Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?

Þóra Árnadóttir

Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar.

Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eldgos oftast í eldfjöllum eða í sprungusveimum tengdum þeim. Vísindamenn vita því nokkurn veginn hvar búast má við að kviku sé að finna grunnt í jarðskorpunni á Íslandi.

Þegar bráðið berg (kvika) safnast fyrir í hólfi í virku eldfjalli, þenst hólfið út eins og blaðra. Verði þrýstingurinn í hólfinu nægilega mikill, brotnar bergið og kvikan flæðir upp í átt að yfirborði eða lárétt eftir sprungusveimi þar sem togspennan er lægri.

Merki um kvikusöfnun eða innskotavirkni má nema með jarðskjálftamælingum og landmælingum sem sýna breytta lögun á yfirborði. Hefðbundnar hæðarmælingar, hallamælingar og fjarlægðarmælingar (EDM) voru til dæmis notaðar til að kortleggja kvikuinnskot og meta dýpi á kvikuhólf í síðasta gosinu í Kröflueldum, sem varð árið 1984.[1] Á undanförnum tveimur áratugum hafa mælingar með gervitunglum (GPS og InSAR-bylgjuvíxlmælingar) rutt sér til rúms sem aðferðir til að rannsaka jarðskorpuhreyfingar, meðal annars til að staðsetja kviku í jarðskorpunni.[2]

Með endurteknum mælingum á jarðskorpuhreyfingum er hægt að fylgjast með því hvort kvikusöfnun eigi sér stað, eða kvika sé að brjóta sér leið á nýjan stað (lárétt og/eða lóðrétt). Það er gert með því að bera saman nákvæmar mælingar á bjögun á yfirborði lands og líkanareikninga, þar sem meðal annars er reynt að meta rúmmálsbreytingar og dýpi kvikuhólfs eða innskots.

Þversnið af jarðskorpu í einföldu líkani af kvikuhólfi í fjaðrandi hálfrúmi (svokölluðu Mogi-líkani). Ef gert er ráð fyrir að kvika sé að safnast fyrir og þrýstingur að aukast í hólfinu, þá rís land á yfirborði og færist einnig lárétt. Færsla yfirborðsins er sýnd með örvum og punktalínu. Færslan er mest yfir miðju hólfsins og minnkar með fjarlægð. Færslan er ýkt á þessari mynd til að sýna betur hreyfingu jarðskorpunnar.

Oftast er reynt að fella landmælingagögn að frekar einföldum fræðilegum líkönum, til dæmis þrýstingsbreytingar í kúlulaga kvikuhólfi, lóðréttum gangi eða láréttu silluinnskoti. Ýmsar reikniaðferðir (til dæmis línuleg eða ólínuleg bestun) eru notaðar til að meta hvaða gerð af innskoti fellur best að landmælingagögnunum. Stundum geta fleiri en eitt líkan skýrt landmælingagögnin og er þá reynt að styðjast við önnur gögn, til dæmis jarðskjálftamælingar, til að ákvarða besta líkanið. Ef svæðið er vel rannsakað og góð gögn tiltæk, er jafnvel reynt að nota flóknari líkön af jarðskorpunni og kvikuinnskotinu, sem byggja á aðferðum eins og bútun (e. finite element) eða jaðarbútun (e. boundary element).

Jarðskorpuhreyfingar ákvarðaðar með gervitunglum. Myndir sem sýna færslur umhverfis norðvesturhluta Vatnajökuls vegna sigs í öskjunni undir Bárðarbungu, myndunar kvikugangs og goss í Holuhrauni (2014-2015). (A) Upptök jarðskjálfta frá 16. ágúst til 9. september 2014, láréttar færslur mældar með GPS (örvar og litaðar punktalínur) og heildarsig í öskjunni (16 metrar).

(B) Bylgjuvíxlmynd (InSAR) frá RADARSAT-2 gervitungli, sem sýnir færslur í stefnu frá tunglinu (e. Line-Of-Sight) á tímabilinu 8. ágúst til 1. september 2014. Svarta örin sýnir flugstefnu gervitunglsins og hvíta örin í hvaða átt mælingin er framkvæmd.

