Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?

Magnús Á. Sigurgeirsson

Upprunalegu spurningarnar voru:

Við hverju má búast á næstu árum/áratugum á Reykjanesskaga? Fleiri eldgosum og mögulega stærri? (Urður) Hvaða þýðingu hefur nýafstaðið eldgos í Geldingadölum fyrir framtíð eldvirkni á Reykjanesskaganum? (Björn Gústav) Sælir, hvað getið þið sagt okkur um eldvirkni á Reykjanesi? (Selma og Elísabet)

Rannsóknir sýna að gosskeið eða eldvirknitímabil ganga yfir Reykjanesskaga á 600-800 ára fresti og vara þau í um fimm aldir (sjá mynd 1). Þekkt eru þrjú gostímabil frá síðustu 4000 árum. Fyrir eldri hraun eru nákvæmar aldursgreiningar af skornum skammti. Gjóskutímatal fyrir fyrri hluta nútíma byggir á fáum lögum og er því heldur ónákvæmt. Varðandi þann tíma þurfa menn að reiða sig á C-14 aldursgreiningar á koluðum gróðri undir hraunum. Frá tímabilinu 4000-11.000 ár er aldur um 15 hrauna þokkalega þekktur. Vísbendingar eru um fjögur eldvirkniskeið fyrir 5000-8500 árum. Eitt einkenni gosskeiðanna er að þá verða flest eldstöðvakerfin sex á Skaganum virk, yfirleitt eitt í einu. Sprungugos voru ráðandi á síðustu þremur gosskeiðunum. Eina þekkta dyngjugosið varð í Stórabolla í Brennisteinsfjallakerfinu fyrir um 2500 árum.

Mynd 1: Myndin sýnir gosskeið á Reykjanesskaga síðustu 4000 árin (grálitað). Hvert gosskeið stóð yfir í um 500 ár. Gosvirkni innan hvers eldstöðvakerfis er sýnd (gullitað).

Eldstöðvakerfið sem kennt er við Fagradalsfjall einkennist af hraundyngjum og stuttum gossprungum. Þar er að finna Þráinsskjöld, eina stærstu dyngju Skagans, Vatnsheiði og nokkrar smádyngjur. Vatnsheiði og hraun norðan í Fagradalsfjalli eru úr hinni frumstæðu bergtegund píkríti. Hraun hafa einnig runnið frá stuttum gossprungum, svo sem Borgarhraun og Beinavörðuhraunin tvö suðvestan Fagradalsfalls. Öll hraunin eiga það sammerkt að vera gömul, flest frá síðjökultíma eða upphafi nútíma. Yngst eru Borgarhraun og Beinavörðuhraunin, en þó eldri en 7000 ára gömul. Segja má að Fagradalsfjallskerfið hafi verið einna minnst virkt af eldstöðvakerfum Reykjanesskaga eftir ísöld hvað tíðni eldgosa varðar. Magn gosefna er þó síst minna en í öðrum kerfum.

Í ljósi þess sem þekkt er til gossögu Reykjanesskaga má telja víst að með gosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 sé hafinn nýr kafli. Ekki er hægt að segja að gosið hafi komið verulega á óvart en búast mátti við að til tíðinda færi að draga. Hvenær það gerðist nákvæmlega gat enginn vitað. Tímasetning gossins stemmir ágætlega við það sem vænta mátti miðað við söguna en 781 ár var liðið frá síðasta gosi, árið 1240. Það sem kom meira á óvart var gosstaðurinn en líkt og fyrr segir hafði ekki gosið í Fagradalsfjallskerfinu í meira en 7000 ár. Búast hefði mátt við að gosvirknin hæfist í öðrum eldstöðvakerfum á Skaganum, í kerfum sem hafa verið mun virkari á nútíma. Sýnir þetta líkt og oft áður að erfitt er að segja fyrir um eldgos, hvenær þau verða og hvar.

Lítið er hægt að segja til um framgang gosvirkninnar á nýhöfnu gosskeiði en hægt er þó að varpa fram hugmyndum eða mögulegum sviðsmyndum þar um með hliðsjón af vitneskju um fyrri gosskeið. Það síðasta stóð yfir 800-1240 e.Kr. og hið næstsíðasta fyrir 1900-2500 árum síðan. Upphafsgosin á báðum þessum skeiðum áttu sér stað í Brennisteinsfjallakerfinu og í Krýsuvíkurkerfinu um líkt eða sama leyti. Sprungugos voru ráðandi þar sem gaus á 4-12 km löngum sprungum. Á síðasta gosskeiði einkenndist gosvirknin af sprungugosum á gosreinum eldstöðvakerfanna sem stóðu yfir í nokkra áratugi með hléum. Eru þetta kallaðir eldar, en á milli þeirra gat liðið heil öld eða rúmlega það.

