Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?

Magnús Á. Sigurgeirsson

Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja hrauntauma við ákveðna gíga og gígaraðir. Gefur það einhverja mynd en verður aldrei nákvæmt.

Hraun, einkum þau stærri, hafa getað runnið í nokkrum eldgosum með stuttu millibili. Er nærtækt að nefna í þessu sambandi gosin í Fagradalsfjallseldum (2021-2023), sem voru þrjú á þremur árum og líklegt að verði fleiri. Hraunflekkirnir liggja saman og hefðu menn ekki fylgst með gosunum myndu flekkirnir vafalítið hafa verið teknir sem eitt og sama hraunið, myndaðir í einu gosi. Má því ljóst vera illmögulegt er að áætla fjölda fyrri tíðar gosa af nokkurri nákvæmni.

Eldvirknin á síðasta gostímabili á Reykjanesskaga einkenndist af svokölluðum eldum, en þá voru eldgos tíð á tímabili sem spannaði áratug eða nokkra áratugi. Dæmi um elda sem margir þekkja eru Kröflueldar 1975-1984, en þá gaus níu sinnum á níu ára tímabili. Kvikuhlaup urðu álíka oft eftir sprungusveimi Kröflukerfisins án þess að kvika bærist til yfirborðs.

Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði eru einnig sýnd (gul). Sprungusveimar Hengils til norðausturs og Reykjaness til suðvesturs eru svartir. Gosvirkninni á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga hefur gjarnan verið skipt í ferna elda. Urðu þá fjögur af fimm eldstöðvakerfum Skagans virk (Hengilskerfið ekki talið með).

Gosvirkninni á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga hefur gjarnan verið skipt í ferna elda. Urðu þá fjögur af fimm eldstöðvakerfum Skagans virk (Hengilskerfið ekki talið með). Hér að neðan er gerð tilraun til að áætla fjölda gosa á síðasta eldgosatímabili. Er þá litið á fjölda hrauna og skoðað hvort mögulega megi skipta þeim upp í goseiningar eða hraunspildur sem hafa myndast í einstökum og aðgreindum gosum. Er hér aðeins um lauslega könnun að ræða en með rannsóknum mætti ef til vill fá nákvæmari tölur.

Eldar um 800: Hrútafellshraun í Móhálsadal, aðgreindur hraunflekkur í Hrútagjá. Hvammahraun í Brennisteinsfjöllum er allstórt og gæti hafa myndast í nokkrum gosum en hraunið rann frá fjórum aðskildum stuttum gígaröðum þannig að mögulega hefur það myndast nokkrum gosum með stuttu millibili. Gosin gætu hafa verið um sex talsins.

Eldar á 10. öld: Í þessum eldum mynduðust Hellnahraun (Tvíbollahraun), Húsafellsbruni (skipt í hu1 og hu2 á jarðfræðikortum), Breiðdalshraun, Kistuhraun, Selvogshraun og Svínahraunsbruni. Mögulega hafa eldarnir á 10. öld staðið lengur en aðrir á sögulegum tíma en hraun þeirra þekja mun meira land en hraun í síðari eldum. Gos í sjó varð út af Reykjanesi snemma á 10. öld. Gosin gætu hafa verið átta talsins.

Krýsuvíkureldar 1151-1188: Ögmundarhraun, Mávahlíðahraun og Kapelluhraun. Sennilega þrjú aðgreind gos sem urðu á nokkrum áratugum. Aðgreind gígaröð er við Gvendarselshæð sem gæti hafa myndast í sér gosi. Merki hafa fundist um tvö gos í sjó við Reykjanes á þessu tímabili. Gosin gætu hafa verið sex talsins.

Reykjaneseldar 1210-1240: Yngra-Stampahraun, Eldvarpahraun, Arnarseturshraun, Illahraun. Arnarseturshraun er allmikið hraun, eitt það stærsta á sögulegum tíma, og hefur líklega myndast í fleiri en einu gosi. Fyrir utan hraunrennsli á landi urðu að minnsta kosti sex gos í sjó utan við Reykjanes. Hér er um að ræða að minnsta kosti tíu gos.

