Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað er gosórói?

Sigurður Steinþórsson

Gosórói nefnist titringur sem stafar af, eða tengist, hreyfingu bergkviku í jarðskorpunni. Ólíkt hnik- eða brotskjálftum - jarðskjálftum sem skyndileg losun bergspennu veldur, til dæmis í misgengjum - er uppspretta gosóróa langvarandi samfelld spennulosun og birtist sem löng röð lágtíðni-smáskjálfta (M< 2).

Tvenns konar skjálftarit. Hnik- eða brotskjálftarit (efra rit) einkennast af hárri tíðni og útslagi í samræmi við stærð skjálftans. Gosórói (neðra rit) er langvarandi lágtíðni-suð.

Áður en hinu sjálfvirka SIL-kerfi jarðskjálftamæla var komið upp á Veðurstofunni á árunum 1986–95, rak Raunvísindastofnun Háskólans um árabil net jarðskjálftamæla sem komið var fyrir hjá áhugafólki víða um land. Mælarnir skráðu jarðskjálfta á pappírs-strimil þannig að hægt var að fylgjast með hreyfingum landsins bæði meðan þær gerðust og nokkurn tíma á eftir (skipt var daglega um strimil á mælinum og þeir sendir „suður“ hálfsmánaðarlega nema eitthvað sérstakt væri á seyði). Meðal áhugasömustu umsjónarmanna slíks mælis var Einar H. Einarsson (1912–92), bóndi á Skammadalshóli í Mýrdal, sem var glöggur túlkandi skjálftarita: íshrun í jöklinum, mjólkurbíll á leið fram hjá, gosórói (sem reyndist vera fyrirboði Heimaeyjargossins), umbrot undir Kötlu og svo framvegis.

Nú eru náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar teknir við þessu starfi, studdir af SIL-kerfinu, sjálfvirku jarðskjálftamælakerfi sem safnar gögnum, staðsetur og skráir jarðskjálfta, reiknar brotlausnir skjálfta og sendir út viðvaranir. Það samanstendur af mælitækjum, tölvum og hugbúnaði.

Dæmi: Á skjálftabelti Suðurlands, milli Hellisheiðar og Heklu, byggir sniðgengi upp spennu á löngum tíma (stundum heilli öld) sem loks leysist í (hnik)skjálfta að styrk M=6–7. Skammtímafyrirboði gosa kemur fram í gosóróa; ákafar hrinur smáskjálfta hafa mælst á undan öllum síðustu gosum Heklu og byrjað 25–80 mínútum áður en gosið braust út. Auk jarðskjálfta mælist stöðugur lágtíðnititringur meðan á gosinu stendur.

Heimild og mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

27.8.2020

Spyrjandi

Jón Sigurbjörnsson, Valdimar Harðarson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er gosórói?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2020. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78910.

Sigurður Steinþórsson. (2020, 27. ágúst). Hvað er gosórói? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78910

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er gosórói?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2020. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78910>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gosórói?
Gosórói nefnist titringur sem stafar af, eða tengist, hreyfingu bergkviku í jarðskorpunni. Ólíkt hnik- eða brotskjálftum - jarðskjálftum sem skyndileg losun bergspennu veldur, til dæmis í misgengjum - er uppspretta gosóróa langvarandi samfelld spennulosun og birtist sem löng röð lágtíðni-smáskjálfta (M< 2).

Tvenns konar skjálftarit. Hnik- eða brotskjálftarit (efra rit) einkennast af hárri tíðni og útslagi í samræmi við stærð skjálftans. Gosórói (neðra rit) er langvarandi lágtíðni-suð.

Áður en hinu sjálfvirka SIL-kerfi jarðskjálftamæla var komið upp á Veðurstofunni á árunum 1986–95, rak Raunvísindastofnun Háskólans um árabil net jarðskjálftamæla sem komið var fyrir hjá áhugafólki víða um land. Mælarnir skráðu jarðskjálfta á pappírs-strimil þannig að hægt var að fylgjast með hreyfingum landsins bæði meðan þær gerðust og nokkurn tíma á eftir (skipt var daglega um strimil á mælinum og þeir sendir „suður“ hálfsmánaðarlega nema eitthvað sérstakt væri á seyði). Meðal áhugasömustu umsjónarmanna slíks mælis var Einar H. Einarsson (1912–92), bóndi á Skammadalshóli í Mýrdal, sem var glöggur túlkandi skjálftarita: íshrun í jöklinum, mjólkurbíll á leið fram hjá, gosórói (sem reyndist vera fyrirboði Heimaeyjargossins), umbrot undir Kötlu og svo framvegis.

Nú eru náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar teknir við þessu starfi, studdir af SIL-kerfinu, sjálfvirku jarðskjálftamælakerfi sem safnar gögnum, staðsetur og skráir jarðskjálfta, reiknar brotlausnir skjálfta og sendir út viðvaranir. Það samanstendur af mælitækjum, tölvum og hugbúnaði.

Dæmi: Á skjálftabelti Suðurlands, milli Hellisheiðar og Heklu, byggir sniðgengi upp spennu á löngum tíma (stundum heilli öld) sem loks leysist í (hnik)skjálfta að styrk M=6–7. Skammtímafyrirboði gosa kemur fram í gosóróa; ákafar hrinur smáskjálfta hafa mælst á undan öllum síðustu gosum Heklu og byrjað 25–80 mínútum áður en gosið braust út. Auk jarðskjálfta mælist stöðugur lágtíðnititringur meðan á gosinu stendur.

Heimild og mynd:...