Mynd 2: Mynd af Fagradalshrauni frá 1. maí 2021.

Reykjaneseldar stóðu yfir árabilið 1210-1240 og Krýsuvíkureldar milli 1151-1188 e.Kr. Í Reykjaneseldum runnu fjögur hraun og einnig gaus að minnsta kosti sex sinnum í sjó. Hraun sem komu upp í hverjum eldum á síðasta gosskeiði þöktu yfirleitt 40-50 km2 lands en þó tvöfalt meira í Brennisteinsfjöllum (95 km2) og var rúmmálið 0,4-0,9 km3 gróflega áætlað. Fagradalshraunið þekur tæpa 5 km2 og er 0,15 km3 að rúmmáli. Sé gert ráð fyrir að um upphaf elda sé að ræða í líkingu við þá sem við þekkjum má telja líklegt að gjósa muni oftar í Fagradalsfjallskerfinu á næstu árum og áratugum. Ekkert er þó gefið í þessu og gæti virknin allt eins færst á önnur nærliggjandi eldstöðvakerfi. Það eina sem segja má með nokkurri vissu er að gosið í Fagradalsfjalli er sterk vísbending um nýtt eldvirkniskeið á Reykjanesskaga.

Helstu stoðrit
  • Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson 2013. Reykjanesskagi. Í: Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.
  • Kristján Sæmundsson. Magnús Á. Sigurgeirsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Sigurður Garðar Kristinsson og Skúli Víkingsson 2016. Jarðfræðikort af Suðvesturlandi, 1:100 000 (2. útgáfa). Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir.
  • Sigurður Steinþórsson 2021. Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?. Vísindavefurinn (útgáfudagur 14.10.2021).

Myndir:
  • MÁS.

Höfundur

Útgáfudagur

9.2.2022

Spyrjandi

Urður Þórsdóttir, Björn Gústav Jónsson, Selma og Elísabet

Tilvísun

Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2022, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83009.

Magnús Á. Sigurgeirsson. (2022, 9. febrúar). Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83009

Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2022. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83009>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?
Upprunalegu spurningarnar voru:

Við hverju má búast á næstu árum/áratugum á Reykjanesskaga? Fleiri eldgosum og mögulega stærri? (Urður) Hvaða þýðingu hefur nýafstaðið eldgos í Geldingadölum fyrir framtíð eldvirkni á Reykjanesskaganum? (Björn Gústav) Sælir, hvað getið þið sagt okkur um eldvirkni á Reykjanesi? (Selma og Elísabet)

Rannsóknir sýna að gosskeið eða eldvirknitímabil ganga yfir Reykjanesskaga á 600-800 ára fresti og vara þau í um fimm aldir (sjá mynd 1). Þekkt eru þrjú gostímabil frá síðustu 4000 árum. Fyrir eldri hraun eru nákvæmar aldursgreiningar af skornum skammti. Gjóskutímatal fyrir fyrri hluta nútíma byggir á fáum lögum og er því heldur ónákvæmt. Varðandi þann tíma þurfa menn að reiða sig á C-14 aldursgreiningar á koluðum gróðri undir hraunum. Frá tímabilinu 4000-11.000 ár er aldur um 15 hrauna þokkalega þekktur. Vísbendingar eru um fjögur eldvirkniskeið fyrir 5000-8500 árum. Eitt einkenni gosskeiðanna er að þá verða flest eldstöðvakerfin sex á Skaganum virk, yfirleitt eitt í einu. Sprungugos voru ráðandi á síðustu þremur gosskeiðunum. Eina þekkta dyngjugosið varð í Stórabolla í Brennisteinsfjallakerfinu fyrir um 2500 árum.

Mynd 1: Myndin sýnir gosskeið á Reykjanesskaga síðustu 4000 árin (grálitað). Hvert gosskeið stóð yfir í um 500 ár. Gosvirkni innan hvers eldstöðvakerfis er sýnd (gullitað).

