Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða eldfjall hefur gosið mest?

Sigurður Steinþórsson

Virkustu eldfjöll á Íslandi eru sennilega Hekla, Grímsvötn og Katla. Sé litið svo á, sem margir gera, að Skaftáreldagosið 1783 tengist í rauninni Grímsvötnum, eru þau það eldfjall sem mest hefur gosið. Lakagígahraunið eitt er talið vera um 15 km3 — mest að rúmmáli þeirra hrauna sem runnið hafa á sögulegum tíma. Að auki eru gos tíð í Grímsvötnum sjálfum, sennilega meira en 30 gos á síðustu 400 árum. Ætla má að samanlagt rúmmál þeirra sé að minnsta kosti 3 km3 en rúmmál gosmyndana eftir ísöld (10.000 ár) sem tengjast Grímsvötnum er sennilega nær 55 km3.

Lítið sprengigos í öskju Grímsvatna árið 2004.

Katla hefur gosið 17 sinnum á sögulegum tíma. Eldgjá virðist tengjast Kötlu með sama hætti og Lakagígar tengjast Grímsvötnum, og þar varð mesta gosið tengt Kötlu árið 934. Eldgjárhraunið nálgast Lakagígahraunið að rúmmáli. Sömuleiðis lítur út fyrir að heildarrúmmál gosefna frá Kötlu síðustu 10.000 ár gefi Grímsvötnum lítt eftir.

Hekla hefur gosið að minnsta kosti 17 sinnum á sögulegum tíma, fyrst árið 1104, og á 20. öld var hún sérlega virk — gaus fjórum sinnum: 1947-48, 1970, 1980-81 og 1991. Samanlagt rúmmál gosmyndana Heklu á sögulegum tíma er um 7 km3 en eftir ísöld 42 km3.

Þennan samanburð yfir virkni á sögulegum tíma (1100 ár) má taka saman í töflu:


Fjöldi gosa
Rúmmál
gosmyndana km3
Grímsvötn
100 ?
18
Katla
17
12 ?
Hekla
17
7

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

24.8.2001

Síðast uppfært

2.12.2021

Spyrjandi

Sighvatur Gíslason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða eldfjall hefur gosið mest?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2001, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1844.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 24. ágúst). Hvaða eldfjall hefur gosið mest? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1844

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða eldfjall hefur gosið mest?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2001. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1844>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða eldfjall hefur gosið mest?
Virkustu eldfjöll á Íslandi eru sennilega Hekla, Grímsvötn og Katla. Sé litið svo á, sem margir gera, að Skaftáreldagosið 1783 tengist í rauninni Grímsvötnum, eru þau það eldfjall sem mest hefur gosið. Lakagígahraunið eitt er talið vera um 15 km3 — mest að rúmmáli þeirra hrauna sem runnið hafa á sögulegum tíma. Að auki eru gos tíð í Grímsvötnum sjálfum, sennilega meira en 30 gos á síðustu 400 árum. Ætla má að samanlagt rúmmál þeirra sé að minnsta kosti 3 km3 en rúmmál gosmyndana eftir ísöld (10.000 ár) sem tengjast Grímsvötnum er sennilega nær 55 km3.

Lítið sprengigos í öskju Grímsvatna árið 2004.

Katla hefur gosið 17 sinnum á sögulegum tíma. Eldgjá virðist tengjast Kötlu með sama hætti og Lakagígar tengjast Grímsvötnum, og þar varð mesta gosið tengt Kötlu árið 934. Eldgjárhraunið nálgast Lakagígahraunið að rúmmáli. Sömuleiðis lítur út fyrir að heildarrúmmál gosefna frá Kötlu síðustu 10.000 ár gefi Grímsvötnum lítt eftir.

Hekla hefur gosið að minnsta kosti 17 sinnum á sögulegum tíma, fyrst árið 1104, og á 20. öld var hún sérlega virk — gaus fjórum sinnum: 1947-48, 1970, 1980-81 og 1991. Samanlagt rúmmál gosmyndana Heklu á sögulegum tíma er um 7 km3 en eftir ísöld 42 km3.

Þennan samanburð yfir virkni á sögulegum tíma (1100 ár) má taka saman í töflu:


Fjöldi gosa
Rúmmál
gosmyndana km3
Grímsvötn
100 ?
18
Katla
17
12 ?
Hekla
17
7

Mynd:...