Jarðskjálftamælingar gefa mikilvægar upplýsingar um dýpi á kviku og kvikuhreyfingar. Kortlagning á upptökum jarðskjálfta er notuð til að fylgjast með því hvort gangainnskot sé að myndast, eða kvika að brjóta sér leið upp á yfirborð. Nýlegt dæmi er skjálftavirkni í Bárðarbungu í tengslum við Holuhraunsgosið árið 2014.[3]

Mynd sem sýnir upptök jarðskjálfta (kort og þversnið) sem fall af tíma (táknað með lit) í Bárðarbungu á tímabilinu 16. til 31. ágúst 2014. Gögnin sýna hvernig kvikugangurinn braut sér leið frá Bárðarbunguöskjunni á um 4-8 km dýpi, fyrst til austurs og síðan til norðurs út fyrir jökuljaðarinn þar sem kvikan kom upp á yfirborð og gos hófst (appelsínugulur þríhyrningur). Svartir þríhyrningar tákna jarðskjálftamæla.

Eðli jarðskjálfta er einnig breytilegt eftir því hvernig kvikuhreyfingum er háttað. Stórir brotskjálftar verða þegar kvika er að brjóta sér leið í skorpunni, en þegar kvikan er komin mjög grunnt verða fleiri og smærri skjálftar (kvikuhlaupsórói). Þegar kvika nær upp á yfirborð mælist viðvarandi titringur og talað er um gosóróa.

Jarðskjálftabylgjur og dvínun þeirra gefa upplýsingar um eðliseiginleika og hitastig bergsins sem bylgjurnar berast gegnum. Mælingar á hlutfalli á hraða P- og S- bylgna hafa meðal annars verið notaðar til að kortleggja grunnt kvikuhólf í öskjunni í Kötlu[4] og S-bylgju skuggi í Kröflu er talin vísbending um kviku á 3-7 km dýpi.[5]

Einnig hafa þyngdarmælingar, viðnámsmælingar og jarðsegulmælingar verið notaðar til að kanna mögulega staðsetningu á kvikuhólfum í eldfjöllum hérlendis, meðal annars í Grímsvötnum, Kröflu og Kötlu.[6]

Auk jarðeðlisfræðilegra mælinga getur jarðefnafræði gosefna (gjósku og hrauns) gefið vísbendingar um á hvaða dýpi kristallar mynduðust í hlutbráð og er áhugavert að bera saman dýpi á kviku út frá túlkun á jarðefnafræði og jarðeðlisfræðilegum athugunum.[7]

Innviðir eldfjalla geta verið talsvert flóknir og fleira en eitt kvikuhólf og/eða innskot virk á svipuðum tíma, líkt og gerðist í gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.[8] Slíkt kallar á samtúlkun mismunandi mæligagna, sem studd er fræðilegum líkanareikningum, eins og hér hefur verið lýst.

Þversnið af Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi og skýringarmynd af innskotavirkni. Láréttar sillur sem mynduðust í atburðum árið 1994 og 1999 eru dökkar, sillur og gangur sem mynduðust árið 2010 eru rauðar og gular.

Óvissa í mælingum og jarðlíkönum gerir vísindamönnum hins vegar erfitt fyrir að ákvarða dýpi á kviku með mikilli nákvæmni. Auk þess skiptir rúmmál kvikunnar máli. Leynst geta litlar linsur með bergkviku í skorpunni, sem erfitt er að kortleggja með þessum aðferðum. Til dæmis kom bor á vinnslusvæði Landsvirkjunar við Kröflu árið 2009, óvænt niður á kviku á um 2 km dýpi þegar bora átti 4-5 km djúpa holu.

Ítarefni:

Áhugasömum er bent á viðtal við Freystein Sigmundsson í Kastljósi 10. mars 2021 þar sem hann sýnir InSAR-gögn og útskýrir hvernig þau benda til myndunar kvikugangs milli Fagradalsfjalls og Keilis á Reykjanesskaga.

Tilvísanir:
  1. ^ Þóra Árnadóttir o.fl., 1998.
  2. ^ Sjá t.d. Freysteinn Sigmundsson o.fl., 2010, 2015.
  3. ^ Þorbjörg Ágústsdóttir o.fl., 2016.
  4. ^ Ólafur Guðmundsson o.fl, 1994.
  5. ^ Páll Einarsson, 1978.
  6. ^ Sjá umfjöllun í bókinni Náttúruvá, 2013.
  7. ^ Olgeir Sigmarsson o.fl., 2000; Bergrún Óladóttir o.fl., 2007.
  8. ^ Sjá t.d. Freysteinn Sigmundsson o.fl., 2010.

