Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?

Helgi Björnsson

Við lifum á ísöld en ekki á kuldaskeiði heldur á hlýskeiði. Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís. Jöklar eru nú í fjöllum í öllum heimsálfum, miklar jökulbreiður eru á Grænlandi og Suðurskautslandinu og Norður-Íshafið er hulið ís. Um 10% af yfirborði jarðar eru þakin jökli.

Hvernig vita menn að við lifum á ísöld? Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís.

En ísöldin er ekki samfelld kuldatíð heldur hafa komið mörg stutt hlýskeið sem staðið hafa í tuttugu til þrjátíu þúsund ár, inn á milli um hundrað þúsund ára langra kuldaskeiða. Jöklar vaxa á kuldaskeiðunum og því eru þau einnig nefnd jökulskeið. Okkar ísöld hófst fyrir um þremur milljónum ára og síðan hefur loftslag sveiflast 24 sinnum frá kuldaskeiði til hlýskeiðs. Á kuldaskeiðum hefur meðalhiti í lofti verið 10°C lægri en nú er og sjávarhiti um 7°C lægri. Nú eru liðin tíu þúsund ár af okkar hlýskeiði og eftir önnur tíu þúsund ár gæti verið komið nýtt kuldaskeið með miklum jöklum. Þá yrðu íbúar í norðurhluta Evrópu, Norður-Ameríku og fjalllendi Asíu að flýja ís og kulda til suðlægari landa.

Nú eru liðin tíu þúsund ár af okkar hlýskeiði og eftir önnur tíu þúsund ár gæti verið komið nýtt kuldaskeið með miklum jöklum.

Áður en ísöldin hófst var hlýtt á Íslandi, miklir skógar og fjölbreytt dýralíf. Leifar af þeim gróðri eru í jarðlögum á Vestfjörðum, til dæmis í surtarbrandi á Brjánslæk.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndirnar eru úr sömu bók og eru eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

5.10.2016

Spyrjandi

W. Steinarr Ragnarsson K.

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?“ Vísindavefurinn, 5. október 2016. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=72447.

Helgi Björnsson. (2016, 5. október). Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72447

Helgi Björnsson. „Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2016. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72447>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?
Við lifum á ísöld en ekki á kuldaskeiði heldur á hlýskeiði. Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís. Jöklar eru nú í fjöllum í öllum heimsálfum, miklar jökulbreiður eru á Grænlandi og Suðurskautslandinu og Norður-Íshafið er hulið ís. Um 10% af yfirborði jarðar eru þakin jökli.

Hvernig vita menn að við lifum á ísöld? Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís.

En ísöldin er ekki samfelld kuldatíð heldur hafa komið mörg stutt hlýskeið sem staðið hafa í tuttugu til þrjátíu þúsund ár, inn á milli um hundrað þúsund ára langra kuldaskeiða. Jöklar vaxa á kuldaskeiðunum og því eru þau einnig nefnd jökulskeið. Okkar ísöld hófst fyrir um þremur milljónum ára og síðan hefur loftslag sveiflast 24 sinnum frá kuldaskeiði til hlýskeiðs. Á kuldaskeiðum hefur meðalhiti í lofti verið 10°C lægri en nú er og sjávarhiti um 7°C lægri. Nú eru liðin tíu þúsund ár af okkar hlýskeiði og eftir önnur tíu þúsund ár gæti verið komið nýtt kuldaskeið með miklum jöklum. Þá yrðu íbúar í norðurhluta Evrópu, Norður-Ameríku og fjalllendi Asíu að flýja ís og kulda til suðlægari landa.

Nú eru liðin tíu þúsund ár af okkar hlýskeiði og eftir önnur tíu þúsund ár gæti verið komið nýtt kuldaskeið með miklum jöklum.

Áður en ísöldin hófst var hlýtt á Íslandi, miklir skógar og fjölbreytt dýralíf. Leifar af þeim gróðri eru í jarðlögum á Vestfjörðum, til dæmis í surtarbrandi á Brjánslæk.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndirnar eru úr sömu bók og eru eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

...