Kort sem gefur yfirlit yfir síðasta gosskeið Reykjanesskagans, frá um 800 til 1240. Hraungos/gjóskugos í fyrri eldum á Reykjanesskaga á sögulegum tíma gætu hafa verið um 30 talsins varlega áætlað.

Hraungos/gjóskugos í fyrri eldum á Reykjanesskaga á sögulegum tíma gætu hafa verið um 30 talsins varlega áætlað. Eins og fyrr er nefnt gætu sum af stærri hraununum hafa myndast í nokkrum gosum og er hér um lágmarksfjölda að ræða. Hvort fjöldi gosa á því gostímabili sem nú er nýhafið verði svipaður og á síðasta eldgosatímabili skal ósagt látið en líklegra er þó að þau verði fleiri.

Benda má á að allmörg eldgos hafa orðið á nyrsta hluta Reykjaneshryggs á sögulegum tíma en þau virðast ekki fylgja gosvirkninni á landi í tíma og eru ekki talin með hér.

Þeir atburðir sem nú standa yfir á Reykjanesskaga og grannt er fylgst með hafa þegar aukið verulega þekkingu manna á eðli og framgangi eldvirkni á Skaganum.

Heimildir
  • Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson (2013). Reykjanesskagi. Í: Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar, bls. 378-401.
  • Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Sigurður Garðar Kristinsson og Skúli Víkingsson (2016). Jarðfræðikort af Suðvesturlandi, 1:100 000 (2. útgáfa). Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir.
  • Páll Einarsson (1991). Umbrotin við Kröflu 1975-89. Í: Náttúra Mývatns. Reykjavík. Hið Íslenska náttúrfræðifélag. Bls. 96-139.

Myndir:
  • Fyrri myndin er fengin úr ritinu Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Seinni myndin er fengin af vef isor.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

7.11.2023

Spyrjandi

Hermundur Sigurðsson, Kári Ásgrímsson

Tilvísun

Magnús Á. Sigurgeirsson. „Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2023, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81515.

Magnús Á. Sigurgeirsson. (2023, 7. nóvember). Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81515

Magnús Á. Sigurgeirsson. „Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2023. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81515>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?
Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja hrauntauma við ákveðna gíga og gígaraðir. Gefur það einhverja mynd en verður aldrei nákvæmt.

Hraun, einkum þau stærri, hafa getað runnið í nokkrum eldgosum með stuttu millibili. Er nærtækt að nefna í þessu sambandi gosin í Fagradalsfjallseldum (2021-2023), sem voru þrjú á þremur árum og líklegt að verði fleiri. Hraunflekkirnir liggja saman og hefðu menn ekki fylgst með gosunum myndu flekkirnir vafalítið hafa verið teknir sem eitt og sama hraunið, myndaðir í einu gosi. Má því ljóst vera illmögulegt er að áætla fjölda fyrri tíðar gosa af nokkurri nákvæmni.

Eldvirknin á síðasta gostímabili á Reykjanesskaga einkenndist af svokölluðum eldum, en þá voru eldgos tíð á tímabili sem spannaði áratug eða nokkra áratugi. Dæmi um elda sem margir þekkja eru Kröflueldar 1975-1984, en þá gaus níu sinnum á níu ára tímabili. Kvikuhlaup urðu álíka oft eftir sprungusveimi Kröflukerfisins án þess að kvika bærist til yfirborðs.

Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði eru einnig sýnd (gul). Sprungusveimar Hengils til norðausturs og Reykjaness til suðvesturs eru svartir. Gosvirkninni á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga hefur gjarnan verið skipt í ferna elda. Urðu þá fjögur af fimm eldstöðvakerfum Skagans virk (Hengilskerfið ekki talið með).

Gosvirkninni á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga hefur gjarnan verið skipt í ferna elda. Urðu þá fjögur af fimm eldstöðvakerfum Skagans virk (Hengilskerfið ekki talið með). Hér að neðan er gerð tilraun til að áætla fjölda gosa á síðasta eldgosatímabili. Er þá litið á fjölda hrauna og skoðað hvort mögulega megi skipta þeim upp í goseiningar eða hraunspildur sem hafa myndast í einstökum og aðgreindum gosum. Er hér aðeins um lauslega könnun að ræða en með rannsóknum mætti ef til vill fá nákvæmari tölur.