Heimildir:
  • Náttúruvá á Íslandi, yfirritstjóri Júlíus Sólnes. Útgefið af Viðlagasjóði, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2013.
  • Bergrún Óladóttir, Olgeir Sigmarsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson (2007). Hvað leynist undir Kötlu? Breytingar á kvikukerfi síðustu 8400 árin í ljósi gjóskulagarannsókna. Náttúrufræðingurinn, 75, 115-122.
  • Freysteinn Sigmundsson, Sigrún Hreinsdóttir, Andy Hooper, Þóra Árnadóttir, R. Pedersen, M. J. Roberts, N. Óskarsson, A. Auriac, J. Decriem, P. Einarsson, H. Geirsson, M. Hensch, B. G. Ófeigsson, E. Sturkell, H. Sveinbjörnsson, K. L. Feigl, (2010). Intrusion triggering of the 2010 Eyjafjallajökull explosive eruption. Nature, 468, 426-430, doi:10.1038/nature09558, 2010.
  • Freysteinn Sigmundsson, A. Hooper, S. Hreinsdóttir, K. Vogfjord, B. Ófeigsson, E. R. Heimisson, S. Dumont, M. Parks, K. Spaans, G. B. Guðmundsson, V. Drouin, Þ. Árnadóttir, K. Jónsdóttir, M.T. Gudmundsson, Th. Högnadóttir, H. M. Friðriksdóttir, M. Hensch, P. Einarsson, E. Magnússon, S. Samsonov, B. Brandsdóttir, R. S. White, Th. Agustsdottir, T. Greenfield, R. G. Green, Á. R. Hjartardóttir, R. Pedersen, R. Bennett, Halldór Geirsson, P. LaFemina, H. Björnsson, F. Pálsson, E. Sturkell, C. J. Bean, M. Möllhoff, A. Braiden, and E. P.S. Eibl (2015), Segmented lateral dyke growth in a rifting event at Bárðarbunga volcanic system, Iceland. Nature, 191-195, vol. 517, 10.1038/nature14111
  • Olgeir Sigmarsson, Haraldur R. Karlsson, Guðrún Larsen (2000). The 1996 and 1998 sublacial eruptions beneath the Vatnajökull ice sheet in Iceland: contrasting geochemical and geophysical inferences on magma migration. Bulletin of Volcanology, 61, 468-476.
  • Ólafur Guðmundsson, , Bryndís Brandsdóttir, W. Menke og Guðmundur Sigvaldason (1994), The crustal magma chamber of the Katla volcano in south Iceland revealed by two-dimensional undershooting. Geophysical Journal International, 119, 277-296.
  • Páll Einarsson (1978). S-wave shadows in the Krafla caldera in NE-Iceland, evidence for a magma chamber in the crust. Bulletin of Volcanology, 41, 1-9.
  • Þorbjörg Ágústsdóttir, J. Woods, T. Greenfield, R.G. Green, R.S. White, T. Winder, Bryndís Brandsdóttir, Sveinbjörn Steinthórsson, og H. Soosalu (2016). Strike-slip Faulting during the 2014 Bárðarbunga-Holuhraun Dike Intrusion, Central Iceland. Geophysical Research Letters, 43, 1495–1503. https://doi.org/10.1002/2015GL067423.
  • Þóra Árnadóttir, Freysteinn Sigmundsson og Paul T. Delaney (1998), Sources of crustal deformation associated with the Krafla, Iceland, eruption of September 1984. Geophysical Research Letters, 25, 1043-1046.

Myndir:
  • Mynd 1: Deformation that results from pressurization of a "Mogi" source model. (Sótt 18.03.2021). Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.
  • Myndir 2 og 3: Úr grein eftir Freystein Sigmundsson o.fl. (2015).
  • Mynd 4: Úr grein eftir Þorbjörgu Ágústsdóttur o.fl. (2016).
  • Mynd 5: Úr grein eftir Freystein Sigmundsson o.fl., 2010.

Höfundur

Þóra Árnadóttir

vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

19.3.2021

Spyrjandi

Erlendur Steinar

Tilvísun

Þóra Árnadóttir. „Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81351.

