Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndaðist Surtsey?

Sigurður Steinþórsson

Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mánaðamótin janúar-febrúar 1964 hætti gosið í Surti en hófst tveimur dögum síðar á nýjum gíg norðvestan við hinn upprunalega, og nefndust þeir síðan Surtur I og II. Þá hafði eyjan orðið hæst 174 m yfir sjávarmál. Þegar gígurinn lokaðist loks fyrir ágangi sjávar 4. apríl 1964 breyttist sprengigosið í hraunstrókavirkni og flæðigos, og hraundyngja hlóðst upp kringum Surt II fram til 17. maí 1965.

Hraungos í Surtsey 24. apríl 1964. Horft er til norðausturs.

Skömmu eftir að hraungosinu lauk í Surti II hófst neðansjávargos um 600 m austnorðaustur af Surtsey og eyjan Syrtlingur hlóðst upp á tímabilinu 22. maí til 17. október 1965. Syrtlingur skolaðist burt í lok október 1965. Um jólaleytið 1965 varð enn vart við gos og nú 900 m suðvestur af Surtsey. Þarna hlóðst upp eyjan Jólnir frá 26. desember 1965 til 10. ágúst 1966. Jólnir var sokkinn í sæ í september 1966.

Síðasti áfangi Surtseyjargossins hófst 19. ágúst 1966 með hraungosi úr sprungu í Surti I og þakti hraunið smám saman austurhluta eyjarinnar. Surtseyjargosinu lauk 5. júní 1967.

Sumarið 1969 varð vart við verulega ummyndun og hörðnun í gosöskubingnum sem myndast hafði á fyrstu mánuðum gossins, og hitamælingar sýndu 100°C hita á litlu dýpi þar sem áður hafði enginn hiti verið. Á næstu árum jókst útbreiðsla jarðhitasvæðanna og bergið harðnaði enn. Sumarið 1979 var boruð 181 m djúp kjarnahola í Surt I, alveg niður að sjávarbotni. Hæstur hiti í holunni mældist 141°C og gosaskan var orðin að móbergi þar sem hiti var hærri en 80°C. Þetta sýnir að hörðnun og ummyndun gjósku í móberg er hraðfara ferli sem líta má á sem lokastig eldgosa í vatni eða undir jöklum.

Síðan Surtseyjargosinu lauk hafa miklar breytingar orðið á eynni, háir sjávarhamrar myndast og eyjan minnkað mjög að flatarmáli auk þess sem lífið tók sér snemma bólfestu á eynni.

Hægt er að lesa meira um Surtsey í grein sama höfundar "Surtur fer sunnan" í bókinni Undur veraldar, Mál og menning, Reykjavík 1998.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Surtseyjarfélagið. Ljósm. Garðar Pálsson. Sótt 24. 6. 2009.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvenær var Surtseyjargosið?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

3.7.2009

Síðast uppfært

30.3.2023

Spyrjandi

Valdís Auður
Reynir Hans Reynisson
Erla Rut Káradóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Surtsey?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2009, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51770.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 3. júlí). Hvernig myndaðist Surtsey? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51770

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Surtsey?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2009. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51770>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist Surtsey?
Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mánaðamótin janúar-febrúar 1964 hætti gosið í Surti en hófst tveimur dögum síðar á nýjum gíg norðvestan við hinn upprunalega, og nefndust þeir síðan Surtur I og II. Þá hafði eyjan orðið hæst 174 m yfir sjávarmál. Þegar gígurinn lokaðist loks fyrir ágangi sjávar 4. apríl 1964 breyttist sprengigosið í hraunstrókavirkni og flæðigos, og hraundyngja hlóðst upp kringum Surt II fram til 17. maí 1965.

Hraungos í Surtsey 24. apríl 1964. Horft er til norðausturs.

Skömmu eftir að hraungosinu lauk í Surti II hófst neðansjávargos um 600 m austnorðaustur af Surtsey og eyjan Syrtlingur hlóðst upp á tímabilinu 22. maí til 17. október 1965. Syrtlingur skolaðist burt í lok október 1965. Um jólaleytið 1965 varð enn vart við gos og nú 900 m suðvestur af Surtsey. Þarna hlóðst upp eyjan Jólnir frá 26. desember 1965 til 10. ágúst 1966. Jólnir var sokkinn í sæ í september 1966.

Síðasti áfangi Surtseyjargossins hófst 19. ágúst 1966 með hraungosi úr sprungu í Surti I og þakti hraunið smám saman austurhluta eyjarinnar. Surtseyjargosinu lauk 5. júní 1967.

Sumarið 1969 varð vart við verulega ummyndun og hörðnun í gosöskubingnum sem myndast hafði á fyrstu mánuðum gossins, og hitamælingar sýndu 100°C hita á litlu dýpi þar sem áður hafði enginn hiti verið. Á næstu árum jókst útbreiðsla jarðhitasvæðanna og bergið harðnaði enn. Sumarið 1979 var boruð 181 m djúp kjarnahola í Surt I, alveg niður að sjávarbotni. Hæstur hiti í holunni mældist 141°C og gosaskan var orðin að móbergi þar sem hiti var hærri en 80°C. Þetta sýnir að hörðnun og ummyndun gjósku í móberg er hraðfara ferli sem líta má á sem lokastig eldgosa í vatni eða undir jöklum.

Síðan Surtseyjargosinu lauk hafa miklar breytingar orðið á eynni, háir sjávarhamrar myndast og eyjan minnkað mjög að flatarmáli auk þess sem lífið tók sér snemma bólfestu á eynni.

Hægt er að lesa meira um Surtsey í grein sama höfundar "Surtur fer sunnan" í bókinni Undur veraldar, Mál og menning, Reykjavík 1998.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Surtseyjarfélagið. Ljósm. Garðar Pálsson. Sótt 24. 6. 2009.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvenær var Surtseyjargosið?
...