Eldstöðvakerfið sem kennt er við Fagradalsfjall einkennist af hraundyngjum og stuttum gossprungum. Þar er að finna Þráinsskjöld, eina stærstu dyngju Skagans, Vatnsheiði og nokkrar smádyngjur. Vatnsheiði og hraun norðan í Fagradalsfjalli eru úr hinni frumstæðu bergtegund píkríti. Hraun hafa einnig runnið frá stuttum gossprungum, svo sem Borgarhraun og Beinavörðuhraunin tvö suðvestan Fagradalsfalls. Öll hraunin eiga það sammerkt að vera gömul, flest frá síðjökultíma eða upphafi nútíma. Yngst eru Borgarhraun og Beinavörðuhraunin, en þó eldri en 7000 ára gömul. Segja má að Fagradalsfjallskerfið hafi verið einna minnst virkt af eldstöðvakerfum Reykjanesskaga eftir ísöld hvað tíðni eldgosa varðar. Magn gosefna er þó síst minna en í öðrum kerfum.

Í ljósi þess sem þekkt er til gossögu Reykjanesskaga má telja víst að með gosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 sé hafinn nýr kafli. Ekki er hægt að segja að gosið hafi komið verulega á óvart en búast mátti við að til tíðinda færi að draga. Hvenær það gerðist nákvæmlega gat enginn vitað. Tímasetning gossins stemmir ágætlega við það sem vænta mátti miðað við söguna en 781 ár var liðið frá síðasta gosi, árið 1240. Það sem kom meira á óvart var gosstaðurinn en líkt og fyrr segir hafði ekki gosið í Fagradalsfjallskerfinu í meira en 7000 ár. Búast hefði mátt við að gosvirknin hæfist í öðrum eldstöðvakerfum á Skaganum, í kerfum sem hafa verið mun virkari á nútíma. Sýnir þetta líkt og oft áður að erfitt er að segja fyrir um eldgos, hvenær þau verða og hvar.

Lítið er hægt að segja til um framgang gosvirkninnar á nýhöfnu gosskeiði en hægt er þó að varpa fram hugmyndum eða mögulegum sviðsmyndum þar um með hliðsjón af vitneskju um fyrri gosskeið. Það síðasta stóð yfir 800-1240 e.Kr. og hið næstsíðasta fyrir 1900-2500 árum síðan. Upphafsgosin á báðum þessum skeiðum áttu sér stað í Brennisteinsfjallakerfinu og í Krýsuvíkurkerfinu um líkt eða sama leyti. Sprungugos voru ráðandi þar sem gaus á 4-12 km löngum sprungum. Á síðasta gosskeiði einkenndist gosvirknin af sprungugosum á gosreinum eldstöðvakerfanna sem stóðu yfir í nokkra áratugi með hléum. Eru þetta kallaðir eldar, en á milli þeirra gat liðið heil öld eða rúmlega það.

Mynd 2: Mynd af Fagradalshrauni frá 1. maí 2021.

Reykjaneseldar stóðu yfir árabilið 1210-1240 og Krýsuvíkureldar milli 1151-1188 e.Kr. Í Reykjaneseldum runnu fjögur hraun og einnig gaus að minnsta kosti sex sinnum í sjó. Hraun sem komu upp í hverjum eldum á síðasta gosskeiði þöktu yfirleitt 40-50 km2 lands en þó tvöfalt meira í Brennisteinsfjöllum (95 km2) og var rúmmálið 0,4-0,9 km3 gróflega áætlað. Fagradalshraunið þekur tæpa 5 km2 og er 0,15 km3 að rúmmáli. Sé gert ráð fyrir að um upphaf elda sé að ræða í líkingu við þá sem við þekkjum má telja líklegt að gjósa muni oftar í Fagradalsfjallskerfinu á næstu árum og áratugum. Ekkert er þó gefið í þessu og gæti virknin allt eins færst á önnur nærliggjandi eldstöðvakerfi. Það eina sem segja má með nokkurri vissu er að gosið í Fagradalsfjalli er sterk vísbending um nýtt eldvirkniskeið á Reykjanesskaga.

Helstu stoðrit
  • Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson 2013. Reykjanesskagi. Í: Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.
  • Kristján Sæmundsson. Magnús Á. Sigurgeirsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Sigurður Garðar Kristinsson og Skúli Víkingsson 2016. Jarðfræðikort af Suðvesturlandi, 1:100 000 (2. útgáfa). Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir.
  • Sigurður Steinþórsson 2021. Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?. Vísindavefurinn (útgáfudagur 14.10.2021).

Myndir:
  • MÁS.
...