Þóra Árnadóttir. (2021, 19. mars). Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81351

Þóra Árnadóttir. „Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81351>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?
Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar.

Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eldgos oftast í eldfjöllum eða í sprungusveimum tengdum þeim. Vísindamenn vita því nokkurn veginn hvar búast má við að kviku sé að finna grunnt í jarðskorpunni á Íslandi.

Þegar bráðið berg (kvika) safnast fyrir í hólfi í virku eldfjalli, þenst hólfið út eins og blaðra. Verði þrýstingurinn í hólfinu nægilega mikill, brotnar bergið og kvikan flæðir upp í átt að yfirborði eða lárétt eftir sprungusveimi þar sem togspennan er lægri.

Merki um kvikusöfnun eða innskotavirkni má nema með jarðskjálftamælingum og landmælingum sem sýna breytta lögun á yfirborði. Hefðbundnar hæðarmælingar, hallamælingar og fjarlægðarmælingar (EDM) voru til dæmis notaðar til að kortleggja kvikuinnskot og meta dýpi á kvikuhólf í síðasta gosinu í Kröflueldum, sem varð árið 1984.[1] Á undanförnum tveimur áratugum hafa mælingar með gervitunglum (GPS og InSAR-bylgjuvíxlmælingar) rutt sér til rúms sem aðferðir til að rannsaka jarðskorpuhreyfingar, meðal annars til að staðsetja kviku í jarðskorpunni.[2]

Með endurteknum mælingum á jarðskorpuhreyfingum er hægt að fylgjast með því hvort kvikusöfnun eigi sér stað, eða kvika sé að brjóta sér leið á nýjan stað (lárétt og/eða lóðrétt). Það er gert með því að bera saman nákvæmar mælingar á bjögun á yfirborði lands og líkanareikninga, þar sem meðal annars er reynt að meta rúmmálsbreytingar og dýpi kvikuhólfs eða innskots.

Þversnið af jarðskorpu í einföldu líkani af kvikuhólfi í fjaðrandi hálfrúmi (svokölluðu Mogi-líkani). Ef gert er ráð fyrir að kvika sé að safnast fyrir og þrýstingur að aukast í hólfinu, þá rís land á yfirborði og færist einnig lárétt. Færsla yfirborðsins er sýnd með örvum og punktalínu. Færslan er mest yfir miðju hólfsins og minnkar með fjarlægð. Færslan er ýkt á þessari mynd til að sýna betur hreyfingu jarðskorpunnar.

Oftast er reynt að fella landmælingagögn að frekar einföldum fræðilegum líkönum, til dæmis þrýstingsbreytingar í kúlulaga kvikuhólfi, lóðréttum gangi eða láréttu silluinnskoti. Ýmsar reikniaðferðir (til dæmis línuleg eða ólínuleg bestun) eru notaðar til að meta hvaða gerð af innskoti fellur best að landmælingagögnunum. Stundum geta fleiri en eitt líkan skýrt landmælingagögnin og er þá reynt að styðjast við önnur gögn, til dæmis jarðskjálftamælingar, til að ákvarða besta líkanið. Ef svæðið er vel rannsakað og góð gögn tiltæk, er jafnvel reynt að nota flóknari líkön af jarðskorpunni og kvikuinnskotinu, sem byggja á aðferðum eins og bútun (e. finite element) eða jaðarbútun (e. boundary element).

Jarðskorpuhreyfingar ákvarðaðar með gervitunglum. Myndir sem sýna færslur umhverfis norðvesturhluta Vatnajökuls vegna sigs í öskjunni undir Bárðarbungu, myndunar kvikugangs og goss í Holuhrauni (2014-2015). (A) Upptök jarðskjálfta frá 16. ágúst til 9. september 2014, láréttar færslur mældar með GPS (örvar og litaðar punktalínur) og heildarsig í öskjunni (16 metrar).

(B) Bylgjuvíxlmynd (InSAR) frá RADARSAT-2 gervitungli, sem sýnir færslur í stefnu frá tunglinu (e. Line-Of-Sight) á tímabilinu 8. ágúst til 1. september 2014. Svarta örin sýnir flugstefnu gervitunglsins og hvíta örin í hvaða átt mælingin er framkvæmd.

