Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu þykk er jarðskorpan?

Ysti hluti jarðarinnar kallast jarðskorpa. Þykkt hennar er á bilinu 6-40 km, eftir stöðum á jörðinni. Meðalþykkt hennar er um 17 km sem er um það bil 0,2% af geisla (radíus) jarðar sem er 6370 km.


Mynd sem sýnir gerð jarðarinnar með tölum til hliðsjónar

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar? er munurinn á jarðskorpu og jarðmöttli útskýrður. Þar segir meðal annars:
Mörk jarðskorpu og jarðmöttuls eru skilgreind með svonefndum móhoróvicic-mörkum eða „móhó“ (eftir króatíska jarðskjálftafræðingnum A. Mohorovicic, 1857-1936), þar sem hljóðhraði jarðskjálftabylgna eykst skyndilega. Við mörkin verður stökkbreyting í efnasamsetningu: Jarðmöttullinn kallast útbasískur, hafsbotnsskorpan basísk og meginlandsskorpan ísúr eða súr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Kort Þórsson, f. 1997

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Hversu þykk er jarðskorpan?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=59157.

JGÞ. (2011, 1. apríl). Hversu þykk er jarðskorpan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59157

JGÞ. „Hversu þykk er jarðskorpan?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59157>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.