Basaltið sem kemur upp í Geldingadölum er mun frumstæðara heldur en mestallt basalt sem komið hefur upp á Reykjanesskaga síðustu þúsundir ára. Helsta efnafræðilega einkenni frumstæðrar kviku er hátt hlutfall frumefnisins magnesíns. Litlir flöskugrænir dílar í hrauni nefnast ólivín og þeir eru að miklu leyti úr magnesíni. Á hraunmolanum á myndinni sem er úr Geldingadölum má vel greina ólivín.

Berg í möttli jarðar hefur aðra samsetningu en megnið af jarðskorpunni. Þess vegna er mögulegt að sjá á efnasamsetningu hrauna hversu skyld þau eru möttulberginu neðan við jarðskorpuna. Helsta efnafræðilega einkenni frumstæðrar kviku er hátt hlutfall frumefnisins magnesíns, en ókjör eru af því í möttlinum. Önnur frumefni kvikunnar eru einnig í ólíkum hlutföllum eftir því hvort kvika er frumstæð eða þróuð.

Oft er hægt að sjá magnesín í hraunmolum ef rýnt er í þá. Kristallar, sem skera sig úr gráleitum hraunmassanum, eru kallaðir dílar. Litlir flöskugrænir dílar í hrauni nefnast ólivín[1] og þeir eru að miklu leyti úr magnesíni. Sjáist þeir í bergi er það góð vísbending um að kvikan hafi verið frumstæð.

Hitastig kviku þegar hún kemur upp á yfirborðið er einnig vísbending um hversu frumstæð eða þróuð hún er. Á ferðalagi sínu upp á yfirborðið kólnar kvika. Kvika sem hefur dvalið lengur í jarðskorpunni getur kólnað meira en kvika sem berst hraðar upp á yfirborðið. Frumstæð kvika er því yfirleitt heitari en þróuð kvika.

Tilvísun:
  1. ^ Heitið er dregið af litnum. Ólivín er ólífugrænt að lit.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Sæmundi Ara Halldórssyni, fræðimanni við Jarðvísindastofnun HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Spurningu Guðlaugar er hér svarað að hluta....