
Í öðru lagi myndast súr kvika með því að snúa þessu ferli við, það er með því að bræða upp kristallað berg. Í því tilviki losnar fyrst um þau efni sem síðast gengu inn í kristalla við hlutkristöllun. Komið hefur í ljós við rannsóknir á Íslandi að þetta ferli er mun afkastameira en hlutkristöllunarferlið og mest af því súra bergi sem að finnst hér á landi er myndað við uppbræðslu á kristölluðu bergi. Það berg sem brætt er upp á Íslandi er þó ekki hreint basalt þar sem jarðhitavirknin hefur breytt samsetningu þess og þar með lækkað bræðslumarkið. Þetta gerir það að verkum að minni orku þarf til að bræða það upp en hefðbundið basalt. Varminn sem þarf til að bræða bergið kemur frá basískri kviku sem að treðst inn í jarðskorpuna. Frekari fróðuleikur á Vísindavefnu:
- Hvað er eldgos? eftir Ármann Höskuldsson
- Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hver er efnasamsetning kviku/hrauns? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi? eftir Sigurð Steinþórsson
- Af hverju eru eldgos svona heit? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvað er eldgos heitt? eftir EDS