Sólin Sólin Rís 05:58 • sest 21:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:27 • Síðdegis: 22:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:15 • Síðdegis: 16:24 í Reykjavík

Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson

Spurningu Páls Jökuls er hér svarað að hluta en hann spurði upprunalega:

Hvað eru íslensk eldgos lengi vanalega, bara spá útaf því ég bý hér í Njarðvík?

Aðalgosvá á Reykjanesskaga stafar af sprungugosum. Hraun frá þeim þekja um fjórðung af flatarmáli skagans. Lengstu gígaraðirnar eru 10-20 kílómetra langar. Flest hraunin eru innan við 0,2 rúmkílómetrar, en þau stærstu 0,4-0,5 rúmkílómetrar. Lengst hafa þau runnið um 15 kílómetra frá upptökum, mörg hvert í sjó fram. Skipta má sprungugosum í þrjá gosfasa með tilliti til kvikuframleiðslu og hraunrennslis (sjá töflu).

Hraunrennsli og hraungerð. Miðað við sprunguhraun á Reykjanesskaga
FramleiðslaFramrásarhraðiGostímiHraungerðLengd
1. fasi400-1000 m3/s > 5 m/sklukkustundhelluhraunsskel1-3 km
2. fasi20-100 m3/s > 30-1000 m/klstnokkrir dagarapalhraun1-12 km
3. fasi5-20 m3/s > 5-30 m/klstvikur-mánuðirhelluhraun10-15 km

Taflan miðast við hraunin á Reykjanesskaga sem flokkast til lítilli hrauna í flestum tilvikum. Hún sýnir áætlaða framleiðslu úr gíg, framrásarhraða á hallalitlu landi (það er lengingu hraunstraums), hraungerð og tímalengd og hversu langt hraun úr hverjum fasa nær.

Algengt hraunmagn í sprungugosum á Reykjanesskaga hefur verið í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Hvert þeirra hefur vart staðið lengur en í viku eða svo, stundum þó lengur, en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Mestu sprungugosin gætu hafa varað nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Framleiðslan í hverju gosi er ekki jöfn, heldur mest í upphafi og síðan dregur úr, ef til vill með smáfjörkippum. Reikna má með að fyrstu klukkutímana geti hún verið allt að fimmtíufalt meiri en síðasta sólarhringinn.

Algengt hraunmagn í sprungugosum á Reykjanesskaga hefur verið í kringum 0,1 rúmkílómetri. Hvert þeirra hefur vart staðið lengur en í viku eða svo, stundum þó lengur, en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Mestu sprungugosin gætu hafa varað nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Á myndinni sést Sundhnúkagígaröðin norðaustur af Grindavík. Dæmigerðir gjallgígar.

Sprungugosum fylgja kvikustrókar í byrjun, og gýs þá eftir endilöngu sprungukerfinu. Kvikan sprautast eða frussast upp úr gosrásinni, drifin af gasi sem losnar úr henni á uppleið. Það er að miklu leyti vatnsgufa, en einnig koltvíoxíð, brennisteinstvíoxíð, vetni og fleira. Kvikustrókarnir eru oft 30-100 metra háir, en geta þó orðið mun hærri. Kvikan storknar að hluta til í loftinu og fellur þá sem gjall og klepraslettur kringum gígopið. Smæsta sáldrið, fínt gjall og vikur, getur borist nokkra kílómetra frá upptökum. Á Reykjanesskaga hefur það fundist einn til tvo kílómetra frá gígum. Gasið berst aftur á móti til lofts og myndar bláleita móðu sem liggur yfir gosstöðvunum og nágrenni þeirra.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er örlítið aðlagaður Vísindavefnum. Myndin er úr sama riti.

Höfundar

Kristján Sæmundsson

jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun

Útgáfudagur

3.3.2021

Spyrjandi

Páll Jökull Pálsson

Tilvísun

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2021. Sótt 14. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81291.

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. (2021, 3. mars). Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81291

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2021. Vefsíða. 14. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81291>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?
Spurningu Páls Jökuls er hér svarað að hluta en hann spurði upprunalega:

Hvað eru íslensk eldgos lengi vanalega, bara spá útaf því ég bý hér í Njarðvík?

Aðalgosvá á Reykjanesskaga stafar af sprungugosum. Hraun frá þeim þekja um fjórðung af flatarmáli skagans. Lengstu gígaraðirnar eru 10-20 kílómetra langar. Flest hraunin eru innan við 0,2 rúmkílómetrar, en þau stærstu 0,4-0,5 rúmkílómetrar. Lengst hafa þau runnið um 15 kílómetra frá upptökum, mörg hvert í sjó fram. Skipta má sprungugosum í þrjá gosfasa með tilliti til kvikuframleiðslu og hraunrennslis (sjá töflu).

Hraunrennsli og hraungerð. Miðað við sprunguhraun á Reykjanesskaga
FramleiðslaFramrásarhraðiGostímiHraungerðLengd
1. fasi400-1000 m3/s > 5 m/sklukkustundhelluhraunsskel1-3 km
2. fasi20-100 m3/s > 30-1000 m/klstnokkrir dagarapalhraun1-12 km
3. fasi5-20 m3/s > 5-30 m/klstvikur-mánuðirhelluhraun10-15 km

Taflan miðast við hraunin á Reykjanesskaga sem flokkast til lítilli hrauna í flestum tilvikum. Hún sýnir áætlaða framleiðslu úr gíg, framrásarhraða á hallalitlu landi (það er lengingu hraunstraums), hraungerð og tímalengd og hversu langt hraun úr hverjum fasa nær.

Algengt hraunmagn í sprungugosum á Reykjanesskaga hefur verið í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Hvert þeirra hefur vart staðið lengur en í viku eða svo, stundum þó lengur, en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Mestu sprungugosin gætu hafa varað nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Framleiðslan í hverju gosi er ekki jöfn, heldur mest í upphafi og síðan dregur úr, ef til vill með smáfjörkippum. Reikna má með að fyrstu klukkutímana geti hún verið allt að fimmtíufalt meiri en síðasta sólarhringinn.

Algengt hraunmagn í sprungugosum á Reykjanesskaga hefur verið í kringum 0,1 rúmkílómetri. Hvert þeirra hefur vart staðið lengur en í viku eða svo, stundum þó lengur, en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Mestu sprungugosin gætu hafa varað nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Á myndinni sést Sundhnúkagígaröðin norðaustur af Grindavík. Dæmigerðir gjallgígar.

Sprungugosum fylgja kvikustrókar í byrjun, og gýs þá eftir endilöngu sprungukerfinu. Kvikan sprautast eða frussast upp úr gosrásinni, drifin af gasi sem losnar úr henni á uppleið. Það er að miklu leyti vatnsgufa, en einnig koltvíoxíð, brennisteinstvíoxíð, vetni og fleira. Kvikustrókarnir eru oft 30-100 metra háir, en geta þó orðið mun hærri. Kvikan storknar að hluta til í loftinu og fellur þá sem gjall og klepraslettur kringum gígopið. Smæsta sáldrið, fínt gjall og vikur, getur borist nokkra kílómetra frá upptökum. Á Reykjanesskaga hefur það fundist einn til tvo kílómetra frá gígum. Gasið berst aftur á móti til lofts og myndar bláleita móðu sem liggur yfir gosstöðvunum og nágrenni þeirra.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er örlítið aðlagaður Vísindavefnum. Myndin er úr sama riti....