Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hefur eitthvert eldfjall gosið alltaf (aldrei hætt)?

EDS

Það er ekkert eldfjall sem hefur gosið stanslaust frá því að jörðin myndaðist enda hefur mikið breyst á þeim milljörðum ára sem jörðin hefur verið til. Eldfjöll, eins og önnur jarðlög, eru sífellt að myndast eða mást; þau hlaðast upp í eldgosum en síðan vinna roföflin smám saman á þeim og þau hverfa.

Erfitt er að segja til um hvert er lengsta eldgos jarðsögunnar enda spannar hún óralangan tíma og upplýsingar um það sem gerðist fyrir þúsundum, milljónum og milljörðum ára eru af skornum skammti. Ef við lítum okkur hins vegar nær í tíma þá er því gjarnan haldið fram að eldgos í fjallinu Stromboli á Ítalíu sé það gos í dag sem staðið hefur lengst yfir, en þar hefur verið nánast viðvarandi eldvirkni í að minnst kosti 2.400 ár.

Svona löng eldgos eru hins vegar ekki mjög algeng eins og sjá má í svari við spurningunni Hvað standa eldgos lengi? Algengast er að eldgos standi yfir í 3 mánuði eða skemur. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2006, eru þó að minnst kosti 10 eldfjöll þar sem einhver eldvirkni hefur verið linnulítið í yfir þrjá áratugi. Þau eru:

EldfjallLand
Arneal Kostaríka
DukonoIndónesía
ErebusSuðurskautslandið
Erta AleEþíópía
Sakura-jimaJapan
SangayEkvador
Santa MaríaGvatemala
SemeruIndónesía
StromboliÍtalía
YasurVanúatú

Heimildir:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.9.2006

Spyrjandi

Telma D. Björnsdóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hefur eitthvert eldfjall gosið alltaf (aldrei hætt)?“ Vísindavefurinn, 29. september 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6226.

EDS. (2006, 29. september). Hefur eitthvert eldfjall gosið alltaf (aldrei hætt)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6226

EDS. „Hefur eitthvert eldfjall gosið alltaf (aldrei hætt)?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6226>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur eitthvert eldfjall gosið alltaf (aldrei hætt)?
Það er ekkert eldfjall sem hefur gosið stanslaust frá því að jörðin myndaðist enda hefur mikið breyst á þeim milljörðum ára sem jörðin hefur verið til. Eldfjöll, eins og önnur jarðlög, eru sífellt að myndast eða mást; þau hlaðast upp í eldgosum en síðan vinna roföflin smám saman á þeim og þau hverfa.

Erfitt er að segja til um hvert er lengsta eldgos jarðsögunnar enda spannar hún óralangan tíma og upplýsingar um það sem gerðist fyrir þúsundum, milljónum og milljörðum ára eru af skornum skammti. Ef við lítum okkur hins vegar nær í tíma þá er því gjarnan haldið fram að eldgos í fjallinu Stromboli á Ítalíu sé það gos í dag sem staðið hefur lengst yfir, en þar hefur verið nánast viðvarandi eldvirkni í að minnst kosti 2.400 ár.

Svona löng eldgos eru hins vegar ekki mjög algeng eins og sjá má í svari við spurningunni Hvað standa eldgos lengi? Algengast er að eldgos standi yfir í 3 mánuði eða skemur. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2006, eru þó að minnst kosti 10 eldfjöll þar sem einhver eldvirkni hefur verið linnulítið í yfir þrjá áratugi. Þau eru:

EldfjallLand
Arneal Kostaríka
DukonoIndónesía
ErebusSuðurskautslandið
Erta AleEþíópía
Sakura-jimaJapan
SangayEkvador
Santa MaríaGvatemala
SemeruIndónesía
StromboliÍtalía
YasurVanúatú

Heimildir:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....