Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?

Sigríður Magnea Óskarsdóttir

Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Haukur Jóhannesson, 1985). Hann hefur ýtt upp miklum jökulgörðum framan við jökulsporðinn en í dag er þar allstórt jökullón.

Þegar Eyjafjallajökull gaus síðast var Gígjökull mun stærri en hann er í dag en Einar Sighvatsson segir í Sýslu- og sóknarlýsingum um Þórsmörk og nálæga afrétti að jökullinn hafi náð upp að ofangreindum jökulöldum. Stuttu seinna hafi hann hopað svo mikið að jökullón hafi myndast framan við jökulsporðinn líkt og þar er að finna í dag (Einar Sighvatsson 1968, bls. 75).



Eyjafjallajökull, Gígjökull og lónið úr honum fremst. Myndin er tekin 30. mars 2010.

Gossprungukerfi Eyjafjallajökuls er um 5 km á lengd, frá vestri til austurs, og nær frá Markarfljóti austur í Mýrdalsjökul (Haukur Jóhannesson, 1985). Gjósi í öskju fjallsins má vænta jökulhlaupa niður Gígjökul (Falljökul) eins og átti sér stað í gosinu 1821-23. Gos annars staðar undir jöklinum geta valdið hlaupum niður hlíðar hans á öðrum stöðum. Athygli vekur að sprungukerfið hefur stefnuna A-V eins og í Tindfjöllum en önnur eldstöðvakerfi í kring eins og Hekla og Katla liggja í SV-NA. Því er talið að A-V stefnan í Eyjafjallajökli og Tindfjöllum sé tengd Suðurlandsbrotabeltinu sem nær frá Hengli austur í Heklu og hefur A-V stefnu (Haukur Jóhannesson, 1985).

Áður en fór að gjósa í Eyjafjallajökli í apríl 2010 gaus þar síðast árin 1821-1823 og hófst það gos að kvöldi 19. desember árið 1821. Í Klausturpóstinum frá árinu 1822 (3. árg.) kemur fram að það kvöld hafi leiftranir í heiðríkju sést og að daginn eftir, það er þann 20. desember, hafi „lítill, bólstraður, hvítleitur skýflóki“ sést yfir toppi Eyjafjallajökuls sem stækkaði og dökknaði er frá leið en veður var lygnt og heiðskírt. Fyrstu daga gossins uxu vötn sem falla úr Eyjafjallajökli og í jöklinum heyrðust miklir dynkir líkt og hann væri að springa. Frá 21.-27. desember 1821 stækkaði mökkurinn og lagði undan NA-átt. Mikið öskufall varð undir V-Eyjafjöllum og í A-Landeyjum en minna í Hvolhreppi og Oddasókn (Klausturpósturinn, 1822). Frá janúar og fram í júní árið 1822 bar lítið á gosinu, lítil flóð komu í Markarfljót en ollu engu tjóni allt þar til gosið jók kraftinn á ný þann 26. júlí 1822. Var gosið frekar kraftmikið enda barst gjóska allt vestur á Seltjarnarnes.

Enn sjást greinileg brot í landslagið í Landeyjum þar sem hlaupið hefur farið yfir og má því ætla að það hafi verið nokkuð stórt (Gunnar Orri Gröndal og Sverrir Elefsen, 2005). Ein besta heimild og lýsing á hlaupinu finnst í ritinu Um forn örnefni, goðorðaskipun og fornmenjar í Rangárþingi eftir Pál Sigurðsson í Árkvörn og segir þar meðal annars:

Þegar Eyjafjallajökull brann árið 1822, þá kom vatnsflóð með nokkru jökulhlaupi út úr falljökli Jökulsár, sem liggr innan við Lánganes,[...]. Flóð þetta fyllti upp allan Þverár farveg og alla Markarfljóts farvegi forna og nýja, en þegar landið breiðkaði og framar kom, þá fór það ekki yfir jörð svo teljanda væri, eða til skaða, og eptir hérumbil þrjá tíma, eða eina eykt frá því að flóðið steig hæst, fór það að smá-réna aptr. Eptir að flóð þetta var þverrað, voru jökulstykki feiknastór á aurunum neðan undir vestanverðu Steinsholti, og kríngum jökulsá, og þiðnuðu þau ekki upp á næstu tveimr árum. (bls. 555)

Af lýsingu Páls að dæma urðu ekki miklar skemmdir af völdum hlaupsins og var þær helst að finna í Markarfljótsdalnum sjálfum eða við mynni hans. Hins vegar virðast ísjakar hafa fylgt hlaupinu enda var Gígjökull þá mun stærri en í dag, en hann náði alveg að stærstu jökulöldunni (Einar Sighvatsson 1968, bls. 75).