Jarðskjálftamælingar gefa mikilvægar upplýsingar um dýpi á kviku og kvikuhreyfingar. Kortlagning á upptökum jarðskjálfta er notuð til að fylgjast með því hvort gangainnskot sé að myndast, eða kvika að brjóta sér leið upp á yfirborð. Nýlegt dæmi er skjálftavirkni í Bárðarbungu í tengslum við Holuhraunsgosið árið 2014.[3]

Mynd sem sýnir upptök jarðskjálfta (kort og þversnið) sem fall af tíma (táknað með lit) í Bárðarbungu á tímabilinu 16. til 31. ágúst 2014. Gögnin sýna hvernig kvikugangurinn braut sér leið frá Bárðarbunguöskjunni á um 4-8 km dýpi, fyrst til austurs og síðan til norðurs út fyrir jökuljaðarinn þar sem kvikan kom upp á yfirborð og gos hófst (appelsínugulur þríhyrningur). Svartir þríhyrningar tákna jarðskjálftamæla.

Eðli jarðskjálfta er einnig breytilegt eftir því hvernig kvikuhreyfingum er háttað. Stórir brotskjálftar verða þegar kvika er að brjóta sér leið í skorpunni, en þegar kvikan er komin mjög grunnt verða fleiri og smærri skjálftar (kvikuhlaupsórói). Þegar kvika nær upp á yfirborð mælist viðvarandi titringur og talað er um gosóróa.

Jarðskjálftabylgjur og dvínun þeirra gefa upplýsingar um eðliseiginleika og hitastig bergsins sem bylgjurnar berast gegnum. Mælingar á hlutfalli á hraða P- og S- bylgna hafa meðal annars verið notaðar til að kortleggja grunnt kvikuhólf í öskjunni í Kötlu[4] og S-bylgju skuggi í Kröflu er talin vísbending um kviku á 3-7 km dýpi.[5]

Einnig hafa þyngdarmælingar, viðnámsmælingar og jarðsegulmælingar verið notaðar til að kanna mögulega staðsetningu á kvikuhólfum í eldfjöllum hérlendis, meðal annars í Grímsvötnum, Kröflu og Kötlu.[6]

Auk jarðeðlisfræðilegra mælinga getur jarðefnafræði gosefna (gjósku og hrauns) gefið vísbendingar um á hvaða dýpi kristallar mynduðust í hlutbráð og er áhugavert að bera saman dýpi á kviku út frá túlkun á jarðefnafræði og jarðeðlisfræðilegum athugunum.[7]

Innviðir eldfjalla geta verið talsvert flóknir og fleira en eitt kvikuhólf og/eða innskot virk á svipuðum tíma, líkt og gerðist í gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.[8] Slíkt kallar á samtúlkun mismunandi mæligagna, sem studd er fræðilegum líkanareikningum, eins og hér hefur verið lýst.

Þversnið af Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi og skýringarmynd af innskotavirkni. Láréttar sillur sem mynduðust í atburðum árið 1994 og 1999 eru dökkar, sillur og gangur sem mynduðust árið 2010 eru rauðar og gular.

Óvissa í mælingum og jarðlíkönum gerir vísindamönnum hins vegar erfitt fyrir að ákvarða dýpi á kviku með mikilli nákvæmni. Auk þess skiptir rúmmál kvikunnar máli. Leynst geta litlar linsur með bergkviku í skorpunni, sem erfitt er að kortleggja með þessum aðferðum. Til dæmis kom bor á vinnslusvæði Landsvirkjunar við Kröflu árið 2009, óvænt niður á kviku á um 2 km dýpi þegar bora átti 4-5 km djúpa holu.

Ítarefni:

Áhugasömum er bent á viðtal við Freystein Sigmundsson í Kastljósi 10. mars 2021 þar sem hann sýnir InSAR-gögn og útskýrir hvernig þau benda til myndunar kvikugangs milli Fagradalsfjalls og Keilis á Reykjanesskaga.

Tilvísanir:
  1. ^ Þóra Árnadóttir o.fl., 1998.
  2. ^ Sjá t.d. Freysteinn Sigmundsson o.fl., 2010, 2015.
  3. ^ Þorbjörg Ágústsdóttir o.fl., 2016.
  4. ^ Ólafur Guðmundsson o.fl, 1994.
  5. ^ Páll Einarsson, 1978.
  6. ^ Sjá umfjöllun í bókinni Náttúruvá, 2013.
  7. ^ Olgeir Sigmarsson o.fl., 2000; Bergrún Óladóttir o.fl., 2007.
  8. ^ Sjá t.d. Freysteinn Sigmundsson o.fl., 2010.

