
Tindafjallajökull ber þess merki að þar hefur orðið stórgos. Hringlaga myndun fjallsins er eftir öskjusig í kjölfar mikils sprengigoss.
- ^ Haraldur Sigurðsson, John Stix, Bruce Houghton, Stephen R. McNutt og Hazel Rymer ritstjórar, 1999. Encyclopedia of Volcanoes. Academic Press, San Diego.
Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er úr sama riti. Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geology 2019. 47 (6). 577–580. (Sótt 2.03.2021). Vísindavefurinn þakkar Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi fyrir þessa ábendingu.