Árið 2005 var stærsta hlaupið úr Gígjökli kortlagt með aðstoð forritsins Matlab (Sigríður Magnea Óskarsdóttir, 2005). Samkvæmt líkani sem byggist á kortum af flóðasvæðinu í mælikvarðanum 1:50.000, og lýsingum á útbreiðslu hlaupsins í heimildum, fór hlaupvatn yfir 172 km2 svæði á Markarfljótsaurum og í Landeyjum. Þrátt fyrir að hlaupið hafi kaffært allar eyrar á Markarfljótsaurum og fyllt „alla farvegi Markarfljóts, forna og nýja“ í Landeyjum olli það furðulega litlu tjóni á graslendi og engu tjóni á búsmala og mönnum. Hið síðara skýrist meðal annars af því hve hægt hlaupið óx.



Útbreiðsla hlaupsins úr Gígjökli 1822.

Mælingar á farvegum hlaupsins í Landeyjum benda til að hámarksrennsli hafi gæti hafa náð 12.000-29.000 m3/s. Vatnsdýpi á Markarfljótsaurum hefði þá verið um 0,9-1,7 m. Ósamræmi, sem við fyrstu sýn virðist vera milli heimilda og mælinga um hversu hátt hlaupvatnið fór í innanverðri Fljótshlíð við Barkarstaði og Fljótsdal, stafar af óljósu og/eða fornu orðalagi heimildar, fremur en skekkju í kortum og mælingum.

Hins vegar eru menn sammála um að hlaup af þessari stærðargráðu myndi fara yfir núverandi varnargarða á Markarfljótsaurum. Í ljósi yfirstandandi atburða má telja að hlaupið sem varð 15. apríl 2010 hafi verið minna en hlaupið 1822 þar sem varnargarðarnir virðast, sem betur fer, hafa haldið hlaupinu í skefjum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Einar Sighvatsson, Um Þórsmörk og nálægar afréttir, Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839-1845, 1856 og 1872-1873, Rangárvallasýsla. Rangæingafélagið í Reykjavík, 1968. Bls. 75. 284 bls.
  • Gunnar Orri Gröndal og Sverrir Elefsen, 2005.: Farvegir Markarfljóts í Landeyjum og rennsli jökulhlaupsins 1822. Í: Magnús Tumi Guðmundsson og Ágúst Gunnar Gylfason (ritstjórar). Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. Reykjavík. Ríkislögreglustjórinn og Háskólaútgáfan. Kafli V, 105-111.
  • Haukur Jóhannesson, 1985.: Um endasleppu hraunin undir Eyjafjöllum og jökla síðasta jökulskeiðs. Jökull No. 35. Jöklarannsóknafélag Íslands. Bls. 83-84.
  • Magnús Stephensen, Klausturpósturinn, 5.árg. 1822.
  • Páll Sigurðsson (1808-1873). 1886. Um forn örnefni, goðorðaskipun og fornmenjar í Rángárþíngi. Safn til sögu Íslands II:498-557.
  • Sigríður Magnea Óskarsdóttir, 2005. Kortlagning jökulhlaups úr Gígjökli vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli 1821-23. Lokaverkefni frá Háskóla Íslands, landafræði. 44 bls.
  • Mynd: Veðurstofa Íslands. Ljósmyndari: Baldur Sveinsson.
  • Kort: Veðurstofa Íslands.


Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi.

Höfundur

sérfræðingur á sviði vatnafræði hjá Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

20.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigríður Magnea Óskarsdóttir. „Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2010, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56021.