Heimildir:
  • Náttúruvá á Íslandi, yfirritstjóri Júlíus Sólnes. Útgefið af Viðlagasjóði, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2013.
  • Bergrún Óladóttir, Olgeir Sigmarsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson (2007). Hvað leynist undir Kötlu? Breytingar á kvikukerfi síðustu 8400 árin í ljósi gjóskulagarannsókna. Náttúrufræðingurinn, 75, 115-122.
  • Freysteinn Sigmundsson, Sigrún Hreinsdóttir, Andy Hooper, Þóra Árnadóttir, R. Pedersen, M. J. Roberts, N. Óskarsson, A. Auriac, J. Decriem, P. Einarsson, H. Geirsson, M. Hensch, B. G. Ófeigsson, E. Sturkell, H. Sveinbjörnsson, K. L. Feigl, (2010). Intrusion triggering of the 2010 Eyjafjallajökull explosive eruption. Nature, 468, 426-430, doi:10.1038/nature09558, 2010.
  • Freysteinn Sigmundsson, A. Hooper, S. Hreinsdóttir, K. Vogfjord, B. Ófeigsson, E. R. Heimisson, S. Dumont, M. Parks, K. Spaans, G. B. Guðmundsson, V. Drouin, Þ. Árnadóttir, K. Jónsdóttir, M.T. Gudmundsson, Th. Högnadóttir, H. M. Friðriksdóttir, M. Hensch, P. Einarsson, E. Magnússon, S. Samsonov, B. Brandsdóttir, R. S. White, Th. Agustsdottir, T. Greenfield, R. G. Green, Á. R. Hjartardóttir, R. Pedersen, R. Bennett, Halldór Geirsson, P. LaFemina, H. Björnsson, F. Pálsson, E. Sturkell, C. J. Bean, M. Möllhoff, A. Braiden, and E. P.S. Eibl (2015), Segmented lateral dyke growth in a rifting event at Bárðarbunga volcanic system, Iceland. Nature, 191-195, vol. 517, 10.1038/nature14111
  • Olgeir Sigmarsson, Haraldur R. Karlsson, Guðrún Larsen (2000). The 1996 and 1998 sublacial eruptions beneath the Vatnajökull ice sheet in Iceland: contrasting geochemical and geophysical inferences on magma migration. Bulletin of Volcanology, 61, 468-476.
  • Ólafur Guðmundsson, , Bryndís Brandsdóttir, W. Menke og Guðmundur Sigvaldason (1994), The crustal magma chamber of the Katla volcano in south Iceland revealed by two-dimensional undershooting. Geophysical Journal International, 119, 277-296.
  • Páll Einarsson (1978). S-wave shadows in the Krafla caldera in NE-Iceland, evidence for a magma chamber in the crust. Bulletin of Volcanology, 41, 1-9.
  • Þorbjörg Ágústsdóttir, J. Woods, T. Greenfield, R.G. Green, R.S. White, T. Winder, Bryndís Brandsdóttir, Sveinbjörn Steinthórsson, og H. Soosalu (2016). Strike-slip Faulting during the 2014 Bárðarbunga-Holuhraun Dike Intrusion, Central Iceland. Geophysical Research Letters, 43, 1495–1503. https://doi.org/10.1002/2015GL067423.
  • Þóra Árnadóttir, Freysteinn Sigmundsson og Paul T. Delaney (1998), Sources of crustal deformation associated with the Krafla, Iceland, eruption of September 1984. Geophysical Research Letters, 25, 1043-1046.

Myndir:
  • Mynd 1: Deformation that results from pressurization of a "Mogi" source model. (Sótt 18.03.2021). Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.
  • Myndir 2 og 3: Úr grein eftir Freystein Sigmundsson o.fl. (2015).
  • Mynd 4: Úr grein eftir Þorbjörgu Ágústsdóttur o.fl. (2016).
  • Mynd 5: Úr grein eftir Freystein Sigmundsson o.fl., 2010.
...