Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?

Guðrún Larsen

Eyjafjallajökull hefur gosið að minnsta kosti fimm sinnum á síðustu 1500-1600 árum, að yfirstandandi gosi meðtöldu. Næsta gos á undan þessu hófst í desember 1821 í eða við toppgíg fjallsins. Gosefnin þá voru eingöngu súr, gráleit gjóska. Gos stóð með hléum fram á árið 1823 – að minnsta kosti lagði enn gufumekki frá gosstöðvunum á því ári. Kötlugos hófst í júní 1823, 18 mánuðum eftir gosbyrjun í Eyjafjallajökli.

Á árunum 1612-1613 gaus líklega í báðum eldstöðvunum en ekki er fullljóst hvort gosið hófst fyrr eða hve langt leið á milli þeirra. Lýsingar eru fremur ruglingslegar en af þeim að dæma virðist gosið í Eyjafjallajökli hafa verið í eða við toppgíginn. Gos við Skerin norðanvert í Eyjafjallajökli um 920 olli jökulhlaupi niður fjallshlíðina. Það virðist hafa orðið samtímis Kötlugosi því hlaupsetið blandaðist Kötlugjósku sem var að falla á sama tíma.



Eldgos í Eyjafjallajökli virðist auka líkur á Kötlugosi en það er ekki algilt.

Elsta gosið varð svo um 500 e.Kr. (á tímabilinu 410-620 e.Kr.) og kom líklega úr toppgíg miðað við efnasamsetningu gjóskulagsins. Ekki er að sjá í jarðvegssniðum að gosið hafi í Kötlu á sama tíma og þetta gjóskulag féll eða rétt á eftir.

Hvað er "kjölfar" langt? Dæmi eru um að Kötlugos hafi orðið samtímis gosi í Eyjafjallajökli, 18 mánuðum eftir að gos byrjaði í Eyjafjallajökli og einhverjum árum síðar ef marka má jarðvegssnið. Sé litið til sögunnar eykur gos í Eyjafjallajökli óneitanlega líkur á að Katla taki við sér, en fullvíst getur það varla talist.

Einhvern tímann kemur að næsta Kötlugosi. Kötlugos hafa orðið á 13 til 95 ára fresti síðustu átta aldirnar en lengsta goshléið var eftir Eldgjárgosið 934, ein 200 ár.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og frekari fróðleikur:

  • Sigurður Þórainsson 1975. Katla og annáll Kötlugosa. Árbók Ferdafélags Íslands 1975: 125-149.
  • Guðrún Larsen 1999. Gosið í Eyjafjallajökli 1821-1823. Rannsóknarskýrsla RH-28-99, 13 bls. Raunvísindastofnun, Reykjavík.
  • Guðrún Larsen 2000. Holocene eruptions within the Katla volcanic system, south Iceland: Characteristics and environmental impact. Jökull 49: 1-28.
  • Magnús T. Guðmundsson o.fl. 2005. Yfirlit um hættu vegna eldgosa og hlaupa frá vesturhluta Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökli. Í: Magnús T. Guðmundsson og Ágúst G. Gylfason (ritstj.): Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli: 11-44. Ríkislögreglustjórinn, Háskólaútgáfan, Reykjavík.
  • Birgir V. Óskarsson, 2009. The Skerin ridge on Eyjafjallajökull,South Iceland: Morphology and magma-ice interaction in an ice-confined silicic fissure eruption. M.Sc. thesis, Faculty of Earth Sciences, University of Iceland. 111 p.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hefur hristingur eða gos í Eyjafjallajökli áhrif á Kötlu?

Höfundur

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

29.3.2010

Spyrjandi

Elín Björg Eyjólfsdóttir
Erna Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Larsen. „Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2010, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55802.

Guðrún Larsen. (2010, 29. mars). Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55802

Guðrún Larsen. „Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2010. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55802>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?
Eyjafjallajökull hefur gosið að minnsta kosti fimm sinnum á síðustu 1500-1600 árum, að yfirstandandi gosi meðtöldu. Næsta gos á undan þessu hófst í desember 1821 í eða við toppgíg fjallsins. Gosefnin þá voru eingöngu súr, gráleit gjóska. Gos stóð með hléum fram á árið 1823 – að minnsta kosti lagði enn gufumekki frá gosstöðvunum á því ári. Kötlugos hófst í júní 1823, 18 mánuðum eftir gosbyrjun í Eyjafjallajökli.

Á árunum 1612-1613 gaus líklega í báðum eldstöðvunum en ekki er fullljóst hvort gosið hófst fyrr eða hve langt leið á milli þeirra. Lýsingar eru fremur ruglingslegar en af þeim að dæma virðist gosið í Eyjafjallajökli hafa verið í eða við toppgíginn. Gos við Skerin norðanvert í Eyjafjallajökli um 920 olli jökulhlaupi niður fjallshlíðina. Það virðist hafa orðið samtímis Kötlugosi því hlaupsetið blandaðist Kötlugjósku sem var að falla á sama tíma.



Eldgos í Eyjafjallajökli virðist auka líkur á Kötlugosi en það er ekki algilt.

Elsta gosið varð svo um 500 e.Kr. (á tímabilinu 410-620 e.Kr.) og kom líklega úr toppgíg miðað við efnasamsetningu gjóskulagsins. Ekki er að sjá í jarðvegssniðum að gosið hafi í Kötlu á sama tíma og þetta gjóskulag féll eða rétt á eftir.

Hvað er "kjölfar" langt? Dæmi eru um að Kötlugos hafi orðið samtímis gosi í Eyjafjallajökli, 18 mánuðum eftir að gos byrjaði í Eyjafjallajökli og einhverjum árum síðar ef marka má jarðvegssnið. Sé litið til sögunnar eykur gos í Eyjafjallajökli óneitanlega líkur á að Katla taki við sér, en fullvíst getur það varla talist.

Einhvern tímann kemur að næsta Kötlugosi. Kötlugos hafa orðið á 13 til 95 ára fresti síðustu átta aldirnar en lengsta goshléið var eftir Eldgjárgosið 934, ein 200 ár.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og frekari fróðleikur:

  • Sigurður Þórainsson 1975. Katla og annáll Kötlugosa. Árbók Ferdafélags Íslands 1975: 125-149.
  • Guðrún Larsen 1999. Gosið í Eyjafjallajökli 1821-1823. Rannsóknarskýrsla RH-28-99, 13 bls. Raunvísindastofnun, Reykjavík.
  • Guðrún Larsen 2000. Holocene eruptions within the Katla volcanic system, south Iceland: Characteristics and environmental impact. Jökull 49: 1-28.
  • Magnús T. Guðmundsson o.fl. 2005. Yfirlit um hættu vegna eldgosa og hlaupa frá vesturhluta Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökli. Í: Magnús T. Guðmundsson og Ágúst G. Gylfason (ritstj.): Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli: 11-44. Ríkislögreglustjórinn, Háskólaútgáfan, Reykjavík.
  • Birgir V. Óskarsson, 2009. The Skerin ridge on Eyjafjallajökull,South Iceland: Morphology and magma-ice interaction in an ice-confined silicic fissure eruption. M.Sc. thesis, Faculty of Earth Sciences, University of Iceland. 111 p.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hefur hristingur eða gos í Eyjafjallajökli áhrif á Kötlu?
...