Sigríður Magnea Óskarsdóttir. (2010, 20. apríl). Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56021

Sigríður Magnea Óskarsdóttir. „Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2010. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56021>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?
Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Haukur Jóhannesson, 1985). Hann hefur ýtt upp miklum jökulgörðum framan við jökulsporðinn en í dag er þar allstórt jökullón.

Þegar Eyjafjallajökull gaus síðast var Gígjökull mun stærri en hann er í dag en Einar Sighvatsson segir í Sýslu- og sóknarlýsingum um Þórsmörk og nálæga afrétti að jökullinn hafi náð upp að ofangreindum jökulöldum. Stuttu seinna hafi hann hopað svo mikið að jökullón hafi myndast framan við jökulsporðinn líkt og þar er að finna í dag (Einar Sighvatsson 1968, bls. 75).



Eyjafjallajökull, Gígjökull og lónið úr honum fremst. Myndin er tekin 30. mars 2010.

Gossprungukerfi Eyjafjallajökuls er um 5 km á lengd, frá vestri til austurs, og nær frá Markarfljóti austur í Mýrdalsjökul (Haukur Jóhannesson, 1985). Gjósi í öskju fjallsins má vænta jökulhlaupa niður Gígjökul (Falljökul) eins og átti sér stað í gosinu 1821-23. Gos annars staðar undir jöklinum geta valdið hlaupum niður hlíðar hans á öðrum stöðum. Athygli vekur að sprungukerfið hefur stefnuna A-V eins og í Tindfjöllum en önnur eldstöðvakerfi í kring eins og Hekla og Katla liggja í SV-NA. Því er talið að A-V stefnan í Eyjafjallajökli og Tindfjöllum sé tengd Suðurlandsbrotabeltinu sem nær frá Hengli austur í Heklu og hefur A-V stefnu (Haukur Jóhannesson, 1985).

Áður en fór að gjósa í Eyjafjallajökli í apríl 2010 gaus þar síðast árin 1821-1823 og hófst það gos að kvöldi 19. desember árið 1821. Í Klausturpóstinum frá árinu 1822 (3. árg.) kemur fram að það kvöld hafi leiftranir í heiðríkju sést og að daginn eftir, það er þann 20. desember, hafi „lítill, bólstraður, hvítleitur skýflóki“ sést yfir toppi Eyjafjallajökuls sem stækkaði og dökknaði er frá leið en veður var lygnt og heiðskírt. Fyrstu daga gossins uxu vötn sem falla úr Eyjafjallajökli og í jöklinum heyrðust miklir dynkir líkt og hann væri að springa. Frá 21.-27. desember 1821 stækkaði mökkurinn og lagði undan NA-átt. Mikið öskufall varð undir V-Eyjafjöllum og í A-Landeyjum en minna í Hvolhreppi og Oddasókn (Klausturpósturinn, 1822). Frá janúar og fram í júní árið 1822 bar lítið á gosinu, lítil flóð komu í Markarfljót en ollu engu tjóni allt þar til gosið jók kraftinn á ný þann 26. júlí 1822. Var gosið frekar kraftmikið enda barst gjóska allt vestur á Seltjarnarnes.

Enn sjást greinileg brot í landslagið í Landeyjum þar sem hlaupið hefur farið yfir og má því ætla að það hafi verið nokkuð stórt (Gunnar Orri Gröndal og Sverrir Elefsen, 2005). Ein besta heimild og lýsing á hlaupinu finnst í ritinu Um forn örnefni, goðorðaskipun og fornmenjar í Rangárþingi eftir Pál Sigurðsson í Árkvörn og segir þar meðal annars:

Þegar Eyjafjallajökull brann árið 1822, þá kom vatnsflóð með nokkru jökulhlaupi út úr falljökli Jökulsár, sem liggr innan við Lánganes,[...]. Flóð þetta fyllti upp allan Þverár farveg og alla Markarfljóts farvegi forna og nýja, en þegar landið breiðkaði og framar kom, þá fór það ekki yfir jörð svo teljanda væri, eða til skaða, og eptir hérumbil þrjá tíma, eða eina eykt frá því að flóðið steig hæst, fór það að smá-réna aptr. Eptir að flóð þetta var þverrað, voru jökulstykki feiknastór á aurunum neðan undir vestanverðu Steinsholti, og kríngum jökulsá, og þiðnuðu þau ekki upp á næstu tveimr árum. (bls. 555)

