Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus?

Sigurður Steinþórsson

Ágæt spurning, en svarið er nei – ekkert tómarúm myndast. Reyndar er til merk regla í jarðfræðinni sem segir: Náttúran þolir ekki tómarúm (á ensku: Nature abhors vacuum).

Kannski mætti líkja eldstöð við vatnsfyllta blöðru sem hleypt er úr: rúmmál blöðrunnar minnkar sem svarar vatnstapinu en blaðran er jafnfull eftir sem áður; ekkert tómarúm myndast. Fyrir eldgos tútna eldstöðvar út við það að kvika safnast í rætur þeirra en hníga saman í eldgosinu; þetta má sjá með á ýmsum jarðeðlisfræðilegum mælingum – nýleg dæmi eru Krafla 1974-85 og Eyjafjallajökull 2010. Öðrum eldgosum, eins og Öskjugosinu 1875, mætti líkja við vatnsfyllta blöðru sem springur, en í því gosi myndaðist ketilsig (askja) þegar þak kvikuþróar í eldstöðinni brast og féll niður jafnframt því sem kvikan sem fyrir var þeyttist út. Þar en nú Öskjuvatn.

Öskjur myndast þegar þak kvikuþróar fellur niður.

En hvaðan kemur þá kvikan inn í rætur eldstöðvanna? Undir Íslandi rís heitt möttulefni djúpt úr iðrum jarðar – möttulstrókur nefnist það. Bræðslumark flestra efna lækkar með lækkandi þrýstingi og á um 100 km dýpi undir landinu byrjar efni möttulstróksins að bráðna. Strókurinn rís áfram og heldur áfram að bráðna, þannig að á endanum hafa 25-30% af basaltkviku bráðnað úr honum. Basaltbráðin, sem er eðlisléttari en móðurefnið, leitar jafnóðum í átt til yfirborðsins og safnast saman undir eða í jarðskorpunni, en hið kristallaða efni sem eftir varð sígur saman sem svarar bráðinni sem hvarf.

Talið er að möttulstrókurinn undir Íslandi hafi verið virkur í meira en 60 milljón ár þannig að kvikuframleiðslan má kallast endalaus.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

3.6.2011

Síðast uppfært

1.4.2021

Spyrjandi

Kristófer Ólafsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2011, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56540.

Sigurður Steinþórsson. (2011, 3. júní). Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56540

Sigurður Steinþórsson. „Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2011. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56540>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus?
Ágæt spurning, en svarið er nei – ekkert tómarúm myndast. Reyndar er til merk regla í jarðfræðinni sem segir: Náttúran þolir ekki tómarúm (á ensku: Nature abhors vacuum).

Kannski mætti líkja eldstöð við vatnsfyllta blöðru sem hleypt er úr: rúmmál blöðrunnar minnkar sem svarar vatnstapinu en blaðran er jafnfull eftir sem áður; ekkert tómarúm myndast. Fyrir eldgos tútna eldstöðvar út við það að kvika safnast í rætur þeirra en hníga saman í eldgosinu; þetta má sjá með á ýmsum jarðeðlisfræðilegum mælingum – nýleg dæmi eru Krafla 1974-85 og Eyjafjallajökull 2010. Öðrum eldgosum, eins og Öskjugosinu 1875, mætti líkja við vatnsfyllta blöðru sem springur, en í því gosi myndaðist ketilsig (askja) þegar þak kvikuþróar í eldstöðinni brast og féll niður jafnframt því sem kvikan sem fyrir var þeyttist út. Þar en nú Öskjuvatn.

Öskjur myndast þegar þak kvikuþróar fellur niður.

En hvaðan kemur þá kvikan inn í rætur eldstöðvanna? Undir Íslandi rís heitt möttulefni djúpt úr iðrum jarðar – möttulstrókur nefnist það. Bræðslumark flestra efna lækkar með lækkandi þrýstingi og á um 100 km dýpi undir landinu byrjar efni möttulstróksins að bráðna. Strókurinn rís áfram og heldur áfram að bráðna, þannig að á endanum hafa 25-30% af basaltkviku bráðnað úr honum. Basaltbráðin, sem er eðlisléttari en móðurefnið, leitar jafnóðum í átt til yfirborðsins og safnast saman undir eða í jarðskorpunni, en hið kristallaða efni sem eftir varð sígur saman sem svarar bráðinni sem hvarf.

Talið er að möttulstrókurinn undir Íslandi hafi verið virkur í meira en 60 milljón ár þannig að kvikuframleiðslan má kallast endalaus.

Mynd:...