Eldar um 800: Hrútafellshraun í Móhálsadal, aðgreindur hraunflekkur í Hrútagjá. Hvammahraun í Brennisteinsfjöllum er allstórt og gæti hafa myndast í nokkrum gosum en hraunið rann frá fjórum aðskildum stuttum gígaröðum þannig að mögulega hefur það myndast nokkrum gosum með stuttu millibili. Gosin gætu hafa verið um sex talsins.

Eldar á 10. öld: Í þessum eldum mynduðust Hellnahraun (Tvíbollahraun), Húsafellsbruni (skipt í hu1 og hu2 á jarðfræðikortum), Breiðdalshraun, Kistuhraun, Selvogshraun og Svínahraunsbruni. Mögulega hafa eldarnir á 10. öld staðið lengur en aðrir á sögulegum tíma en hraun þeirra þekja mun meira land en hraun í síðari eldum. Gos í sjó varð út af Reykjanesi snemma á 10. öld. Gosin gætu hafa verið átta talsins.

Krýsuvíkureldar 1151-1188: Ögmundarhraun, Mávahlíðahraun og Kapelluhraun. Sennilega þrjú aðgreind gos sem urðu á nokkrum áratugum. Aðgreind gígaröð er við Gvendarselshæð sem gæti hafa myndast í sér gosi. Merki hafa fundist um tvö gos í sjó við Reykjanes á þessu tímabili. Gosin gætu hafa verið sex talsins.

Reykjaneseldar 1210-1240: Yngra-Stampahraun, Eldvarpahraun, Arnarseturshraun, Illahraun. Arnarseturshraun er allmikið hraun, eitt það stærsta á sögulegum tíma, og hefur líklega myndast í fleiri en einu gosi. Fyrir utan hraunrennsli á landi urðu að minnsta kosti sex gos í sjó utan við Reykjanes. Hér er um að ræða að minnsta kosti tíu gos.

Kort sem gefur yfirlit yfir síðasta gosskeið Reykjanesskagans, frá um 800 til 1240. Hraungos/gjóskugos í fyrri eldum á Reykjanesskaga á sögulegum tíma gætu hafa verið um 30 talsins varlega áætlað.

Hraungos/gjóskugos í fyrri eldum á Reykjanesskaga á sögulegum tíma gætu hafa verið um 30 talsins varlega áætlað. Eins og fyrr er nefnt gætu sum af stærri hraununum hafa myndast í nokkrum gosum og er hér um lágmarksfjölda að ræða. Hvort fjöldi gosa á því gostímabili sem nú er nýhafið verði svipaður og á síðasta eldgosatímabili skal ósagt látið en líklegra er þó að þau verði fleiri.

Benda má á að allmörg eldgos hafa orðið á nyrsta hluta Reykjaneshryggs á sögulegum tíma en þau virðast ekki fylgja gosvirkninni á landi í tíma og eru ekki talin með hér.

Þeir atburðir sem nú standa yfir á Reykjanesskaga og grannt er fylgst með hafa þegar aukið verulega þekkingu manna á eðli og framgangi eldvirkni á Skaganum.

Heimildir
  • Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson (2013). Reykjanesskagi. Í: Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar, bls. 378-401.
  • Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Sigurður Garðar Kristinsson og Skúli Víkingsson (2016). Jarðfræðikort af Suðvesturlandi, 1:100 000 (2. útgáfa). Reykjavík: Íslenskar orkurannsóknir.
  • Páll Einarsson (1991). Umbrotin við Kröflu 1975-89. Í: Náttúra Mývatns. Reykjavík. Hið Íslenska náttúrfræðifélag. Bls. 96-139.

Myndir:
  • Fyrri myndin er fengin úr ritinu Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Seinni myndin er fengin af vef isor.is og birt með góðfúslegu leyfi.
...