Af lýsingu Páls að dæma urðu ekki miklar skemmdir af völdum hlaupsins og var þær helst að finna í Markarfljótsdalnum sjálfum eða við mynni hans. Hins vegar virðast ísjakar hafa fylgt hlaupinu enda var Gígjökull þá mun stærri en í dag, en hann náði alveg að stærstu jökulöldunni (Einar Sighvatsson 1968, bls. 75).

Árið 2005 var stærsta hlaupið úr Gígjökli kortlagt með aðstoð forritsins Matlab (Sigríður Magnea Óskarsdóttir, 2005). Samkvæmt líkani sem byggist á kortum af flóðasvæðinu í mælikvarðanum 1:50.000, og lýsingum á útbreiðslu hlaupsins í heimildum, fór hlaupvatn yfir 172 km2 svæði á Markarfljótsaurum og í Landeyjum. Þrátt fyrir að hlaupið hafi kaffært allar eyrar á Markarfljótsaurum og fyllt „alla farvegi Markarfljóts, forna og nýja“ í Landeyjum olli það furðulega litlu tjóni á graslendi og engu tjóni á búsmala og mönnum. Hið síðara skýrist meðal annars af því hve hægt hlaupið óx.



Útbreiðsla hlaupsins úr Gígjökli 1822.

Mælingar á farvegum hlaupsins í Landeyjum benda til að hámarksrennsli hafi gæti hafa náð 12.000-29.000 m3/s. Vatnsdýpi á Markarfljótsaurum hefði þá verið um 0,9-1,7 m. Ósamræmi, sem við fyrstu sýn virðist vera milli heimilda og mælinga um hversu hátt hlaupvatnið fór í innanverðri Fljótshlíð við Barkarstaði og Fljótsdal, stafar af óljósu og/eða fornu orðalagi heimildar, fremur en skekkju í kortum og mælingum.

Hins vegar eru menn sammála um að hlaup af þessari stærðargráðu myndi fara yfir núverandi varnargarða á Markarfljótsaurum. Í ljósi yfirstandandi atburða má telja að hlaupið sem varð 15. apríl 2010 hafi verið minna en hlaupið 1822 þar sem varnargarðarnir virðast, sem betur fer, hafa haldið hlaupinu í skefjum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Einar Sighvatsson, Um Þórsmörk og nálægar afréttir, Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839-1845, 1856 og 1872-1873, Rangárvallasýsla. Rangæingafélagið í Reykjavík, 1968. Bls. 75. 284 bls.
  • Gunnar Orri Gröndal og Sverrir Elefsen, 2005.: Farvegir Markarfljóts í Landeyjum og rennsli jökulhlaupsins 1822. Í: Magnús Tumi Guðmundsson og Ágúst Gunnar Gylfason (ritstjórar). Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. Reykjavík. Ríkislögreglustjórinn og Háskólaútgáfan. Kafli V, 105-111.
  • Haukur Jóhannesson, 1985.: Um endasleppu hraunin undir Eyjafjöllum og jökla síðasta jökulskeiðs. Jökull No. 35. Jöklarannsóknafélag Íslands. Bls. 83-84.
  • Magnús Stephensen, Klausturpósturinn, 5.árg. 1822.
  • Páll Sigurðsson (1808-1873). 1886. Um forn örnefni, goðorðaskipun og fornmenjar í Rángárþíngi. Safn til sögu Íslands II:498-557.
  • Sigríður Magnea Óskarsdóttir, 2005. Kortlagning jökulhlaups úr Gígjökli vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli 1821-23. Lokaverkefni frá Háskóla Íslands, landafræði. 44 bls.
  • Mynd: Veðurstofa Íslands. Ljósmyndari: Baldur Sveinsson.
  • Kort: Veðurstofa Íslands.


Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi....