
Lakagígar eru í Vestur-Skaftafellsýslu og því töluvert austar en Katla. Lakagígar eru um 25 km löng gígaröð sem myndaðist í Skaftáreldum (1783–1784). Það er eitt af mestu eldgosum frá upphafi Íslandsbyggðar og það gos sem mest hraun hefur runnið frá á sögulegum tíma. Lakagígar eru kenndir við móbergsfjallið Laka sem liggur í gígaröðinni. Gígarnir eru rúmlega 100 talsins, gjallgígar eru flestir og stærstir en einnig eru þar klepra- og hverfjallsgígar. Gígarnir eru misjafnir bæði að stærð og lögun, sumir eru kringlóttir en aðrir aflangir og rísa hæstu gígarnir 100 metra yfir umhverfi sitt. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Heimildir og mynd:
- Lakagígar, Þjóðgarðurinn Skaftafell á Umhverfisstofnun. Skoðað 17. 4. 2009
- Katla Volcano á Norræna eldfjallasetrið. Skoðað 17. 4. 2009
- Mynd: Hluti af mynd á NASA: Visible Earth. Sótt 17. 4. 2009.