Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað er gosaska?

Sigurður Steinþórsson

Í stuttu máli er gosaska fínkornótt mylsna af hraðkældri bergbráð. Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar myndast ekki heldur „frýs“ hún sem gler. Gosaska er því óskyld þeirri ösku sem myndast við bruna, þegar kolefni og kolvetni oxast, kolefnið í koltvíoxíð og vetnið í vatn, en óbrennanlegur hluti efnisins, svo sem ýmis steinefni, verður eftir sem aska.

Langt fram eftir 19. öld trúðu því margir lærðir menn að eldgos stöfuðu af bruna eldfimra efna neðanjarðar. Eggert Ólafsson (um 1750) taldi að hraun væru brunnið setberg sem fyrir hafði verið á staðnum. Þegar Magnús Stephensen var gerður út af dönskum yfirvöldum að rannsaka Skaftárelda 1783-84 var honum meðal annars gert að leita að eldfimum efnum sem kynnu að hafa valdið gosinu. Og Jónas Hallgrímsson (um 1840) gerði ýmsar mælingar til að ákvarða hvort hiti vaxi með dýpi í jörðinni. Nú er vitað að hitinn vex með dýpi, og að varmi streymir sífellt úr iðrum jarðar til yfirborðsins. Sá varmi er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni, hins vegar frá jarðkjarnanum. Eldgos eru náttúrleg aðferð jarðar til að losna við varma.Eyjafjallajökull svartur af ösku, Gígjökull fremst.

Eins og fyrr sagði er öskumyndun í eldgosum einkum af völdum vatns. Niðri í jörðinni inniheldur öll hraunbráð mismikið vatn, basalt um hálft prósent en súr bráð jafnvel yfir 5%. Ef ekki kemur annað til, myndast lítil aska í basaltgosum vegna þess hve lítið vatn var í bráðinni. Hins vegar tekur bráðin iðulega upp í sig grunnvatn á leiðinni upp í gíginn sem veldur sprengingum og öskumyndun. Dæmi um þetta eru mýmörg á Íslandi – neðansjávargos (til dæmis Surtsey), gos í jökli (Katla, Grímsvötn) og bein áhrif grunnvatns (Vatnaöldur, Lakagígir). Gervigígar, eins og Rauðhólar og Skútustaðagígir við Mývatn, myndast einnig fyrir áhrif vatns á bráðna kviku.

Niðurstaða er sem sagt að gosaska verður til þegar bergbráð freyðir og sundrast fyrir tilstilli vatns. Hún er glerjuð bergbráð og óskyld þeirri ösku sem myndast við bruna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju gýs aska upp úr eldfjöllum á meðan á eldsumbrotum stendur, það er hvað brennur til að askan myndist?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

16.11.2010

Spyrjandi

Anna María Birgisdóttir, Haraldur Elí Jónasson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er gosaska?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2010. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56084.

Sigurður Steinþórsson. (2010, 16. nóvember). Hvað er gosaska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56084

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er gosaska?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2010. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56084>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gosaska?
Í stuttu máli er gosaska fínkornótt mylsna af hraðkældri bergbráð. Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar myndast ekki heldur „frýs“ hún sem gler. Gosaska er því óskyld þeirri ösku sem myndast við bruna, þegar kolefni og kolvetni oxast, kolefnið í koltvíoxíð og vetnið í vatn, en óbrennanlegur hluti efnisins, svo sem ýmis steinefni, verður eftir sem aska.

Langt fram eftir 19. öld trúðu því margir lærðir menn að eldgos stöfuðu af bruna eldfimra efna neðanjarðar. Eggert Ólafsson (um 1750) taldi að hraun væru brunnið setberg sem fyrir hafði verið á staðnum. Þegar Magnús Stephensen var gerður út af dönskum yfirvöldum að rannsaka Skaftárelda 1783-84 var honum meðal annars gert að leita að eldfimum efnum sem kynnu að hafa valdið gosinu. Og Jónas Hallgrímsson (um 1840) gerði ýmsar mælingar til að ákvarða hvort hiti vaxi með dýpi í jörðinni. Nú er vitað að hitinn vex með dýpi, og að varmi streymir sífellt úr iðrum jarðar til yfirborðsins. Sá varmi er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni, hins vegar frá jarðkjarnanum. Eldgos eru náttúrleg aðferð jarðar til að losna við varma.Eyjafjallajökull svartur af ösku, Gígjökull fremst.

Eins og fyrr sagði er öskumyndun í eldgosum einkum af völdum vatns. Niðri í jörðinni inniheldur öll hraunbráð mismikið vatn, basalt um hálft prósent en súr bráð jafnvel yfir 5%. Ef ekki kemur annað til, myndast lítil aska í basaltgosum vegna þess hve lítið vatn var í bráðinni. Hins vegar tekur bráðin iðulega upp í sig grunnvatn á leiðinni upp í gíginn sem veldur sprengingum og öskumyndun. Dæmi um þetta eru mýmörg á Íslandi – neðansjávargos (til dæmis Surtsey), gos í jökli (Katla, Grímsvötn) og bein áhrif grunnvatns (Vatnaöldur, Lakagígir). Gervigígar, eins og Rauðhólar og Skútustaðagígir við Mývatn, myndast einnig fyrir áhrif vatns á bráðna kviku.

Niðurstaða er sem sagt að gosaska verður til þegar bergbráð freyðir og sundrast fyrir tilstilli vatns. Hún er glerjuð bergbráð og óskyld þeirri ösku sem myndast við bruna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju gýs aska upp úr eldfjöllum á meðan á eldsumbrotum stendur, það er hvað brennur til að askan myndist?
...